Re: svar: Af snjóalögum í Bláfjöllum

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Af snjóalögum í Bláfjöllum Re: svar: Af snjóalögum í Bláfjöllum

#51993
0801667969
Meðlimur

Föstudagur 30 nóv.

Talsvert hefur bætt í snjó s.l. sólarhring. Það gerði smá glufu í veðrið um hádegi í dag og sást aðeins upp í Fjall. Allur þessi snjór hefur pakkast í skjólsæla staði, t.d. neðri hluta Kóngsgils, Suðurgil og auðvitað í snjógirðingar. Annars staðar hefur snjó tekið úr brekkunum.

Allir ættu að geta fundið sér brekku við hæfi til að renna sér í. Hvet menn til að kíkja í Bláfjöllin um helgina ef veður leyfir.

Bendi mönnum sérstaklega á að skoða allan þann snjó sem safnast kringum girðingar t..d. í Norðurleiðinni.

Vek athygli á að þessi nýi snjór sest allur ofan á hart lag og verða menn því að huga að snjóflóðahættu.

Kv. Árni Alf.