Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56255
Steinar Sig.
Meðlimur

Mjög góð lausn á FB væðingu Ísalp sem Andri bendir á. Mér leist illa á þegar ég sá að Ísalp setti upp FB síðu. Sá fram á að umræðan færðist þangað sem er verra held ég. En þessi lausn vekur athygli á umræðum hér án þess að stela umræðunum.
Andri Ómarsson wrote:

Quote:
Ég sæi fyrir mér því tvennt.
Að stofnuð yrði Ísalp síða á FB.
Þar mynd helstu fréttir, dagskrá og sniðugir umræðu þræðir vera póstaðir inn. Það myndi þannig minna fólk á okkur og þennan góða vef.
Þar getum við lokað alfarið fyrir allra umræður þar sem við viljum að þær fari fram á Isalp.is

Einnig að bæta við „like“ á allar síður Isalp.is. Rétt eins og allir íslenskir fréttavefir hafa gert. Þannig get ég like-að á einhverja skemmtilega umræðu eða frétt og allir mínir vinir á fésbókinni sjá hana.

Þannig fáum við fleirri inná vefinn og um leið mögulega fleirri virka þáttakendur.

Annars væri hægt að bæta isalp.is mikið með lítilli breytingu. Það þarf að lengja listann af umræðuþráðum sem birtast á forsíðunni. Nú sjást 10 þræðir og sá elsti er sjaldan meira en viku gamall. Þetta þýðir að góðar umræður geta dáið út ef nokkrar búnaðarauglýsingar eru settar inn. Það þarf ekkert að hræra í uppsetningunni á búnaðarsölu, bara lengja listann. Ég fer næstum aldrei inn á umræðusíðuna og býst við að fæstir geri það. Ef þráður er dottinn út af forsíðunni er hann horfinn í hafsauga.

Mér finnst alveg óþarfi að síðan reyni að halda uppi myndagalleríi. En það væri gott að safna myndum af leiðum. Tenging við leiðagrunn á Climbing.is gæti vel gengið. Annars hef ég reynt að sanka að mér myndum sem gætu nýst til þess að plana ferðir síðar meir. Slíkar myndir gætu vel átt heima í myndagalleríi hér á síðunni. Það er oft gott að plana ferðir með hjálp ljósmynda og korta. Þá ég við myndir eins og þessa. Ekki endilega flottar eða skemmtilegar myndir, heldur myndir af fjöllum.

Ein spurning. BookBank, hvað er það? Sýndist þetta vera öll Ísalprit niðurhalanleg og leist vel á. En það virðist ekkert virka.