0309673729

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 1 til 25 (af 149)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: klifur í dag #54965
    0309673729
    Participant

    Jón Gunnar Þorsteinsson og ég fórum Orginalinn í Paradísarheimt í gær, báðir í fyrsta skipti. Þetta er sannarlega frábær leið í mögnuðu umhverfi. Það var nægur ís í leiðinni en hitinn var sennilega í efri mörkum þess að óhætt sé að fara í leiðina.

    Við hittum teymi sem fór nýja leið í Eyjafjöllunum.

    Kveðja
    Helgi Borg

    in reply to: Vatnajökull í s/h #54410
    0309673729
    Participant

    Magnaðar myndir. Vel til fallið að hafa þær í svart/hvítu.

    Helgi Borg

    in reply to: var að berast – gönguskíði til sölu #54206
    0309673729
    Participant

    fjallaskíði vildi ég sagt hafa.

    in reply to: Hardcore í tjaldi #54157
    0309673729
    Participant

    >Hver er Kalli Ingólfs?
    >Hvernig væri að þið mynduð skrifa grein um þetta í
    >ársritið, sem er líklega einmitt í smíðum núna.
    >Ég myndi amk lesa hana.

    Já það er full ástæða til að skrifa um þetta séríslenzka fjallaundur fyrir þá fáu sem ekki eru kunnugir því.

    Aftur að snjóhúsunum, Kalli stífluðust öndunargötin aldrei hjá ykkur?

    in reply to: Hardcore í tjaldi #54150
    0309673729
    Participant

    Ég svaf í allnokkur skipti í snjóhúsi fyrir mörgum árum. Dvölin var góð fyrir utan eitt skipti. Ég tek undir það með Kalla að það er ljúfara að sofa í góðu snjóhúsi en tjaldi.

    Við reistum þau yfirleitt í halla. Grófum holu niður og inn í hallann. Reistum lágan snjóvegg meðfram holunni. Notuðum skíðin og stafina sem sperrur ofan á veggina og hlóðum síðan snjókögglum ofan á. Loks þéttum við í öll göt.

    Stærðin af slíku snjóhúsi eða snjóskýli takmarkast af skíðunum og hversu langt maður getur/nennir að grafa inn í hallann. Það draup stundum aðeins úr miðju þakinu þegar við elduðum því skíðin svigna og þakið verður íhvolft niður á við. Ef ég man rétt þá vorum við gróft sagarblað með skafti til að saga hæfilega köggla í þakið. Fyrir opið út settum við snjóköggul eða bakpoka. Ætli byggingin hafi ekki tekið klukkutíma eða svo.

    Í það skipti sem vistin var ekki svo góð reistum við húsið í myrkri og logni. Um nóttina fór að skafa. Ég vaknaði síðla nætur með stóran skafl ofan á mér og átti í mestu vandræðum með að hreyfa mig. Svefnpokarnir hjá öllum urðu blautir og það tók tíma að finna allt draslið í snjónum. Okkur hafði yfirsést einhver göt á þakinu í myrkrinu og logninu.

    Ég hef aldrei gist í snjóhúsi í neinu aftaka veðri. Ég get ímyndað mér að það þurfi að þétta opið út vel svo ekki skafi mikið inn og þá eykst hættan á að húsið þéttist of vel.

    Það væri fróðlegt að fá nánari lýsingu á því hjá Kalla og fleirum hvernig best er að standa að snjóhúsagerð á flatlendi.

    með kveðju
    Helgi Borg

    in reply to: Púlkur #54045
    0309673729
    Participant

    Passar, við notuðum Brunnár-sleða. Þeir reyndust frábærlega. Ég mæli eindregið með að fólk fjárfesti í original eintaki.

