Ágúst Þór Gunnlaugsson

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 51 til 75 (af 193)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Verndaraaetlun Umhverfisradherra #56451

    Ég er búinn að vera að glugga í Verndaráætlunina. Við fyrstu sýn virðist ekki vera mikið um breytingar sem snerta þá sem stunda fjallamennsku í Öræfunum. Sem dæmi eru engar breytingar á banni við umferð ökutækja á Öræfajökli eða höft á staðsetningu tjalda í Esjufjöllum sem áður hafa verið sett.

    Umræðan víða á alnetinu um þessa skýrslu er vægast sagt á lágu plani. Ég hvet alla til að lesa skýrsluna því hún gefur góða mynd af því hver tilgangur er með þjóðgarði eins og Vatnajökulsþjóðgarður er. Það er hins vegar mjög slæmt ef að forvinna að svona mikilvægu plaggi hefur ekki verið nægilega góð og samstarf við hagsmunaaðila ekki verið sem skildi.

    Þeir sem hafa haft hæst í kringum þessa áætlun hafa alveg sleppt því að minnast á 3 nýja vegi sem til stendur að leggja innan þjóðgarðsins. Þar af er einn vegur sem á að liggja að gamla farvegi Skeiðarár við Jökulfell.

    Kveðjur úr Skaftafelli
    Ági

    ps. Annars var þetta útsýnið á skrifstofunni í dag.
    skama_032b.jpg

    in reply to: Myndasýning: Alaska #56384

    Vei vei

    Ég mæti.

    Ági

    in reply to: Nýir gönguskór? #56131

    Halló

    Ég er ekki Scarpa maður í gönguskóm.

    Átti í mörg ár Meindl Island sem voru alveg hreint æðislegir,en svo gáfu þeir upp öndina.

    Prófaði Scarpa skónna sem allir eiga, Ladakh, því að ég hafði heyrt vel af þeim látið.
    Vonbrigðin voru mikil því þeir pössuðu engan veginn á mínar lappir
    og svo hef ég heyrt að gæðin í framleiðslunni hafi dalað seinni ár.
    Að endingu seldi ég þá fyrir 3 árum og hef ekki átt hálf stífa gönguskó síðan.

    Það sem ég nota núna er La Sportiva Makalu í allt nema ísklifur og vetrarfjalla/jöklaferðir.
    Þeir eru á milli þess að vera alstífir og hálf stífir sem hentar mér vel því ég fór síðast í bakpokaferð haustið 2008.
    Það er hægt að nota smellubrodda með þeim en sólinn er ekki eins stífur og t.d. Scarpa Freney eða á öðrum alstífum.
    Þetta er sú týpa af La sportiva sem mér sýnist endast best. Endast betur en Nepal Evo og svipað og Nepal Exrteme.

    Svo er geta sérsniðin innlegg gert gæfumun, sérstaklega fyrir þá sem vinna við það að labba.

    Svo á ég strigaskó frá þessum. Þeir eru einnig með vandaða gönguskó á 2007 verði.

    Ági

    ps. Hvar hafa menn verið að láta endursóla gönguskó og alstífa? Er með gamla góða Salomon sem mættu alveg fá nýja sóla bráðum.

    in reply to: Undirskrift á spjallsíðum #56052

    Jiiii hvað þú ert klár!

    in reply to: Til hvers isalp.is? #56003

    Halló

    Ég verð víst að játa að hafa hent fram spurningu um hjálma á facebúkk síðuna mína. Svörin sem ég fékk voru nokkuð góð en eftir á að hyggja hefðu fleiri haft gagn og gaman af þeirri umræðu.

    Virknin hér á vefnum hefur verið nokkuð góð að mínu mati. Það sem mér finnst hins vegar miður er að í haust þá voru menn frekar latir við að deila upplýsingum um aðstæður hér á spjallið. Það er mál sem er allir ættu að vera sammála um. Upplýsingar um aðstæður á hinum ýmsu svæðum rötuðu ekki á vefinn og of oft var maður að lesa um aðstæður inni á facebook.

    Lifi isalp.is

    Ági

    in reply to: Charlet moser Pulsar Klifur axir #55983

    Ekki vera svona reiðir strákar.

    Mér finnst 20 þúsund fyrir nánast ónotaðar ísaxir ekki vera mikið þó svo að hönnunin sé úrelt. Þið fáið ekki tvær ísskrúfur úti í búð fyrir sama pening.

