Re: svar: HC-Andersen

#51052
Anonymous
Inactive

Ég hlélt að ég mundi aldrei segja það sem ég ætla að segja því ég var einu sinni algerlega heltekinn af því að ná sem bestum árangri(þegar ég var frjálsíþróttamaður) að ég gleymdi einu mjög mikilvægu atriði þ.e. að hafa gaman af þessu.

Það er sama hvað maður klifrar erfiðar leiðir, svo framarlega sem maður gleymi ekki að njóti þess sem maður er að gera. Ég leiddi mína erfiðustu klifurleið þegar ég var 46 eða 47 (man það ekki lengur) og klifraði mína erfiðustu leið á svipuðum aldri. Eftir það hef ég nú reynt að njóta þeirra fáu skipta sem maður kemst frá til að klifra og það er aðal atriðið. Að klifra fallega 4. gráðu í góðu veðri með skemmtilegum vinum er mikið eftirminnilegra heldur en að klifra sviplausa 6. gráðu í leiðinlegu veðri(ég segi nú varla með leiðinlegum klifurfélögum).
Klifurkveðjur Olli