    Færið upp Grímsfjallið var þungt, langleiðina upp á hné á skíðum. Ég á mynd af tveimur varnaliðsberserkjum paufast þarna upp með eina púlku. Annar dró en hinn ýtti. Svo fóru þeir niður og náðu í hina. Við sem höfðum sleðana máttum bíða heillengi eftir þeim uppi. Auðvitað hefðum við átt að setja púlkurnar á sleðana og hjálpast síðan saman upp með allt draslið. Það var bara svo miklu skemmtilegra að sjá þessa berserki hafa svona mikið fyrir þessu.

    in reply to: Framhald af þræðinum Ópið… #53968
    0309673729
    Participant

    Nýjar ísklifurleiðir eru í auknum mæli farnar á slóðum sem klifrararnir sem fara leiðirnar þekkja lítið til. Þeir vita því ekki hvort aðstæðurnar eru dæmigerðar eða ekki, sem aftur eykur vandann þegar kemur að gráðun leiðanna.

    Það mætti hugsa sér kerfi keimlíkt því sem notað er í Klifurhúsinu. Þeir sem fyrstir fara leiðir stinga upp á gráðu. Þeir sem síðar fara leiðirnar staðfesta gráðuna, hækka hana eða lækka. Eftir ákveðinn tíma og fjölda endurtekninga er gráðunni „lokað“.

    Skráningarkerfi á klifurleiðum á nýjum Ísalp-vef sem ku vera von á hvað úr hverju, gæti sem best stutt slíkt fyrirkomulag.

    kveðja
    Helgi Borg

    in reply to: Ísfestivalið #53671
    0309673729
    Participant

    http://www.vedur.is/ofanflod/vidbunadur/bildudalur/

    Það gæti verið óvitlaust að hafa samband við Leif á Veðurstofunni til að athuga með snjóflóðahættuna á svæðinu rétt fyrir festivalið.

    kveðja
    Helgi Borg

    in reply to: Ískönnunarleiðangur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna #53499
    0309673729
    Participant

    Á þessum kortum má sjá hvað veldur:
    http://www.vedur.is/vedur/spar/atlantshaf/#teg=hiti

    Hæðarkerfi situr sem fastast suður og austur af Íslandi. Hæðirnar snúast sem kunnugt er réttsælis um sjálfan sig og þetta kerfi dælir því heitu lofti yfir Ísland. Það kólnar ekki verulega fyrr en kerfið gefur sig hvenær sem það verður.

    in reply to: Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið. #53469
    0309673729
    Participant

    Mega! Til hamingju Andri. Mál til komið að einhver kláraði þessa leið. Ég pumpaði mig út nokkrum sinnum í þessari leið og fleirum þarna fyrir mörgum árum (í toprobe) . Nefndi það við einhverja á sínum tíma að það þyrfti endilega að bolta svæðið, en ekkert varð úr þá.

    Það er ekki spurning að það á að bolta þessa leið og fleiri þarna. Gera þetta að aðgengilegu svæði fyrir byrjendur og lengra komna í mixi. Frábært að geta skroppið þangað eftir vinnu og pumpað sig út.

    Muna að skjala svæðin vel hér á vefnum svo allir finni leiðirnar!

    in reply to: Íslenski ísrakkurinn #53380
    0309673729
    Participant

    Ein spektra er góð til að tryggja í frosinn mosa eða mel upp á brún. Endrum og sinnum einnig í ísfyllta sprungu.

    in reply to: Skíðafæri á Heklu um helgina… #53178
    0309673729
    Participant

    Þetta er málið þegar spáð er í veðrið fyrir fjallaferðir:
    http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar

    Betra módel, þéttari reiknimöskvar, nákvæmara landslíkan og réttari framsettning.

    kveðja
    Helgi Borg

    in reply to: Flott video og fjallamyndir #52915
    0309673729
    Participant

    Þetta er fín mynd hjá Íslandsvininum Tyler Young.
    Slóðin er: http://www.freecaster.com/1000007_1005245.

    Hvað varðar atkvæðagreiðsluna:
    > 2008: No competition is held following a fatal accident of a French BASE jumper during the week on the event. Teams unanimously decided that event shall continue but not with a competition format. Movies are shown on the screen on Saturday evening, but not to a jury.

    með kveðju
    Helgi Borg

    in reply to: leiðarvísir #52879
    0309673729
    Participant

    Tek undir með Björk; Það er betra að vinna þetta í sátt með landeigendum. Spurning um að girða af gott bílastæði svo enginn lendi í tjóni vegna hestanna.

