Re: Re: Boltun klifurleiða – fræðsluefni

Home Umræður Umræður Klettaklifur Boltun klifurleiða – fræðsluefni Re: Re: Boltun klifurleiða – fræðsluefni

#57693
Hrappur
Meðlimur

Ég er nú ekki endilega sammála því sem sagt er um heit-galvaniseraða bolta og ryðfríar hengjur enda er tæringin sem sýnd er á myndinni ekki vegna mismunandi spennu-raðar efnana heldur vegna þess að zinkið hefur marist af og endinn á boltanum hitnað þegar hann var barinn inn. Róinn, boltinn og skrúfgangurinn eru ótærð enda varin zinki. Svona bolta/hengju samsetning hefur í flestum tilfellum enst í yfir 20 ár sem ætti að vera sá tími sem boltar eru endurkoðaðir og yfirfarnir hvort sem þeir eru ryðfríir eða ekki.