    Pulsar eru vel nothæfar fyrir byrjendur en fólk myndi samt líklegast vilja uppfæra í eitthvað nýrra eftir 1 til 2 vetur af klifri. Hafið þið ekki lesið Ice World og séð Jeff Lowe klifrar Octopussy (M8), berhentur með Pulsar?

    Er annars sammála Sissa með nælonið

    Kv
    Glaði maðurinn

    in reply to: Nýjar ísleiðir 2010-2011 #55953

    Blindagata – WI 3-4 55 m

    FF 6.12.2010. Ágúst Þór Gunnlaugsson, Björgvin Hilmarsson & Ívar Freyr Finnbogason

    Staðsetning: Stekkjagil í Haukadal. Þegar að komið er inn í botn aðkomugilsins er leiðin hægra megin við fossinn sem leiðir klifrara upp að aðalleiðunum í Stekkjagili

    Lýsing leiðar: Tæplega meters breið renna sem endar í grasbrekku. Þar var tryggt utan um stóran stein en ekki reyndist unt að komast upp að stóru leiðnunum eins og vonir höfðu staðið til.
    Leiðin var klifruð í mjög þunnum aðstæðum og er ábyggilega auðveldari þegar að meiri ís er.

    Niðurleið:
    Sigið niður á V-þræðingu.

    Myndir úr blindgötu

    in reply to: Aðstæður. Taka 2 #55909

    Smá rapport um aðstæður á SA-landi eftir tvo skottúra austur í Öræfi bæði í gær og í dag. Svo virðist sem hlákan hafi ekki snert mikið við
    ísnum austan við Mýrdalssand og lítið vantar uppá að leiðirnar í kringum Klaustur séu klifranlegar. Ís alla leið frá Vík og austur í Öræfi þó hann sé þunnur en líklega eru leiðir í skugga í fínum aðstæðum. Sá ekki ís í Morsárdal í gær en fossarnir við gönguleiðina inn að Skaftafellsjökli voru þunnir (stutt að labba ef menn setja 4 tíma í bíl ekki fyrir sig!)

    Það er ekki mikið af snjó á svæðinu þannig að lítið mál er að keyra inn veginn að Laka og skoða gljúfur þar sem ekki hafa verið skoðuð. Svo er einnig hægt að fara veginn inn að Miklafelli frá Þverá en á þeirri leið eru fossar sem aldrei hafa fengið heimsóknir.
    Svo er flottur foss í austanverðum Lómagnúp sem hefur ekki verið skoðaður að vetri til en ég labbaði undir í sumar og það er ábyggilega flott leið að vetri til. Sá í það minnsta eitthvað af ís við þann foss í dag. Fullt af leiðum í Fljótshverfi sem bíða eftir að fitna aðeins og þá rýkur svæðið í aðstæður.

    Spáin fyrir suðurlandið er góð. Ég ætla alla vega að reyna að fara austur á mánudag ef spáin gengur eftir.

    Kv. Ági þjóðvegaflakkari

    ps. Í guðs almáttugs bænum lítið í kringum ykkur. Það eru fleiri og betri leiðir sem fara snemma í aðstæður en þessi blessaði Spori.
    Leiðin Hrynjandi hinum megin í Kjósinni er svo tífalt skemmtilegri en þessi spræna.
    Flestir búlderprobbar í Klifurhúsinu hafa meiri karakter en Spori.

    in reply to: Fetlalausir fetlar #55908

    Ég á svona frá Grivel og hef notað þetta smávegis. Hef ekki lent í neinum vandræðum með þessa spotta og þeir eru alveg klárlega málið í löngum leiðum.

    Ági

    in reply to: Fyrsta ísklifur vetrarins #55705

    Vel gert piltar!

    in reply to: GPS græjur #55632

    Ég hef notað Garmin Etrex vista með Íslandskorti og það hefur þjónað mér vel. Einfalt og étur ekki rafhlöður eins og mörg tæki.

    Ég lít á alla auka fídusa og meiri þyngd sem ókost.

    Ági

    in reply to: Hver hefur crossað Ísland vestur/austur? #55631

    Ég held að Arngrímur Hermannson og einhverjir fleiri úr Flugbjörgunarsveitinni hafi gengið frá Héraði og í Borgarfjörð í kringum 1970. Það væri þá helst að hafa samband við hann.

