Árnessýsla

Undir Árnessýslu falla nokkur svæði með stökum eða fáum leiðum. Helstu svæði innan Árnessýslu eru

Hveragerði

Í nágrenni Hveragerðis eru ágætis byrjendavænar leiðir með stuttri aðkomu. Í ársriti klúbbsins frá 2007 er mynnst á eina klassíska leið þar.

Ingólfsfjall

Í Ingólfsfjalli er allt fullt af alskonar giljum og skorningum, hellingur af viðfangsefnum þar. Einnig er bergið þar bara ágætt á íslenskan mælikvarða.

Rauðsgil í Reyholtsdal

Fyrir miðjum Reykholtsdal sunnanverðum liggur Rauðsgil. Eftir gilinu sjálfu rennur Rauðsgilsá, sem líklega er það vatnsmikil að ekki myndist í henni klifranlegir ísfossar nema hugsanlega í allra mestu frostaköflum. Allmargir fossar og fallegir stallar eru í ánni. Aftur á móti koma á nokkrum stöðum fram mýrarlækir í jöðrum gilsins og mynda klifranlega fossa. Tvær leiðir hafa verið klifraðar í austur vegg gilsins og ein í vesturvegg þess. Leiðirnar austan megin eru eiginlega bara sitthvor lænan upp sama mýrarlækinn en voru hvor um sig leidd hlið við hlið. Aðkoma að gilinu er auðveld upp með því hvoru megin sem klifra skal (erfitt getur verið að komast yfir ána í gilinu þó að dæmi séu þess að það hafi tekist næstum þurrum fótum). Síga þarf af brúninni niður að upphafi leiðanna. Tryggingar á brúninni eru erfiðar beggja megin og gott að vera með vörtusvín, drive inn, spectrur, auka axir eða annan búnað sem hentar vel í gras og mold. Í gilinu eru ekki eru margar aðrar augljósar áhugaverðar línur en þessar, nema að menn séu í leit eftir þunnum ósamfelldum ís og heldur lélegu grjóti þess á milli. Staðsetning leiðanna er u.þ.b.
N64°38.946‘
V21°12.426‘
(64.6491°, -21.2071°).

-…

Mikið er enn af óklifruðum eða ófundnum leiðum á svæðinu.

Leiðarlýsing

Frá Reyjakvík er keyrt austur yfir Hellisheiði eða í gegnum Þrengslin ef svo ber undir. Um það bil 30 min eru á milli Reykjavíkur og Hveragerði.

Kort

Comments

Skildu eftir svar