Re: Re: Ferðaþjónustan – gistináttaskattur

Home Umræður Umræður Almennt Ferðaþjónustan – gistináttaskattur Re: Re: Ferðaþjónustan – gistináttaskattur

#57254
Skabbi
Participant

Ég skildi það nú ekki svo að Árni væri að halda því fram að þeir einstaklingar sem vinni í ferðaþjónustunni væru ekki að greiða nóg til samfélagsins. Er þetta ekki frekar spurning um það hvort ferðaþjónustan sem atvinnugrein skili því til ríkiskassans sem hún ætti að gera?

Útgerðin borgar skatta af launum sjómanna og starfsmannna í landi, virðisauka af olíu og skatt af söluhagnaði á útfluttum afurðum. Þar að auki borgar útgerðin auðlindagjald vegna þess að hún nýtir sameiginlega auðlind allra landsmanna, fiskinn í sjónum.

Ferðaþjónustan borgar vissulega skatta eins og aðrar stéttir, bæði launatengd gjöld og virðisauka. Báðar þessar greinar skila líka gjaldeyri til landsins sem ekki er vanþörf á. Ferðaþjónustan nýtir sér lika takmarkaða auðlind, náttúru Íslands, sem líka er eign allra landsmanna eins og fiskurinn. Við vitum það öll að staðir á borð við Gullfoss, Geysi, Landmannalaugar og Skaftafell verða fyrir verulegum átroðningi vegna þessa.

Hver er grundvallarmunurinn á þessum tveimur atvinnugreinum? Okkur finnst flestum sjálfsagt að útgerðin borgi aukalega fyrir afnot á auðlindinni, af hverju finnst okkur ekki sjálfsagt að ferðaþjónustan borgi fyrir afnot af annari auðlind?

Málið með FÍ er svo allt önnur Ella…

Skabbi