0405614209

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 76 til 100 (af 122)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Glymsgil bimsgil #48373
    0405614209
    Participant

    Blessaður Ívar.

    Við Ingvar vorum í Glymsgili fyrir síðasta hlýindakafla og þá var hellingur af ís í gilinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá þér þá er staðurinn augljóslega veikur fyrir hlýindaköflum.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: vefnefnd@isalp.is #48361
    0405614209
    Participant

    Óska vefnefndinni hjartanlega til hamingu með CIA vottunina og vonast til þess að hún verði öflug í starfsemninni.

    Sammála um að forsíðumyndinni mætti breyta og þá sérstaklega með tilliti til þess að t.d. sjónvarpið sést ekki á núverandi mynd.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Austurárdalur – myndir frá sunnudeginum #48354
    0405614209
    Participant

    Tær snilld – verður staðurinn ekki kallaður Ívarsvellir?

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Fjallaferðir í Ekvador #48346
    0405614209
    Participant

    Til hamingju með ferðalagið og tindana. Það væri nú aldeilis gaman og fróðlegt ef það væri hægt að fá ykkur til að hafa eins og eina myndasýningu hjá Ísalp???

    Kveðja
    Halldor formaður

    in reply to: Nú sárnar gömlum ÍSALP´ara #48333
    0405614209
    Participant

    Er hægt að komast að svæðinu á vélsleða?

    in reply to: Nú sárnar gömlum ÍSALP´ara #48329
    0405614209
    Participant

    Sælla er að gefa en að þiggja!

    Svo var til saga af náunga sem átti brauð og bús og svo kom annar og stakk uppá því að splitta því á milli allra svo allir fengju eitthvað. Þetta var fyrir einhverjum þúsundum ára og það er ennþá verið að tala um þetta.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Nú sárnar gömlum ÍSALP´ara #48322
    0405614209
    Participant

    Jæja strákar.

    Ég held að þið vitið af því en það stendur til að setja saman ísklifurleiðarvísir. Veglegt rit sem á að taka fyrir öll helstu klifursvæðin þannig að þá sem langar til að klifra á „nýjum“ svæðum geti fundið þau og jafnframt haft einhverja hugmynd um hvað þeir eru að fara að gera og valið sér leiðir við hæfi.

    Ég veit að þið eruð boðnir og búnir til að miðla af þekkingu ykkar og munuð hjálpa til við að gera leiðarvísinn sem víðtækastann.

    Væntanlega eru leiðir á Íslandi fleiri en meðalmanni muni endast æfin til að klifra. Leiðarvísirinn mun þó eflaust beina sjónum manna að svæðum sem hafa orðið útundan.

    Kveðja
    Halldór formaður

    PS. Leið sem hefur verið klifin er ekki ónýt. Það er bara búið að klifra hana, gefa henni nafn og gráða hana. Menn geta svo rifist um hvort að hún sé rétt gráðuð. Svo vita líka allir að leið sem var klifin í gær getur verið allt öðru vísi í dag – miklu erfiðari eða miklu léttari.

    HK

    in reply to: Nú sárnar gömlum ÍSALP´ara #48313
    0405614209
    Participant

    Uff, voff, voff.

    Þessum 40 punda fisk, sem var hrygna, var sleppt af því að hún hafði svo falleg augu – þannig var það nú!

    Annars kom mér stórlega á óvart að enginn skyldi vera að klifra í Múlafjalli um helgina eins og aðstæður voru svakalega fínar að sjá frá veginum. Glymsgilið var líka mannlaust að okkur Ingvari frátöldum. Kannski voru allir slappir eftir Idol? Slæmt að Harpa Vilhjálms skyldi ekki vinna!

    Halldór formaður

    in reply to: Púðursnjór #48304
    0405614209
    Participant

    Ég heyrði frá manni sem var á þessum slóðum um helgina og hann var að tala um þennan dúsk sem sást um allar brekkur. Er dúskurinn á húfunni þinni blár eða rauður? Þessi náungi sagðist hafa séð rauðan dúsk um allar brekkur – ef þinn er blár þá hefur einhver annar orðið fyrir svipaðri reynslu og þú Palli.

    Ég verð þó að taka fram að ég hef tekið dúskinn af öllum mínum húfum þar sem þessir dúskar hafa myndað of mikla loftmótstöðu.