    kveðja
    Helgi Borg

    in reply to: skjálftinn #52822
    0309673729
    Participant

    Var að klifra í Stardal 17.júní 2000 þegar kletturinn bankaði í mig. Skrýtið tilfinning það.

    in reply to: Kaldakinn Topo #52569
    0309673729
    Participant

    Karl
    Já viss um það. B8 er leiðin, bísna brött en hallar svo skyndilega undir flatt. Ég man að ég horfði á þráðbein kertin rétt sunnan við mig. C7 er miklu óákveðnari, byrjar bratt en linast síðan rólega út. Þar að auki sýnist mér B8 vera dekkri en C7. Spyrjum Húnboga.

    in reply to: Kaldakinn Topo #52565
    0309673729
    Participant

    Ég og Húnbogi klifum eitt sinn eina spönn í leið sem er hægra megin við B7. Ísinn í leiðinni er ávallt dökklitaður. Spönnin er löng og jafnbrött WI4. Sökum þess að ég þurfti að ná flugi suður þá sigum við niður í stað þess að brölta WI2/WI3 ísinn upp á brún. Þetta var á þeim tíma sem menn þurftu að klára leiðir til geta nefnt þær.

    með kveðju
    Helgi Borg

    in reply to: Nokkrar myndir #52554
    0309673729
    Participant

    Vefurinn var tekinn niður á föstudaginn og fluttur á öflugari vefþjóna – nokkru síðar en auglýst hafði verið. Þessi óvænti flutningur milli þráða hafa vafalítið gerst í þeirri framkvæmd. Fyrir hönd hýsingaraðilanna, sem mér eru þó óviðkomandi, vil ég biðjast velvirðingar á þessum skemmtilegu mistökum.

    með kveðju
    Helgi Borg

    in reply to: Aðalfundur Ísalp 2008 #52496
    0309673729
    Participant

    Kristín,
    fyrir aðalfund Ísalp vissi ég ekki að þetta stæði til. Það eru örugglega fleiri en ég sem vissu ekki af þessu og sem einnig hafa áhuga á húsnæðismálunum. Það er því gott að fá þetta hér. Þessari fyrirspurn var einnig vísað til stjórn Ísalp, eins og fram kemur hér að ofan.

    með kveðju
    Helgi Borg

    in reply to: Aðalfundur Ísalp 2008 #52493
    0309673729
    Participant

    Á aðalfundinum var spurt um húsnæðismál Ísalp og Klifurhússins. Svar stjórnar var dálítið óljóst, kannski vegna þess að þeir sem vissu mest um málið, formaður og gjaldkeri, voru fjarri góðu gamni.

    Eftir því sem ég kemst næst þá mun Klifurhúsið líklega flytja á árinu, væntanlega fyrir áramót. Vonandi það því sögusagnir eru um að núverandi leigusamningur nái ekki lengra. Húsið sem flytja á í ku vera óbyggt og hægt gengur að fá úr því skorið, hvar, hvenær og hvernig það verður reist.

    Við þetta missir Ísalp að sjálfsögðu sína aðstöðu. KFR býst þó við að geta skaffað Ísalp aðstöðu á nýja staðnum.

    Ég ítreka að þetta eru ekki staðfestar fregnir. Er ekki mál að KFR og Ísalp skýri betur frá þessum málum. Varla eru þetta einhver leyndarmál?

    Þegar Ísalp flutti í Klifurhúsið fór mikill tími og orka af hálfu Ísalp félaga í að koma upp aðstöðunni á efri hæðinni í samvinnu við Klifurhúsið. Önnur starfsemi klúbbsins varð minni fyrir vikið. Ég er frekar á því að skynsamlegt sé fyrir klúbbinn að flytja næst í fullbúna aðstöðu. Gjarnan með Klifurhúsinu til hagsbóta fyrir báða aðila.

    með kveðju
    Helgi Borg

    in reply to: Nokkrar staðreyndir … #51962
    0309673729
    Participant

    Ég var einn af þeim sem voru frekar á því að afhenda FÍ skálann til eignar sökum vangetu Ísalp á að viðhalda honum sómasamlega. Eftir að hafa lesið umræðuna og hugsað málið fóru að renna á mig tvær grímur.

