Re: Fundarsköp

Home Umræður Umræður Almennt Hvernig fór í gær? Re: Fundarsköp

#51127
Skabbi
Participant

Aðalfundur fór vel fram, rúlega 30 manns létu sjá sig. Unnið er að því að skrifa formlega fundargerð, en þangað til hún birtist á vefnum get ég upplýst þig, og aðra, um eftirfarandi mál:

1) Utankjörfundaratkvæði voru ekki tekin gild á þessum fundi, ný stjórn mun kanna það mál fyrir næsta aðalfund.

2) Freyr Ingi Björnsson var kosinn formaður ÍSALP

3) Þorvaldur Þórsson (Olli) er sá eini sem situr úr stjórn síðasta árs. Aðrir komu nýjir inn, þeir Viðar Helgason, Sveinborg Gunnarsdóttir, Smári Stefánsson, Ágúst Steinarsson og undirritaður, Skarphéðinn Halldórsson.

4) Stefnuskrá ÍSALP er enn sú sama, hvernig ný stjórn mun útfæra hana mun koma í ljós.

Annars þakka ég húsfreyju gott boð en á því miður ekki heimangengt. Vonast til að sjá hana á festivalinu, þá gjarnan með súra kýrfótinn.

Allez!

Skabbi