    Kveðja
    Halldór

    in reply to: Fjallamennskunámskeið #48310
    0405614209
    Participant

    Það stendur til að fara í veglegt námskeiðahald. Þegar Ísfeldinn kemur aftur á klakann verður þetta tekið og sett í pottþétt skipulag og sett á wefinn í framhaldinu.

    in reply to: Glymsgil #48307
    0405614209
    Participant

    Blessaðir.

    Áin var meira og minna á ís og ég myndi reikna með að hún væri í sæmilegu göngufæri. Hvernig hún aftur verður núna í hlákunni get ég ekki sagt til um en reikna þó með að hún verði verri en hún var (skarplega ályktað). Það var samt eitthvað af götum á ísnum en þetta var meira og minna lagt.

    Auðvitað var klifrað – til þess er nú leikurinn gerður. Við klfiruðum þarna á 4 stöðum (ég man aldrei hvað þessar leiðir heita frekar en veiðiflugurnar). Maður er samt í svoddan skítaformi að við smelltum upp ofanvað og tókum þetta með trompi og vorum svo í tækniæfingum.

    Þetta var alveg skínandi fínt og verst að veðrið sé að gera okkur þennan grikk núna með hitabylgjunni.

    Halldór

    in reply to: Námskeiðin/opnidagurinn #48276
    0405614209
    Participant

    Daginn.

    Ég er búinn að vera í sambandi við Einar Ísfeld varðandi námskeiðahald og hann átti að koma til landsins í gær. Í framhaldinu verður gengið frá námskeiðunum og dagsetningum. Ísklifur- og fjallamennskunámskeiðin verða haldin núna á næstu vikum.

    Varðandi mætinguna þá skulum við sjá hvað dagurinn í dag gerir. Það vantaði á auglýsinguna upplýsingarnar um að það væru að fara í gang námskeið og ég held að það verði bara að auglýsa þau sérstaklega.

    Öll umfjöllun, vinna og betrumbætur eru af hinu góða og gera starfsemninni gott. Mér líst vel á þetta.

    Kveðja
    Halldór Kvaran
    formaður Ísalp

    in reply to: Ísfestival – aðeins meira #48272
    0405614209
    Participant

    Blessaður Rúnar.

    Ég er búinn að vera í sambandi við þau í Freysnesi/Hótel Skaftafelli. Við eigum pantað húsið þar sem svefnpokaplássið er – samtals 15 herbergi og 2 rúm í hverju herbergi. Svo er möguleiki að koma 3ja aðila á dýnu á gólfið. Samtals pláss er því fyrir 45 manns ef allir eru sáttir og sammála. Hinn kosturinn er að fá þá til að opna félagsheimilið og þá er hægt að koma fleiri fyrir. Staðarhaldarinn (Anna María) ætlaði að hugsa fyrir matseldinni og við ætluðum að vera í sambandi með það þegar einhverjar upplýsingar lægju fyrir um fjölda.

    Það verður sett saman dagskrá og gott að fá þitt innlegg í umræðuna og tillögurnar. Ég skal lofa þér því að stjórnin mun vinna í málinu og setja saman veglega dagskrá.

    Það væri fínt ef þú gætir bætt við skráninguna þína upplýsingum á textasvæðinu hvað þú áætlir að margir mæti að westan. Það verður þá hægt að vinna út frá þeirri tölu.

    Bestu kveðjur
    Halldór formaður

    in reply to: ísfestival #48264
    0405614209
    Participant

    Daginn.

    Þú auðvitað mynstrar þessa náunga í klúbbinn og í framhaldinu verður til Westfjarðadeild Ísalp.

    Annars ætti þetta ekki að vera vandamál svo lengi sem húsrúm leyfir. Hótel Skaftafell er meira og minna bókað en ég var búinn að panta allt svefnpokaplassið sem eru 15 herbergi (2ja manna) og er með í bígerð að ræða við þá sem gera út félagsheimilið. Það er mjög mikilvægt að þeir sem ætla að mæta skrái sig sem allra fyrst þannig að það verði ekki vandamál með gistinguna og hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.
    Málið er að það er verið að taka upp Batman mynd þarna og tökurnar standa frá janúar og út mars og þetta lið er með öll herbergin á hótelinu pöntun.

    Einar var svo búinn að lofa að fara á skeljarnar og panta gott veður þannig að þetta verður allt í besta lagi.

    SKRÁIÐ YKKUR STRAX EF ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ MÆTA Á ÍSFESTIVALIÐ.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Þilið #48251
    0405614209
    Participant

    Allt er gott sem endar vel.

