Freyr Ingi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 51 til 75 (af 252)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Hrun i Postinni #56659
    Freyr Ingi
    Participant

    Vá, Stubbur er ekkert voða mikill Stubbur þar sem hann liggur þarna á jörðinni.
    Eiginlega bara frekar stór!

    Er hægt að sjá myndir af hrunstykkinu úr „Gleym mér ei“ líka?

    in reply to: skyndi-ísfestival um helgina (19. og 20.mars) ? #56526
    Freyr Ingi
    Participant

    Fullt af hressum krökkum fóru út að leika í dag.
    Megnið af hópnum sem hittist bensínstöðinni í morgun hélt af stað í Múlafjall í Hvalfirði en þó ætluðu einhverjir að nýta snjóinn til skíðaiðkunar í Botnssúlum.
    Þegar inn í Hvalfjörð var komið var þessi þurri nýji snjór sem féll í nótt kominn á hreyfingu. Skíðafólkið breytti um stefnu og fór á Skálafell meðan ísfólkið hélt til í fræsingnum og barði klaka með blinduð augu af snjó. Hluti hópsins leitaði á önnur mið og fann eitthvað bærilegra veður í Búahömrum.

    Takk fyrir góðan dag! IMG_2130.jpg IMG_2126gg.jpg

    in reply to: skyndi-ísfestival um helgina (19. og 20.mars) ? #56520
    Freyr Ingi
    Participant

    Freyr og Styrmir mæta.

    in reply to: Telemark festeval rokkaði feitt. #56516
    Freyr Ingi
    Participant

    Skíðaskinkumyndir já takk!!

    in reply to: skyndi-ísfestival um helgina (19. og 20.mars) ? #56510
    Freyr Ingi
    Participant

    Augljóslega engin stemming fyrir ísfestivali á þessu ári.

    in reply to: skyndi-ísfestival um helgina (19. og 20.mars) ? #56503
    Freyr Ingi
    Participant

    Svo má nátturlega fara styttra en yfir hálfan hnöttinn.
    Grundarfjörð td.

    in reply to: skyndi-ísfestival um helgina (19. og 20.mars) ? #56500
    Freyr Ingi
    Participant

    Ertu með ferskar myndir þaðan?

    Hefurðu heyrt eitthvað með aðstæður?

    in reply to: Íslkifur um helgina? #56492
    Freyr Ingi
    Participant

    Góðan dag,

    Styrmir og ég hittum fyrir Gumma og Arnar í Búahömrum í gær.
    Veðrið var afar gott til útiveru svo ekki sé meira sagt. Piltarnir fóru upp í 55° austan við rifið og hurfu svo á braut á vit annarra ævintýra.

    Við Stymmi höfðum fyrr í vetur verið í Búahömrum með borvél og smellt inn nokkrum boltum í línu sem er austast í sömu skál og 55°. Þar höfum við oft séð ísslef sem sjaldnast nær að mynda heillega ísleið þó að vissulega hafi það gerst og muni eflaust gerast aftur. Í það minnsta settum við bolta í illtryggjanlega hluta leiðarinnar og akkeri fyrir ofan. Reyndar var hugsunin sú að geta klifrað þetta í íslitlum mix aðstæðum en við áttum eftir að klára miðhlutann, mixhlutann sem sagt.
    En eins og aðstæður voru í gær þurfti þess ekki við þar sem ískerti náði niður sem hægt var að príla á.
    Þetta fórum við í gær í WI 4+, 5- aðstæðum, fundum krúsjal bolta undir ís- og snjóskán og höfðum gaman af.
    Tvö akkeri eru í leiðinni. Efra akkerið er ofan í rennu sem er í ca. sömu hæð og maður myndi toppa úr 55°, þetta er í raun hið eiginlega og eðlilega toppakkeri í þessarri leið. Neðra akkerið er aftur á móti hugsað sem ofanvaðs akkeri og er beint fyrir ofan sjálfa leiðina og erfiðu múvin. Eins og er, er aðeins tímabundinn slingur í akkerunum en ekki varanleg keðja. Fólk er að sjálfsögðu hvatt til að setja upp eigin búnað í stað þess að treysta á gamlan og veðraðan búnað.

    Eins og áður hefur komið fram er ekki um nýja leið að ræða en ekki veit ég hverjir fóru þarna upp fyrstir manna. Þó hef ég hef heyrt að leiðin nefnist „Óliver loðflís“. IMG_2033.jpg IMG_2062.jpg

    in reply to: Íslkifur um helgina? #56491
    Freyr Ingi
    Participant

    2 IMG_2011.jpg Nálaraugað: IMG_1981.jpg

    in reply to: Íslkifur um helgina? #56490
    Freyr Ingi
    Participant

    1 IMG_2010.jpg

    in reply to: Íslkifur um helgina? #56487
    Freyr Ingi
    Participant

    Fyrir þá sem ekki eru á norðurleið.. ef einhverjir eru, langar mig að benda á að Grafarfoss er ansi líklega klifranlegur um þessar mundir. Við Stymmi renndum uppeftir og kíktum á hann úr kíkjum eftir að hafa verið í Búahömrum í dag. Nálaraugað er bunnt og að okkar mati í afar skemmtilegum aðstæðum, enda skemmtilegt að vera á ís og tryggja í klett.
    Tvíburagilið var svo aftur alveg Spekfeitt! Ólympíska kertið náði alveg niður að jörðu (vantaði meter uppá) og fremri Tvíburafossinn var alveg löðrandi!

