Páll Sveinsson

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 276 til 300 (af 317)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Myndir frá grjótglímu. #49176
    Páll Sveinsson
    Participant

    æææ.

    Þessi keppni fór alveg fram hjá mér.

    Mæti næst.

    Palli

    in reply to: Útgerð á kostnað áhugamanna #49119
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þeir meiga nota „allar“ þær leiðir sem ég boltaði.
    Njótið vel.

    Hvaða áhyggjur eru þetta.
    Það kaupir engin þessa ferðir hvort sem er.

    Palli

    in reply to: Er búið að bolta Indíánann ? #48892
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta átti að vera kaldhæðni.

    in reply to: Eftir fund #48875
    Páll Sveinsson
    Participant

    Tilgangur skrifa minna hefur alltaf verð að skoða möguleika á betri nýtingu á dalnum. Þó að mín skoðun að bolta í dalnum sé klárlega leið til þess er það kannski ekki endilega rétta leiðin.

    Á fundinum á miðvikudag komu margar og misjafnar skoðanir í ljós.

    Ef ég reyni að draga það sem mér fannst augljóst.

    Það er búið að byggja upp góða klifuræfingaaðstöðu í Reykjavík. Það er búið að fjölga verulega þeim sem æfa þetta sport og margir af þeim hafa skriðið út úr holuni og reynt fyrir sér í klettum. Eini staðurinn í nágreni Rvk. sem hefur getað tekið við þessu liði er Valsahamar. Þar endist enginn til lengdar.

    Það er ekkert svar að segja við gerðum þetta og hitt. Kaupið hentur eða farið á Hnappavelli.

    Við þurfum að finna lausn á þessi máli.

    Hugmyndir sem komu fram á fundinum voru t.d.
    1.Græa fleiri leiðir í nágreni borgarinnar.
    2.Kenna nýgræðingum að nota og treysta hefðbundnu dóti.
    3.Setja upp sigakkeri í dalnum
    4.Setja upp topptryggingar í dalnum
    5.Setja upp sigakkeri í dalnum sem líka mætti nota sem topptryggingu.
    6.Bolta nokkrar leiðir vestan við skottsleið í dalnum
    7.Gera ekki neitt.

    Eins og allir sem voru á fundinum vita þá var ekki ein af þessu hugmyndum sem náði hljómgrunn.

    Palli

    in reply to: Fundur um Boltun? #48865
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það er ekkert búið að ákveða með boltun í dalnum. Það er aftur á móti ekkert sem segir að ekki megi bolta þar nema þá hugsanlega eigandinn. Það er aftur á móti skoðanir/skoðunarleisi klifrara sem hefur komið í veg fyrir að það hafi verið gert hingað til. Nú hef ég vakið máls á þessu eins og oft áður og það virðist vera komin málefnalega umræða um málið og stefnir í fjörugan fund á miðvikudaginn.

    Ég geri ekki kröfu um að leiðirnar „mínar“ í dalnum séu tryggðar með hexum og klifraðar á skóm sem líkari voru tréklossum bara af því þannig voru þær farnar fyrstar. Nei hver klifar fyrir sig og engan annan og eins honum líkar best.

    Helstu rök andstæðinga boltunar dalsins er óvirðing við upphafsmenn klifurs. Er þá í lagi að bolta þær leiðir sem ég fór fyrstur í dalnum? og spyrja svo hvern og einn um hverja leið? Þarf ég kannski að spyrja alla sem hafa farið leiðina? Það er hægt að velta þessu fram og aftur. Ég hef tínt til alskonar rök í skrifum mínum undanfarið en fengið lítið annað en „ég vill ekki“ svör.

    Ef borvélagengið á líka sagir og sparsl skil ég ekki af hverju þeir eru ekki löngu búnir að fara í Gerðuberg og Saltöfða. Það eru þó klettar á náttúruvendarskrá sem dalurinn er ekki.

    Með ísinn og fífí þá má hver sem er klifra það sem honum sýnist mín vegna og vera eins yfirlýsingaglaður eins og honum sínist. Hann verður ekkert betri klifarari fyrir því.

    Ætli ég verði ekki bara bráðum frægur tuðari.

    Palli

    in reply to: Heimsaski fjallamaður á landinu #48871
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ekki vera sár þó engin taki mark á þér.

    in reply to: Fundur um Boltun? #48856
    Páll Sveinsson
    Participant

    Gamlingjar og mynni spámenn hafa ekki kosninga/skoðanarétt.
    Kannski ekki konur heldur að því þær pissa sitjandi.

