Bjarnheiður (Bea)

Svör sem þú hefur skrifað

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Videoþráður #65179
    Bjarnheiður (Bea)
    Participant

    Endurvek þráðinn hans Ága/Sissa til að deila með öðrum trad klifrurum þessari mynd um sögu klifurs í Bohuslän í Svíþjóð frá 2010 Crackoholic að nafni. Hún er reyndar í dálítið lítilli upplausn en spennandi engu að síður….

    in reply to: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. #61897
    Bjarnheiður (Bea)
    Participant

    Heyrðu jú, það heita Búahamrar! Það er þarna klettur uppi í hlíðinni sem heitir Búi og hamrarnir heita eftir honum.

    in reply to: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. #61834
    Bjarnheiður (Bea)
    Participant

    Takk fyrir að bolta þetta!

    Við fórum fjögur og klifruðum Ugluna og Stúlkuna í turninum í gær. Uglan er 13 boltar og svakalega mikið laust efni í henni og mosi. Við hreinsuðum allt upp í höfuðkúpustærð á hnullungum úr leiðinni en enn þarf að hreinsa meira og næst mætum við með vírbursta. Ofarlega (minnir það hafa verið neðan næstefsta boltans) er stórt flykki sem dúar og í því laus tök. Mögulegt að einhver geti farið þarna og hrint því öllu niður? Það er ca. 90 cm á breidd.

    Okkur Rob sem byrjuðum á Uglunni fannst Stúlkan í turninum öruggari (minna laust efni) en Paavo og Ágústi Kristjáni sem byrjuðu á Stúlkunni fannst öfugt svo hugsanlega er það spurning um upphitun og hreinsun!

    Varðandi gráðun þá er ég of mikill byrjandi til að geta dæmt fullkomlega en ég held að þetta sé rétt gráðun þegar búið verður að hreinsa leiðirnar betur.

3 umræða - 1 til 3 (af 3)