Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

#57843
0703784699
Meðlimur

hérhérhérÉg fjárfesti í http://www.quiverkiller.com/ og setti það undir skíðin og núna get ég skipt um skíði eftir færi en þarf bara að eiga einar bindingar, þeas færi þær á milli. Alger snilld og lausn sem´eg er búinn að bíða eftir lengi.

Ég lét þyngdina ekki skipta mig öllu enda hættur að klæðast spandex á fjöllum og slefa upp allar brekkur í kappi við tímann og fjárfesti því í Marker Duke bindingum (sparaði mér einhver 100g á því að kaupa ekki Duke sem ég þurfti ekki á að halda, þeas hærra DIN), þeas skíðabindingum með góða göngumöguleika.

Það er sennilega það sem þú ert að leita að, þeas Marker Baron/Duke binding, sérstaklega ef þú veist ekki hvað þú ert að leita að. En einsog PS sagði að þá er það lykillinn í því að kaupa sér búnað að vita hvað maður vill, hvað maður ætlar að eyða miklu og svo kíla á það. Þegar maður hefur njörvað niður valið þá er fínt að fá ráð hjá félaganum.

Annars eru að koma á markað núna í vetur bestu fjallaskíðabindingar sem sögur fara af. Því miður þá þurfti maður að vera PRO til að fá svoleiðis eintak í fyrra. Þær eru frá bæði Salomon og Atomic og heita annars vegar Salomon Guardian eða Atomic ??? (sömu bindingar bara frá mismunandi vörumerki, hvað viltu)
http://www.lockwoods.com/skis-ski-equipment/ski-touring-packages-touring-gear-touring-bindings-skins/salomon-guardian-16/prod_4832.html

Hef heyrt að þær séu það allra besta sem völ er á og það af hörðum skíðamönnum (hér og hér). Hvort það henti þér veit ég ekki en ég held að þetta verði bestu „overall“ bindingarnar og einu sem slái út Marker í fjalla-skíðabindingum.

Svo eru það Fritschi sem eru barn síns tíma að mér finnst, ekkert breyst í 15 ár og svo fyrir spandex kallana að kaupa sér Diamir (ég treysti þeim bara ekki, þó eru margir sem nota þetta í vinnunni, þeas við mikla notkun). Mér finnst þær bara svo veiklulegar þessar bindingar og svo þarftu líka að vera með nýlega skó, eða skó með sérstökum tágötum fyrir þær (sem reyndar flestir nýjir skór eru með).

Skíði? Þarft helst að eiga 3 pör amk fyrir mismunandi aðstæður, annars þarftu að gera málamiðlun og þar þarftu að gera upp við þig hvað það er sem þú vilt, hvað það er sem þú gerir, hvort þú vilt gott rennsli í púðri en ströggla í troðnum brautum eða öfugt osfrv (fórnarkostnaður einhver?)

Sýnist til dæmis K2 Factory Team (All Terrain Rocker) geta verið ágætis pakki með Salomon bindingunum?

Annars skiptir útlitið alltaf mestu máli og myndi ég því velja skíði útfrá glæsileika, fáránlegt að vera á réttu græjunum en líta illa út,

Hi