    Það eru sem sagt bara þeir sem geta klifrað 5.11 og erfiðara sem ráða þessu.
    Þeir fara hvort sem er aldrei í dalinn því þar eru engar svoleiðis leiðir.

    Því væri ráð að sækja um friðun á dalnum og koma honum á nátturuvendarskrá og banna þar klifur alfarið.
    Hnetur og vinir gætu rispað klettinn, kalkför spillt berginu og umferð manna truflað fuglalífi.

    Fyrir hugsjóna menn mæli ég með að það verði gengið alla leið.
    Dalurinn verður því „óspyltur“ fyrir komandi kynnslóðir.

    Palli

    in reply to: Fundur um Boltun? #48852
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það er alltaf gott að hafa prinsip.
    Líka gott að hafa skoðanir.
    Það er merkilegt að þetta á bara við um dalinn.

    Hver einasti klettur sem hefur verið sportklifrað í að ráði á íslandi hefur fengið bolta í sig.(nema stardalur)
    Allir þessir staðir hafa lifað í sátt og samlindi klifrara. Hvort heldur dótaleiðir eða boltaleiðir.

    Þegar kemur að því að skoða möguleika á skemmtilegri og betri nýtingu á frábæru klifursvæði í nágreini Reykjavíkur segja allir NEI og bera fyrir sig klifursiðfræði.

    Við hvað eru allir svona hræddir?

    Palli

    in reply to: Stardalur. Minningin ein. #48846
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta er ekki spurning um bolta leiðir til að „geta“.
    Í dag er það staðreynd að klifrarar æfa til að klifra á sínum líkamlegum mörkum.
    Klifrar leita í þær leiðir sem eru nálægt þeim mörkum.
    Dótaleiðir eru skemmtilegar til síns brúks en það fara þær fáir aftur og aftur eins og þær boltuðu.
    Ég sannfærður um að í dalnum væri hægt að koma upp góðu samspili boltaðra og hefðbundinna leiða svo allir geti unað við sitt.

    Að útbúa þetta svæði vel og vanda til verksins mundi verða mikil vítamínsprauta fyrir klifur á íslandi.

    Palli

    in reply to: Stardalur. Minningin ein. #48843
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég viðurkenni það að ég hafi kannski verið svolítið stórorður.
    1000 boltar er aðeins yfir strikið.

    Málið snýst um að gera dalinn aðgengilegan fyrir alla hvort sem þeir vilja nota sínar hnetur og vinni. Klifra í ofanvað eða klippa í bolta.

    Bara að geta klippt í topptryggingu og sigið niður og hreinsað út úr leiðinni væri skref í rétta átt. Bolta nokkrar leiðir sem aldrei/sjaldan eru klifraðar ætti ekki að styggja neinn.

    Halda dalnum eingöngu fyrir eina gerð klifurs finnst mér ekki sanngjarnt.

    Palli

    in reply to: Valshamar – ný leið #48817
    Páll Sveinsson
    Participant

    Hvenær fóru Hnappavallarotturnar síðast í dalin?
    Hvenær fór einhver undir 30 ára 5.10 leið í dalnum?
    Það er staðreind að það eru ekki nema byrjendur og ellismellir sem klifra þar.
    Það væri nær að poppa dalin upp og gera hann að mekka klettaklifurs á íslandi staðin fyrir að
    bruna austur í rigningar og rok-rasskat.

    Dalurinn er eitt af beistu klifur svæðum landsins og synd að engin klifri þar.

    Palli á nóg af boltum.
    Vantar bara borvél ef eihver vill lána?

    in reply to: Valshamar – ný leið #48813
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég skil ekki þessa fortíðarþrá.
    Ekki vildi ég búa í torfkofa, keira um á malarvegum eða vaða óbrúaðar ár.
    Eigum við þá að heimta að leiðirnar séu klifraðar með sömu græum og þegar þær voru farnar fyrstar?
    Mín skoðun er að ef ekki á að bolta Stardalshnjúk er best að sækja um að friða hann og koma honum á náttúruverndarskrá.
    Þá fengi hann endanlega „frið“ eins og Salthöfði eða Gerðubergið. (engir boltar þar í dag?)

    Nei.. Það eru komnir nýir tímar og nýar kröfur.

    Einhversstaðar verður að byrja og vestasti hlutin alveg kjörinn.