    Halldór formaður

    in reply to: Í hlekkjum #48216
    0405614209
    Participant

    Er ekki tilvalið að stjórnin fari í að semja við hlutaðeigendur um að fá lykil að hliðinu og hinu hliðinu við Valshamarinn?

    in reply to: Bindingar óskast #48212
    0405614209
    Participant

    Haaaaa..!!!

    Er Skíðaþjónustan líka að gera við kaffivélar?

    Mér hefur alltaf þótt Akureyrisingar undarlegir en nú tekur steininn úr plómunni. Pylsur með rauðkáli – sundlaug í brekku – enginn snjór í skíðabrekkum o.s.frv.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Hvad á ég a kaupa mér?? #48197
    0405614209
    Participant

    Jæja.

    Nú get ég ekki orða bundist lengur og verð að leggja orð í belg – og það kannski eftir sérstaklega föst skot í mína átt frá annars hæverskum manni, Helga Borg.

    Helgi er eingöngu að reyna að telja sjálfum sér trú um að hans dót sé í lagi. Þetta er eins og með manninn sem datt niður af 100 hæð. Hann heyrðist muldra þegar hann þaut framhjá 32 hæð: „Þetta er ennþá allt í fína lagi“.

    Það er næstum því rétt hjá Helga að ég eigi axir sem ég hef ekki notað. Það rétta er að ég á Black Diamond Cobra axir sem ég hef notað – alveg rosalegar græjur. Svo „á ég“ annað par af glænýjum Black Diamond Viper öxum sem mér „áskotnuðust“ um síðustu áramót. Mér leist svo rosalega vel á þær að ég „gaf“ konunni minni þær. Viper axirnar komust ekki í frost í fyrra. Núna hanga bæði pörin saman úti í bílskúr og við bíðum eftir frosti og ís og þá…… (… já, já Helgi, þú mátt fá að prófa, ekki málið)

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Jæja krakkar #48180
    0405614209
    Participant

    Ég er hérna með nýtt par af ísöxum sem hafa aldrei lent í frosti.

    Mig vantar sárlega upplýsingar um hvernig er best að rispa þær þannig að það líti eðlilega út.

    in reply to: Jæja nú er komið frost #48172
    0405614209
    Participant

    Daginn.

    Jú aldeilis frost í gangi þessa dagana. Stjórnin er að hugsa um að fara í vettvangskönnun í Kerlingarfjöll núna um miðjan nóv (jafnvel að einhver skjótist fyrr ef veður helst).

    Allavega – bókuð ferð um miðjan nóv. Þeir sem eiga jeppa (sæmilega útbúinn) og vilja slást í för eru meira en velkomnir.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Myndasýningar og humar #48165
    0405614209
    Participant

    Einar Ísfeld.

    Það hefur verið tekin ákvörðun um um það að skylda þig til að taka helling af myndum og halda veglega myndasýningu þegar þú kemur aftur.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Banff Mountain Film Festival #48158
    0405614209
    Participant

    Daginn.

    Ég er að skrifast á við þá þessa dagana.

    Ég reikna með því að það verði sett saman nefnd sem tekur að sér að ákveða myndaúrvalið og fyrirkomulagið.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Umræðusíðan #48147
    0405614209
    Participant

    Jóhóhó.

    Ég er algjörlega upptekinn í vikunni en það er sénsinn bensinn að ég geti komist næstu helgi eða þá ekki fyrr en hina helgina.

    Ég er líka búinn að setja mig í samband við æðsta ráðið í Kell-kell-Kerlingarfjöllum uppá að fá hús, rafmagn og heitann pott.

    in reply to: Umræðusíðan #48145
    0405614209
    Participant

    Blessaðir aftur.

    Ég held að það sé nú bara grundvöllur fyrir fjölmenni í leiðangur í Kell-Kell-Kerlingarfjöll.

    Skv. Veðurstofunni er búið að vera frost þarna alla síðustu viku. Lítið við á http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/hvell/ sem er fyrir Hveravelli eða á http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/setur/ fyrir Setrið

    Það HLÝTUR að vera ís þarna!!!!!!

    in reply to: Umræðusíðan #48143
    0405614209
    Participant

    Blessaður aftur.

    Nú er bara að sitja fyrir sæmilegu frosti og drífa í þessu. Ég get örugglega fengið lánað hús þarna þannig að það ætti ekki að væsa um menn.

    Það er spurning hvort að það ætti ekki að reyna að smala í svona 3 sæmilega útbúna jéppa og þrælast á staðinn eftir næsta frostakafla.

25 umræða - 76 til 100 (af 122)