Re: svar: Skarðatindar

Home Umræður Umræður Almennt Skarðatindar Re: svar: Skarðatindar

#49406
2806763069
Meðlimur

Meira úff! Ekki auðvelt að lýsa þessu svona og ég er sammála því að lýsingin í ársritinu er ekki greinileg.

Svona er þetta á þessari mynd.
Vinstrameigin þar sem aðal hryggurinn endar er hvelfingin, stórt ísþil þar sem leiðin byrjar, þarna er það í skugga. Þegar komið er upp úr Hvelfingunni er hliðrað til hægri, yfir smá snjó og svo upp lítið gil sem sést á myndinni. Upp úr gilinu getur verið smá klifur ca. 10m. Þá erum við kominn upp á snjó rampinn sem skiptir veggnum í tvent höldum áfram að hliðra og hækka okkur lítillega þangað til komið er að hrygg sem varpar skugga, fara upp skuggan (eða annarsstaðar á því svæði þar sem er ís, brekkan er frekar stór og ísilögð og líklega hægt að velja mismunandi leiðir)
Hliðrum svo aðeins lengra til hægri og upp, núna undir aðal veggnum. Nánast beint undir tindunum byrjar svo hvít lína sem liggur á ská og endar örlítið vinstra meigin við tindinn. Þessi lína er í raun gil sem opnast í norð austur og er krúx leiðarinnar (ekki alltaf í aðstæðum og þá er lítið annað að gera en að fara heim) Krúxið er ekki nema svona 10m foss en eftir það tekur við brattur snjór/ís upp höfðvegginn og við toppum út rétt til vinstri við toppinn. Til að fara niður er svo gengið eftir hryggnum til norðurs þar til hægt er að fara niður auðvelda brekku og á jökulinn sem er mjög sprungin næst fjallinu.

Skildi þetta einhver?