    Ági

    in reply to: Hver gleymdi…? #55453

    9 Garðbæingar skruppu á Þverártindsegg. Skemmtilegt fjall það. Stutt og bratt.

    Ági

    in reply to: Hringferð climbing.is #55243

    Glæsilegar myndir hjá þér Gummi.

    kv. Ági

    in reply to: Ísklifur um helgina í stað festivals #55223

    Sæll nafni. Heyrðu já það er fullt af skemmtilegu hægt að gera þarna. Við gengum upp frá Hvalvatni og þaðan er ekki nema klukkutíma gangur að Súlunum. Klifrið var það sem ég býst við að kallist skoskt. Þunnur ís utan á klettunum og hart „neve“ þess á milli. Frekar tortryggt (lesist tveir sæmilegir fleygar og ein drasl skrúfa á 50 metra spönn). Klifrið sem við völdum var nú samt frekar létt þannig að þetta var allt í lagi. Tvær spannir af klifri skiluðu okkur á toppinn rétt fyrir sólarlag.

    Setti inn nokkrar myndir hér.

    Man ekki eftir neinum leiðarvísi, sem gerir þetta bara ennþá áhugaverðara.

    bk. Ági

    in reply to: Ísklifur um helgina í stað festivals #55221

    Á laugardag fór ég á fjöll ásamt Bergi og Tomma úr Hafnarfirði. Í bjartsýniskasti brunuðum við upp í Þórisjökul og enginn var ísinn þar. Í staðinn fóru við í Botnsúlur og klifruðu norðurhlið Háusúlu. Það var hið skemmtilegasta klifur í frábæru umhverfi og snilldar veðri.

    in reply to: Bakpokar #55181

    Ég held að 30 lítrar sé almennt of lítið fyrir ísklifur og fjallamennsku. Keypti mér fyrir ári 35 lítra Mammut poka og hann hefur dugað ágætlega fyrir sumarferðir og stöku ísklifurferðir, það fer eiginlega eftir hvort ég tek dúnúlpuna með eður ei.

    45 lítra er mjög góð stærð fyrir bakpoka held ég. Ekki of stór fyrir sumarið og ekki of lítill fyrir vetrarferðir. Miðað við það sem ég hef séð og heyrt myndi ég segja að Deuter Guide sé einn af betri pokunum sem fást út úr búð á skerinu í dag. Þeir sem hann eiga láta vel af er virðist vera sterkur og vel hannaður.

    kv. Ági

    in reply to: Skíði til sölu #55122

    Skíðin eru seld

    in reply to: Skíði til sölu #55117

    Bílskúrinn er ekki vandamálið. Hins vegar vil ég geta stigið inn í kompuna sem er inn af bílskúrnum. Ekki vantar einhverjum Meindl Island gönguskó í stærð 45 með sléttum sóla og götóttum tám?
    Eða hásingar undan Willys?

    Ági

    in reply to: X-games meistari #55113

    Hann var flottur, náði á baksíðun á Mogganum í dag.

    in reply to: Aðstæður #55099

    Keyrði í gegnum Öræfin í gær. Þar virtist einver ís hafi lifað af hlákutíðina, en ekki var hann mikill.

    in reply to: Polar Cicus #55084

    Polar Circus er suddalega flott leið. Hér er video frá 1995, þegar að Charlet moser Pulsar og Simond Pirahna voru aðal græjurnar.

    in reply to: Óska eftir framtönnum á Grivel Rambo brodda #55029

    Er þetta ekki til í Útilíf í Glæsibæ?

    in reply to: Brynjudalur #54997

    Tja, við vorum 3 í Flugugili á sunnudag og tókum ekki eftir neinum öðrum.

    Ági

    ps. Ég, Gunni Magg og Hrönn Ólafs klifruðum leiðina beint á móti Spora í gær( sömu og Freyr og félagi á sunnudag). Hún var bara fín svosem.

    psps. Er einhver laus í klifur á morgun, miðvikudag? Langar að ná einum degi í viðbót fyrir hlákuskotið. S: 695 3310

    in reply to: Ísklifurvettlingar. #54975

    Punisher eru góðir, en kosta sitt.

    Eitt system sem ég hef verið að prófa er að hafa þunna flísvettlinga undir OR Vert glove. Það hefur verið að koma ágætlega út.

    Tegera leður vettlingarnir eru ekki spes að mínu mati. Skítkaldir þegar þeir blotna og leðrið endist frekar illa. Eru samt fínir fyrir mixklifur. Til eru dýrar Tegera með gúmmíi í stað leðurs. Þeir eru ögn skárri en hinir.

    Ági

25 umræða - 51 til 75 (af 193)