Re: svar: Afrek helgarinnar?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Afrek helgarinnar? Re: svar: Afrek helgarinnar?

#52269
0304724629
Meðlimur

Við Eiríkur áttum góðan dag á Óshlíðinni og klifruðum leið sem ég og Ívar klifruðum líklega ´99. Hún fékk nafnið Seinfarinn og er 5. gráðu 100m. Efsti hlutinn er 70m með tveimur mjööög bröttum köflum. Skalf ansi mikið í höndunumí gærkvöldi og átti í miklum erfiðleikum með að setja bindingarnar á nýju skíðin hjá dótturinni…!

Eiríkur er með myndir og vonandi póstar hann þeim hérna í þetta frekar snúna „mínar síður“ kerfi. Það mætti poppa það upp og gera það einfaldara svo allar ferðasögurnar safnist meira á Ísalp síðuna en ekki á bloggsíður úti um allar trissur.

Það var svaka gaman að klifra í Mýrarhyrnunni um árið. Minnir samt að leiðin hafi verið skírð Abdominalis uppá latínu en Ingólfur var upptekinn við læknislestur þá. Stimmi fékk gott stykki í magann og steinhélt hann kjafti í smá stund!

Skyldi Ingólfur vera læknir í dag?

kv
rok