Re: Re: Munur á dyneema sling og Nylon

Home Umræður Umræður Almennt Munur á dyneema sling og Nylon Re: Re: Munur á dyneema sling og Nylon

#57380
Arni Stefan
Keymaster

Það er ekki alveg sambærilegt. Slingurinn tapar helming af styrk sínum þarna í fullkomlega statísku kerfi sem verður fyrir höggi (shock load). Þar sem hann tognar ekkert og dregur þar með ekkert úr högginu. Í þeim tilfellum sem slingar eru notaðir í akkeri er línan hluti af kerfinu og þar með hellings dempun. Fyrir þetta tilfelli, þar sem mikil dempun er í kerfinu væri nærri lagi að prófa að slíta svona sling með hnút í tjakk (slow pull test). Ég hef ekki séð neinar slíkar mælingar, spurning hvað kæmi út úr því (væri mögulega hægt að prófa þetta uppí háskóla, þar er stór tjakkur).

Ég er samt fullkomlega sammála niðurstöðunum úr vídjóinu, en ég er bara ekki viss um að þær eigi við í því tilfelli sem þú stilltir upp Robbi.