Re: svar: Boltun

Home Umræður Umræður Klettaklifur Boltun Re: svar: Boltun

#47961
Siggi Tommi
Participant

Blessaður Guðmundur.
Leiðinlegt að þetta hafi farið svona hjá þér. Óska þér góðs bata!
Ég fór í Valshamar á sunnudaginn (áður en ég gafst upp vegna nístandi kulda og fór í Stardal) og sótti tvistinn í leiðina þína (Slabbið minnir mig að hún heiti). Þú hefur líklega misst af mögulegri klippingu í gamlan hálf ryðgaðan bolta dálítið vinsta megin við boltalínuna fyrir ofan boltann sem tvisturinn var í. Myndi ekki vilja detta fast í þann gaur en hann er vonandi betri en enginn þegar þyngdaraflið rífur í mann…
Ég er nú ekki vanur að sparka í liggjandi mann þannig að þú færð að sjálfsögðu tvistinn þinn við tækifæri. Annað hvort ættirðu að renna við hjá mér (sími 896 7319) eða þá gæti ég skilið hann eftir niðri í klifurhúsi (merktan þér t.d.).
Þess ber að geta að félagi minn tjónaði sig í Eilífi fyrir rúmu ári síðan. Missti fótanna á haftinu í miðjunni (ofan 4. bolta) og skrikaði niður slabbið með slaka úti. Hann lenti svo með rófubeinið á syllu fyrir neðan og tjónaði sig þó nokkuð í bakinu. Er sammála því að staðsetning bolta er ekki upp á sitt besta í þeirri leið. Gætið ykkar því þegar þið klifrið þessa leið!