    Palli orðinn heitur.

    in reply to: Valshamar – ný leið #48810
    Páll Sveinsson
    Participant

    Mér er fúlasta alvara.
    Til hvers að hafa þessa fínu kletta nánast í bakgarðinum og bolta þá ekki. Ef halda á einhverjum klett lausum við bolta væri nær að velja einhverja steina í afdölum vestfjarða þar sem enginn bír.
    Það er lítið gaman að monta sig af leið í stardal sem engin hefur klifrað síðan, bara af því að hann á ekki nógu margar míkróhnetur eða vini í réttri stærð. Hvað þá að sálartetrið ráði við smá runnout.

    Ég mæli með þjóðarathvæðakosningu.

    Palli
    Fyrverandi klifrari sem ætti kanski ekki að vera skipta sér af.

    in reply to: Valshamar – ný leið #48806
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ólafur furðar sig á afhverju Valshamar er vinsælasta klifur svæði landssins.
    Því er auðsvarað. Gott berg. Nóg af bolltum. Fínar leiðir miserfiðar.
    Er ekki röðin. Valshamar, Hnappavellir og Munkaþverá ?

    Þá kemur að áralöngu hugðarefni mínu sem er að bolta Stardal.
    Þar mundum við fá frábært klifursvæði sem mundi skilja hin svæðin eftir
    sem gamlar mynningar.

    Nú eru allir gömlu klifrarnir hættir hvort sem er og komin tími til að nýir taki við.

    Palli

    in reply to: Aðalfundur og myndasýning #48522
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég borgaði félagsgjald í KFR árum saman.(hét það kanski eittvað annað sem ég var félagi í?)
    Er ég ekki rukkaður lengur?
    Er ég þá ekki félagi þar sem ég á ekki kort og þar með ekki athvæðisbær?

    Hvernig fór ég að því að segja mig úr félaginu?

    Palli

    in reply to: Fleiri myndir hjá Palla #48460
    Páll Sveinsson
    Participant

    Kom að því að Ýringur fengi uppreisn æru.
    P6 heitir „bjarta hliðin“ og er í safni margra frábærra leiða
    í eyjafjöllum en ég þarf að fá helga til að ryfja upp með mér hvað
    samferðamaður minn hét.

    Klakahöllin. Rétt er það.

    Ég þarf að flétta upp nafninu á hinni en það gæti verið óli hefði slegið tvær flugur í einu höggi og það væri hrútsaugað.

    Palli

    in reply to: Myndirnar hans Palla #48449
    Páll Sveinsson
    Participant

    Vel lesnir menn. Flest rétt sem þarna kemur framm.
    Nú er bara halda áfram.

    Palli

    in reply to: Myndin hans Palla! #48435
    Páll Sveinsson
    Participant

    Nú er kominn tími til að flétta upp í ÍSALP.
    Þetta er allt rangt hjá þér.

    Gettu betur.

    Palli

    in reply to: Myndin hans Palla! #48433
    Páll Sveinsson
    Participant

    Sko. þetta tínist til.
    Er er virkilega ekki hægt að filla í allar eiður.
    Þetta má finna í ísalp tímaritum síðurstu ára.

    Palli

    in reply to: Myndin hans Palla! #48427
    Páll Sveinsson
    Participant

    Grímur nýkominn frá USA og sýnir okkur fífí gæum hvernig þetta er gert í útlandinu.

    Hvalur 3 í glymsgili.

    Palli

    in reply to: Skráning leiða #48406
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta kemur.
    Á meðan kíkir þú á síður félaga.

    Palli

    in reply to: Skráning leiða #48405
    Páll Sveinsson
    Participant

    Tek þetta til mín.

    Palli

    in reply to: Eru norðan menn latir menn? #48396
    Páll Sveinsson
    Participant

    Eru skinnin límlaus og þurr neðst í geimsluni ?
    Er hlíðarfjall eina brekkan með snjó þarna fyrir norðan?

    Svei mér þá. Það var ekki farið í fjallið nema á hátiðis og tillidögum hér í denn. Þá voru menn jaxlar og gengu á fjöll.

    Palli

    in reply to: Eyjafjöllin fín #48382
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta var ekkert nema aulaskapur í mér.
    Helgi kom mér á rétta braut.

    Kíkið á síður félaga.

    Palli

    in reply to: Eyjafjöllin fín #48379
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ætlaði að vera svakalega klár og skella inn myndum af aðstæðum í eyjafjöllum og leðinni sem við fórum á mínar síður.
    Svo má ekki gleima flottustu óförnu leiðinn við hliðina sem allir hafa horft á en ekki fattað hversu geðveikhún er.

    Þetta er allt til á myndum sem engin fær að sjá.

    Stuttu máli þá gefst ég upp. Adsk. myndirnar vilja ekki byrtasta.

    Palli
    sem kann ekki að vefa.

25 umræða - 276 til 300 (af 317)