Re: svar: Helgarspeijið!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Helgarspeijið! Re: svar: Helgarspeijið!

#53628
1210853809
Meðlimur

Ég, Tómas og Örvar fórum í Flugugil á Sunnudaginn. Aðstæður voru eins og að vori, mikið um ís á niðurleið og almennt vor í lofti. Fórum innst í gilið og klifruðum þar stutta leið sem byrjaði í töluverðum bratta en endaði í snjóbrekku sem lá upp á brún. Ekki erum við vissir hvort að leiðin hafi nafn eða gráðu en er á að giska WI 4.

Við kíktum því næst á Óríon sem var ekki í föstu formi á nokkurn hátt. Við létum því reyna á brattann vinsta meginn við Óríon. Leiðin sú samanstóð af stuttum höftum í byrjun og svo meiri bratta þegar ofar dró. Ísinn var af skornum skammti og eiginlega bara skel ofan á smá frauði. Ég fékk því litla æfingu í að setja inn skrúfur í þeirri leið. En ágætis skemmtun þó. Vitum við heldur ekkert um þá leið, hvað varðar nafn og gráðu.

Síðustu helgi fórum við í Múlafjall og fór þar heldur ekkert sérstaklega mikið fyrir ís þó einhver væri. Náðum við þó að klifra nokkrar leiðir og höfðum gaman af.

Kveðja, Jósef