Páll Sveinsson

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 26 til 50 (af 317)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Hraundrangi -uppáferðasaga #57899
    Páll Sveinsson
    Participant

    1981 Fórum við Broddi bara tveir. Þetta hafa verið tvær ferði.
    1982 Vorum við Broddi líka bara tveir.
    1991 Var ég með í hópreiðinni. Ég man ekki hverjir voru þarna en þetta var HSSR ferð.

    in reply to: Glymsgil #57869
    Páll Sveinsson
    Participant

    Rakst á þetta glóðvolgt.

    in reply to: Glymsgil #57865
    Páll Sveinsson
    Participant

    Skabbi. Hrein snild.
    kv. P

    in reply to: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? #57848
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég er á Rossignol S3 168 128/98/118 Twin Dip, Marker Baron og Scarpa Mobe.
    Þetta valdi ég eftir að hafa metið hvað mig langaði að skíða.
    Í mínum huga er niðurleiðin það sem skiptir máli og er alveg til í að söffera á uppleiðini.
    Ég keypti skíðinn og bindingarnar í Útilíf á vorútsölu og skóna hjá Dóra á hefðbundnum 20% afslátti.
    Í staðinn er ég búinn að fá topp þjónustu hjá Gauta í Útilífi og Fjallakofinn sér um sína. Það hefur ekki veit af eiga þetta lið að.
    Það var alveg sama hvað ég googlaði mikið það var engið leið að fá þennan búnað ódýrari nema á útsölu erlendis og finna leið að koma þessu dóti heim undir hendini og fá vaskinn endurgreiddan.
    Þetta dót kostar bara sitt.

    Í mínum skíða hóp er ég á tunnustöfum. Flest allir eru á lengri og breiðari skíðum.
    Það hefur komið oftar fyrir að mig langar í meira flot heldur en meira grip.

    kv. P

    in reply to: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? #57842
    Páll Sveinsson
    Participant

    Sorry Ingimundur.
    Þú færð jafn mörg svör og mennirnir eru margir.
    T.d. eru engar líkur á að skíðin mín mundu passa þér.
    Það getur enginn sagt þér hvaða skíði á að kaupa fyrr en þú hefur skoðanir á hvað þú villt skíða. Að „skíða á íslandi“ er ekki mjög nákvæmt.

    Prófaðu að Googla:
    how to buy skis
    how to buy ski boots
    how to buy ski bindings
    how to ski

    Þetta lið kann mikklu betur að útskýra hvað er hvað í skiðaheiminum en ég.

    kv. P

    in reply to: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? #57840
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þú færð aldrei skíði sem virka í allt.
    Þú getur fengið þér skíði sem virka þokkalega sem oftast en það er ekkert gaman.

    Flestir vilja skíði sem virka frábærlega þegar þú hittir á góða færið á fullkomna deginnum og þú átt heimin. Þetta eru brekkurnar sem þú mannst.

    Hina dagana ert þú hvort sem er bara að æfa þig eða situr bara heima.

    kv. P

    in reply to: Þríhnjúkagígur enn í fréttum #57821
    Páll Sveinsson
    Participant

    [attachment=459]2012-08-0509.03.11.jpg[/attachment]
    Það mætti erlendur hellakönnuður með sína línu í vinnunna til mín. Við fundum tíma milli ferða til að hann fengi að síga og júmma sýna drauma ferð. Ég græaði línuna svo hún mundi ekki trufla annað setup. Hann var alsæll og sagðist aldrei hafa farið svona langt í einu droppi.

    Ég er nú ekki að mæla með að fá einhverja hersingu af liði á svæðið til að síga í gíginn en endileg hafið samband ef þetta er á döfini og sjáum til hvort ekki er hægt að finna tíma sem passar öllum.

    kv. P

    in reply to: Vorskíðun #57780
    Páll Sveinsson
    Participant

    Fyrir þá sem fá aldrei leið á mér og mínu monti þá er hér myndband.
    http://www.youtube.com/watch?v=4SB4ThwwtLQ
    kv. P

    in reply to: Vorskíðun #57769
    Páll Sveinsson
    Participant

    Snæfellsjökull frá Dagverðará.
    Færið var ruglað flott. Nýlega fallin snjór ofan á stífu gömlu lagi og svo vorskíðun þegar neðar tók. Við löbbuðum ca. 500 m. til að komast í snjó en það má keyra nær fyrir lata.

    kv. P

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57734
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég rakst á þetta á fésinu frá einum úr hópnum.

    Það ganga miklar tröllasögur af svaðilför á hnúkinn um síðustu helgi. Eftir að hafa lesið lýsingarnar vil ég segja eftirfarandi. Ég var í ferðinni. Þetta var mín fyrsta ferð á jökul. Ég fann aldrei fyrir óöryggi eða hræðslu og ekki varð mér kalt. Ég fékk ítarlegar leiðbeiningar frá leitoga hópsins sem hefur farið um eða yfir 20 ferðir á hnúkinn áður.Ég fylgid þeim. Það skall á blindbylur á meðan við vorum þarna uppi og við fórum varlega í að fara niður. Við glímdum við sprungur og við glímdum við veður og tóm batterý en fyllsta öryggis var gætt allan tímann. Engin óþarfa áhætta tekin og ég færi með leiðtoga hópsins aftur á morgun á hnúkinn ef sú staða kæmi upp. Hann stóð sig frábærlega við erfiðar aðstæður. Allar ákvarðanir hans voru skynsamlegar og teknar með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hættið að tala og farið á toppin sjálf.

    kv. P

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57727
    Páll Sveinsson
    Participant

    Gaman af svona hálfsögðum sögum. Þær gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.

