Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2

Home Umræður Umræður Almennt Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2 Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2

#51794
0703784699
Meðlimur

varðandi hvort það er minna cool eða ekki þá hef ég ekkert kommenterað á það og læt það liggja milli hluta hér, enda það ekki umræðan heldur Ísalp einsog þú réttilega gast þér til um.

En til að svara spurningunni hér að ofan að þá hittirðu soldið naglann í höfuðið með fyrstu þremur punktunum.

Harðkjarna pönk sem verður vinsælt verður með tíð og tíma ekki lengur Harðkjarna heldur bara pönk. Snjóbretti er ekki lengur Harðkjarna nema að hluta….það er ekki og verður aldrei harðkjarna að bara eiga snjóbretti, að renna sér í barnabrekkunni eða kóngsgilinu…það myndi kallast að vera á snjóbretti. En ef þig langar að vera harðkjarna snjóbrettamaður að þá gerir þú það sem jaðarinn er að gera, eða aðeins lítið brot af heildarmenginu sem stundar snjóbretti. Um leið og það er farið að vera á almannafæri að taka 1080 í pipe að þá fá menn ekki lengur gull f. það á olympíuleikunum, og um leið og það er orðið á almannafæri að fara 9,8 metra yfir halfpipe þá telst það ekki hard core…..svo má alltaf deila um það hvað er síðan extreme?

Sem sagt bottom line-ið í umræðunni um Ísalp er að um leið og hinn almenni borgari labbar þarna inn og fer að sækja í pick-nick ferðir á vegum klúbbsins þá segi ég mig úr honum, en ef hann er að sækjast í „harðkjarna“ ferðir að þá held ég mig ennþá í honum, held þetta hafi of oft komið fram í skrifum mínum. Gera leiðarvísa um klifur en ekki gönguleiðir, þarna er ekkert sem ég get séð sem fær menn til að misskilja orð mín að ég tel….en Smári virðist nú vera sammála mér með orðum sínum, „aðal atriðið í mínum huga er hvernig það er gert. Ef það er harðara (e. rough) heldur en það sem gengur og gerist hjá almenningi þá er það harðkjarna. Þannig að bretta fólk sem eingöngu svigar niður Kóngsgilið eru ekki harðkjarna“ skrifar smári stefánsson

Ég sviga niður kóngsgilið en ekki eingöngu. Pabbi svigar niður kóngsgilið, og er mjög sáttur við það og er ekki að sækjast eftir meiru en það, ég vona að enginn telji hann harðkjarna rennslismann.

kv.himmi