Re: Re: Sjálfhelda í Grýtuhrygg

Home Umræður Umræður Almennt Sjálfhelda í Grýtuhrygg Re: Re: Sjálfhelda í Grýtuhrygg

#57516
2802693959
Meðlimur

Þetta er góð spurning Árni minn. Það fer engin í skó heimamanna þegar kemur að míkróleiðarvali og ætti því að vera eðlilegt og sjálfsagt að ráðfæra sig við þá. En ætli það verði ekki haldin samráðsfundur þeirra sem komu að þessu mikla útkalli og niðurstaða hans „að hafa samband við heimamenn … sér í lagi Árna frá Stóru-Mörk… fyrir næstu leit“. Kannski verður niðurstaðan skrifuð á A4-blað. Tel þó litlar líkur á að nokkuð breytist… ekki fyrr en utanaðkomandi fagaðilar fara að taka einhvers konar „lögreglu“ skýrslur og kafa ofan í kjölinn á ástæðum og eðli. Reyndar held ég að þetta verði aðeins leyst með óháðri „Rannsóknanefnd óbyggðaslysa eða björgunarmála“ eða einhverju slíku líkt og tíðkast í umferðarslysum, sjó- og flugslysum. Þá komumst við kannski á næsta stig.