    Hvernig er það Ívar átt þú ekki nokkrar svona sögur frá þér og þínum vinnufélögum sem þig langar að deila með okkur?

    kv. P

    in reply to: Vorskíðun #57704
    Páll Sveinsson
    Participant
    in reply to: BÍS mót í klifurhúsinu #57683
    Páll Sveinsson
    Participant

    Hum. þetta gæti nú verið áhugavert.
    Verst hvað tólin hafa verið lítið notuð undanfarið.

    kv.P

    in reply to: Skarðatindar #57643
    Páll Sveinsson
    Participant

    Best að ég svari strax að það var asnalega spurt að Hardcore væri að fara eitthvað gamalt og marg klifið.
    Að sjálfsögðu féll gömul lína sem margir hafa horft á en ekki þorað.
    Það þurfti alvöru jaxla til að klára þessa línu.

    En og aftur til lukku félagar.
    Bíð spentur eftir krassandi lýsingarorðum.

    kv.
    P

    in reply to: Skarðatindar #57641
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta var svo hógværð athugasemd frá Bjögga að það hvarlaði að mér smá stund að þið hefðu verið i hvöld göngu.
    En það er gott að heira að gamli góði Hardcore hefur engu gleimt.
    Hvorki hug eða hönd.

    Til hamingju með þetta!
    Stóðst þessi gamla góða leið væntingar eða fóruð þið gamla drauminn þinn?

    kv.
    P

    in reply to: Skarðatindar #57639
    Páll Sveinsson
    Participant

    Hvor hliðin?
    kv. P

    in reply to: Vorskíðun #57637
    Páll Sveinsson
    Participant

    Upp vinstra megin í gilinu og niður til hægri.
    [attachment=426]ypsilonid.gif[/attachment]

    in reply to: Vorskíðun #57633
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég fór í Grafardalin eftir vinnu í gær. Elti förin eftir Otto upp. Þetta gil hefur gengið undir nafninu ufsilon (sem sumir kalla ypsilon). Skíðaði niður hægri línuna. Færið var aðeins of hart efst fyrir mig. Ég get ekki beðið efir að fara þetta aftur í linara færi.
    http://www.youtube.com/watch?v=4reLf7HtKeY

    kv. P

    in reply to: Telemakfestivalið #57621
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta var gaman.

    in reply to: Verðmunur á skinnum #57602
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ekki það að ég sé að réttlæta verðið í Fjallakofanum en þú verður að hafa allt upp á borðinu. Er sangjart að bera saman útsöluverð á netinu við fullt verð annarstaðar? Eru þau ekki á 20% afslætti þessa dagana hjá Dóra?

    kv.
    P

    in reply to: Telemakfestivalið #57601
    Páll Sveinsson
    Participant

    Dómaraskandall.
    Hvor vann þetta round?
    http://www.youtube.com/user/pallsveinsson?feature=mhee

    kv.
    P

    in reply to: Telemakfestivalið #57599
    Páll Sveinsson
    Participant

    Smá klipp.
    Meira á leiðinni.
    Ég hef nú ekki lent í eins mögnuðu geimi í manna minnum.

    http://www.youtube.com/watch?v=7525GArtolY&list=UU8SkROnaFb27DOu9TDrkoYQ&index=1&feature=plcp

    kv.
    P

    in reply to: Ísfestivalsflopp #57528
    Páll Sveinsson
    Participant

    Eins og það er stutt á Ísafjörð þá er það langt að fara ef það er skítaveður, bullandi snjóflóðahætta og enginn ís. Mig grunar að þetta lið sem er að fara vestur séu þar vegna þess að þetta er eini staðurinn á þessu skeri með klifranlegum ís.

    Það vantar sárlega leiðarvísi fyrir okkur sófaklifrara að flétta í og plana ferðir sem aldrei verða farnar.

    Hvernig væri það Rúnar að byggja upp smá stemningu og stilla upp svona topp tíu lista sem allir verða að fara? Hver veit nema kallin standi upp úr sófanum og mæti á svæðið einn daginn.

    kv. P

    in reply to: Fréttir af ammerísku ísklifrurunum #57523
    Páll Sveinsson
    Participant

    Smá öfund.
    Magnað að sjá allan þennan ís.

    kv.
    P

    in reply to: Aðalfundur 2012 #57450
    Páll Sveinsson
    Participant

    Fundurinn rann ljúft að vanda.
    Mikið og merkilegt hvað fámennur hópur getur blaðrað mikið og lengi um málefin klúbbsins.

    Treysti á að fundaritari byrti helstu hápunktana fljótlega.

    kv.
    P

25 umræða - 26 til 50 (af 317)