Re: svar: man vs. wild

Home Umræður Umræður Almennt man vs. wild Re: svar: man vs. wild

#51597
0310783509
Meðlimur

Hmmm… Jamm skemmtilegur var hann.

Að ferðast um ísland með tökulið =300.000kr
Að stökkva úr gæsluþyrlunni yfir hálendinu =150.000kr
Að koma fyrir heimaslátraðri kind á vergangi =50.000kr
Að veiða rjúpu í skóreim… ómetanlegt !! Eða á maður frekar að segja ÓMÖGULEGT ??

Það var líka ótrúleg tilviljun að hann fann hrúgu af rjúpna fiðri í móganum… Það var af því þar var hún skotin. Hún var STEIN dauð í gildrunni.

Ég horfði nú greinilega ekki á þennan þátt nógu vel en mér sýndist allar tökurnar vera frá Íslandi en það var all vel rokkað milli landshluta.

Þess má geta að sjálfsbjargarsérfræðingunum (e.Survival Experts) er getið í lok þáttar en það voru nú engir UIAGM snobbar, miklu betra en það. Jón Gauta Jónsson, Þór Kjartansson og Sigrún Nikulásdóttir voru þar á ferð, svo aurarnir lentu á klakanum í góðum höndum.

Kv. Ísfeld