Re: svar: Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

Home Umræður Umræður Almennt Flokkapólítík – kemur hún okkur við? Re: svar: Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

#47784
0309673729
Participant

Orð eru til alls fyrst. En að sjálfsögðu þarf að einnig að láta verkin tala. Á þeim 5 árum sem ég hef setið í stjórn ÍSALP hefur mikið verið skrafað — sumir meira en aðrir. Ekki hefur verið eins mikið um efndirnar, enda væri klúbburinn þá fjölmennari en Framsókn.

Að þessu sinni setti stjórn saman raunhæf markmið í formi verkefnalista á fyrsta fundi. Eitt af markmiðunum er að gera átak í aukinni kynningu og umfjöllun um ÍSALP út á við.

Ein af aðferðunum sem ég ætla að beita til kynningar er að fá ýmsa þekkta og minna þekkta til að skrifa pistla á vefinn um flest sem viðkemur fjallamennsku. Ég hef minnst á þetta við ýmsa og beðið um pistla — þá gjarnan um ákveðin málefni sem mér þykja forvitnileg. Menn þykjast ætla að hugsa málið. Ég vona að einhverjir pistlar nái á síðuna.

Hvað varðar pistilinn frá Umhverfisráðherra, þá sótti ég skriflega um styrk til uppbyggingu á síðunni og einnig um pistil ráðherra um samspil umhverfis og fjallamennsku. Ég fékk hvoru tveggja. Styrkurinn hljómaði upp á 150.000 kr.

Víst eru hugleiðingar um að halda fjallamennskunni sem grasrótarsporti rómantískar — en raunhæfar, nja. Menn geta ekki bæði sleppt og haldið. Það væri gaman ef sportklifrið fengi hlutfallslega miðað við ástundun jafn mikla styrki og fótboltinn. Þá væri alveg örugglega hægt að byggja löglegan keppnisvegg, og það fleiri en einn. Það væri líka gaman að setja saman digran leiðangursjóð, en ef við látum ekkert vita af okkur þá er það bísna erfitt. Og víst þætti mér vænt um ef að ég fengi styrk frá Ferðamálaráði til að gera meira úr ensku síðunum, í stað þess að þeir sömu láti nægja að vísa fyrirspurnum erlendra fjallamanna á editor@isalp.is.

Drengir og stúlkur, hvað finnst ykkur? Látið nú gamminn geysa. Endilega komið með málefnalegar spurningar til að demba á pólitíkusana!