Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

Home Umræður Umræður Almennt Aðalfundur Ísalp 2008 Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

#52488
2005774349
Meðlimur

Varðandi aðalfund.

Ég er sammála seinasta ræðumanni að ekki hafi verið rétt haft eftir henni varðandi orð hennar um samvinnu Ísalp og KFR. Einungis var sagt að KFR hafi ekki verið sátt við að umsjónaraðilar Ísalp hefðu farið áður en flestir fóru af hátíðinni (og því ekki staðið sína plikt) og því skilið tjaldsvæðið eftir í tiltektarhöndum Robba. Einnig fannst okkur að ekki hafi verið farið að tillögum okkar um framkvæmd helgarinnar.

Ég og Rafn mættum á Hnappavelli þessa helgi en kusum að tjalda í Þorgeirsrétt til að fá svefnfrið. Fáir aðrir sem stunda Hnappavelli reglulega mættu. Þó að klifurhátíð sem þessi ætti að vera helgi sem klifrarar, nýir sem gamlir, hittast þá fannst mér svo ekki vera í þetta sinn.

Einnig átti ég þó nokkurn hlut í umræðunni um klettaklifurhátíðina en mín er ekki getið þar. Ritari hefði mátt skrá skýrar hver mælti hvað.

Einnig finnst mér óþörf æsifréttastílsleg orðræða HB um hvort Ísalp haldi aðstöðu í húsakynnum Klifurfélags Reykjavíkur. Það er algerlega á hreinu að Klifurfélag Reykjavíkur hefur lýst yfir vilja sínum í þeim efnum að halda aðstöðu fyrir Ísalp í sínum framtíðarheimkynnum.

Ég skil heldur ekki hví Jóni Viðari fannst boð Kyrgistanfara ábyrgðarlaust. Mér finnst að það hljóti að felast ábyrgð og umhyggja í því að hringja í hina og þessa til þess að koma því til skila að þeir séu til í að aðstoða Ísalp við Tindfjallaskála (jafnvel þó þeir séu ekki á landinu (en það voru líka fleiri að leika sér á skíðum úti en þeir (sem er bara kúl()()()))). Stjórn vissi ekki einu sinni hvernig skálagjöld væru innheimt!

Að lokum þá vil ég óska nýrri stjórn velfarnaðar og taka það fram að þó að ég komi fram með ýmsar umvandanir og athugasemdir þá er það einungi vegna þess að ég vill veg Ísalp sem mestan eða bestan ( ;

Hjalti Rafn.