    Í mínum huga skiptir eftir mestu máli, í þessari röð:
    1) Að tryggja áframhaldandi aðgengi að svæðinu fyrir fjallamenn til langs tíma.
    2) Að tryggja áframhaldandi aðgengi að skála á svæðinu fyrir fjallamenn til langs tíma.
    3) Ef Ísalp ákveður að selja skálann, þá fái félagið réttmæta upphæð fyrir. Fé sem þá er hægt er að nýta til að stuðla að uppbyggingu fjallamennsku á Íslandi.

    1)
    Tindfjöll eru feikilega gott og fallegt svæði fyrir fjallamenn. Vitað er að ýmsir aðilar hafa haft plön um svæðið. Fljótshlíðin er að miklu leyti komin í einkaeigu. Mig mundi ekki undra að einhverntímann, af einhverjum sökum, verði reynt að hindra aðgengi fjallamanna að svæðinu. Ef og þegar að því kemur er það klárlega okkur í hag að eiga skála á svæðinu.
    2)
    Ef FÍ á skálann þá er ákvörðum um not hans komin úr höndum félaga Ísalp. FÍ í gæti þannig hugsanlega, einhverntíman, á eigin forsendum, tekið ákvörðum sem illi því að fjallamenn hefðu ekki lengur aðgang að skála á svæðinu.
    3)
    Skáli á þessu svæði er meira virði en 500.000. Ef við látum hann á annað borð, og þar með hefðaréttinn, getum við fengið meira fé fyrir hann sem þá nýtist félaginu á öðrum sviðum.

    Ég segi því nei við að afhenda FÍ skálann.

    Hinsvegar er óvitlaust að funda um skálann á öðrum forsendum. Fyrirkomulagið á viðhaldi skálans gengur ekki upp. Það þarf að ræða það. Væri hægt að gera samning við einhverja félaga um viðhald hans? Er skynsamlegra að byggja nýjan frá grunni, í byggð og flytja í heilu lagi uppeftir? Það þarf líka að ræða hinn skálann okkur á svipuðum forsendum.

    með kveðju
    Helgi Borg

    in reply to: Amadablam #51808
    0309673729
    Participant

    Góður. Hlakka til að sjá myndina.

    kveðja
    Helgi Borg

    in reply to: Olli búinn með 100 tindana. #51745
    0309673729
    Participant

    Magnaður! Til hamingju Olli.

    Eðlilegt næsta skref væri bók með leiðarvísi á 100 hæstu tinda landsins og góðum ferðasögum í bland.

    kveðja
    Helgi Borg

    in reply to: Austanáttin er oft hvöss í Tindfjöllum #51737
    0309673729
    Participant

    Úr skýrslunni:

    „Meðalvindur ársins er áþekkur á báðum stöðum en mun meiri breytileiki er milli mánaða í Tindfjöllum heldur en í Bláfjölllum og einnig er mesti meðalvindur og hæstu vindhviður miklu hærri í Tindfjöllum en í Bláfjöllum Annað sem vekur athygli á Mynd 3 er hvað tíðnin á bilinu 0 – 3 m/s er miklu hærri fyrir Tindfjöllin. En þar koma inn áhrifin af tíðari ísingu á mælinn í Tindfjöllum frekar en að logn og hægviðri sé raunverulega svona mikið.“

    Sem sagt; Vindmælirinn ísaði oft og því komu gloppur í mælinguna lækka meðaltalið og gera það ekki marktækt.

    kveðja
    Helgi Borg

    in reply to: Skaftá í Langasjó – ekkert kjaftæði #51474
    0309673729
    Participant

    Langisjór var undanskilin í tillögum um þjóðgarðinn, sjá mynd í kafla 4.2 í þessu skjali:
    http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Vatnajokulstjodgardur_-_tillogur_2006.pdf

    Það er undarlegt í ljósi þess að talað er um Langasjó sem eitt dáðasta fjallavatn landsins (sem það er) í úttekt á náttúrufari og náttúruminjum umhverfis Vatnajökuls:
    http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Natturufar_og_natturuminjar_umhverfis_Vatnajokul.pdf

    kveðja
    Helgi Borg

25 umræða - 1 til 25 (af 149)