Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

Home Umræður Umræður Almennt Niðurstöður könnunar liggja fyrir… Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

#51776
Skabbi
Participant

Þessi könnun var náttúrlega unnin til að kanna áhugasvið félaga í Ísalp og viðhorf þeirra til klúbbsins. Ef þið skoðið tölurnar or lesið athugasemdirnar kemur margt fróðlegt í ljós.
Vissulega er hópur manna sem er jafn-hardcore og þið en allsekki allir félagsmenn. Langt því frá. Það sem nær allir félgsmenn í Ísalp eiga þó sameiginlegt er áhugi á fjöllum og fjallgöngum og fjallamennsku. Það skal enginn segja mér að þeir hafi eingöngu áhuga á því að láta leiða sig upp á Úlfarsfell heldur hafa ánægju af því að ganga á fjöll vítt og breitt.
Mín skoðun er sú að Ísalp eigi að taka vel á móti öllum sem stunda fjallamennsku af hvaða toga sem er, ef þeir hafa áhuga á starfinu. Léttar gönguferðir a la FÍ hefur aldrei verið veigamikill þáttur í starfseminni og það á ekki eftir að breytast á næstunni. Ef menn í klúbbnum vilja sammælast um göngu á Esjuna eða Akrafjall er þeim það velkomið.

Varðandi önnur sport en ”hardcore fjallamennsku og klifur”. Að sjálfsögðu gengur enginn í Ísalp með það fyrir augum að stunda eingöngu kayakróður eða kite. Áhugasvið Ísalpara er hinsvegar mjög breitt og mér hefur persónulega þótt skemmtilegt að lesa um kayakleiðangra sumra klúbbfélaga eða hjólaferðir yfir Fimmvörðuháls og Vatnajökul. Ég er feginn að þeir klúbbfélagar sem stunda þessi sport miðla af þeirri reynslu til okkar hinna í gegnum Ísalp en leiti ekki eingöngu til annara klúbba til þess. Fjallaskíðun er mjög gott dæmi um þetta. Er það massa hardcore?

Til þess að klúbbur á borð við Ísalp vaxi og dafni verður að vera ákveðin nýliðun. Við megum ekki vera fráhrindandi fyrir þá sem hafa áhuga á fjallamennsku og getum ekki gert ráð fyrir því að menn geti farið á eitt námskeið og útskrifist þaðan sem gallharðir klifurgarpar sem bryðja nagla og skíta keðjum. Við verðum að sýna umburðarlyndi gagnvart þeim sem ekki stefna að því að klifra Glym fetlalaust.

Það er frábært hvað það er stór hópur sem hefur áhuga á starfsemi klúbbsin og mér þætti glæsilegt að fá í gang smá umræður um hvernig menn vilja að starfið þróist.

Allez!

Skabbi