    55°virtust ekki vera jafn vel vaxnar og Tvíburafossarnir.

    in reply to: smá ísklifur frá austurríki #56471
    Freyr Ingi
    Participant

    Er nokkuð annað í stöðunni fyrst þetta er snjóléttasti vetur síðustu 50 ára en að halda áfram að príla?

    in reply to: Sjortari í gær #56427
    Freyr Ingi
    Participant

    duglegir strákarnir fyrir vestan!

    F.

    in reply to: Bratti-einu sinni enn. #56425
    Freyr Ingi
    Participant

    Hæ,

    á aðalfundinum var rætt um að koma af stað Brattanefnd líkt og þeirri sem sér um Tindfjallaskála. Þeir sem sitja í þeirri nefnd eru:
    Freyr Ingi, Guttormur, Tryggvi Stefánsson og Valli.

    Áhugamönnum um Bratta er að sjálfsögðu velkomið að bætast í hópinn og hér með bent á að hafa samband við Tryggva til þess. (tryggs@gmail.com)

    Markmiðið með nefndinni er í stuttu máli að ganga þannig um hnútana að Ísalp eigi skála í Botnssúlum sem sómi er að lokki þannig til sín fjallamenn.

    Ætlunin er að fara í ástandsskoðun á Bratta um helgina og strekkja á stögum og sinna smávægilegu viðhaldi.

    Í kjölfarið mun nefndin í samstarfi við stjórn Ísalp svo leytast við að finna heppilega lausn fyrir skálann okkar í Botnssúlum.

    in reply to: Hrútfjallstindar #56383
    Freyr Ingi
    Participant
    in reply to: Myndasýning: Alaska #56375
    Freyr Ingi
    Participant

    Alaska er afa spennandi.

    in reply to: Framboð til stjórnar #56330
    Freyr Ingi
    Participant

    Rétt hjá þér Palli. En það voru engin formleg framboð komin inn áður en ég stofnaði þennan þráð hér á umræðusíðunum.

    Þannig að … á aðalfundinum verður gerð grein fyrir stöðu mála, þ.e. að undantekning hafi verið gerð á fresti til að skila inn framboði og svo verður að gengið til kosninga og annarra aðalfundastarfa.

    Fjölmennum á aðalfundinn.

    in reply to: Greining á „slysi/óhappi tengt ísskrúfum #56321
    Freyr Ingi
    Participant

    Ekki það þeir séu með typpalausnina hjá Grivel en gætu samt verið komnir á bragðið með eitthvað hérna:

    in reply to: Klifurvideo #56320
    Freyr Ingi
    Participant

    Vá en skemmtilegt mynband!
    Rosalega ertu orðin dugleg í að klippa svona myndbönd Berglind.

    Fyrir utan að vera góð skemmtun er þetta ekkert smá fínn leiðarvísir.
    Verst hvað þið létuð þetta líta út fyrir að vera létt.

    in reply to: Ísfestival 2011 #56295
    Freyr Ingi
    Participant

    Vissulega er þetta grautfúlt.

    Það er alveg vitað að það er líklegra til árangurs að færa staðsetningu frekar en tímasetningu þegar kemur að svona viðburðum.

    Það er jú einu sinni bara mánudagur og ef menn sjá smugu einhversstaðar á tiltölulega hættulausu ísklifri(snjóflóða- og hrunhætta í lágmarki) þá er þetta að sjálfsögðu vettvangurinn til að deila þeim hugmyndum með okkur hinum.

    in reply to: Ísfestival 2011 #56293
    Freyr Ingi
    Participant

    Hæ,

    eins og staðan er núna virðist ísklifur ekki eiga upp á pallborðið hjá veðurguði vorum.

    Minni ís er við Arnarfjörð en á seinasta festivali en það svo sem væri allt í lagi ef ekki væri fyrir það að bannsett veðriði virðist ætla að vera með hamagang um helgina.

    Sú ákvörðun hefur því verið tekin að fresta festivalinu að sinni um óákveðinn tíma.

    Ísalp finnst ekki heillavænlegt að stefna fjallafólki á svæði þar sem aðstæður þykja ekki öruggar.

    Við munum að sjálfsögðu fylgjast með spánni fram að helgi og reyndar allar komandi helgar með von um að geta haldið hið frábæra klifurmót sem ísfestivalið er.

    in reply to: Nýjar ísleiðir 2010-2011 #56233
    Freyr Ingi
    Participant

    11.des 2010.

    Þegar komið er langleiðina norður yfir Bröttubrekku sést gil nokkurt vestan vegar. Það heitir Hvanngil. Frá vegi sést í toppinn á þremur ísleiðum innst í þessu Hvanngili.
    Gangan inn gilið tekur um það bil 10-15 mínútur og fórum við fram allt gilið til að líta á leiðirnar sem sjást frá vegi.
    Klifum þær þrjár og tvær aðrar styttri sem við sáum á leiðinni.

    „Kaffiþræll“ WI4+, 40m.
    Freysi og Stymmi.
    Efst í gilinu hægra megin við áberandi og nokkuð breitt ísþil.

    „Ungfrú Hnappa- og Snæfellssýsla“ WI4, 35m.
    Stymmi og Freysi.
    Liggur upp breiða ísþilið.

    „Frostrósir“ WI4, 40m.
    Jón Yngvi og Ingvar.
    Örlítið neðar í gilinu stendur feitur og fínn foss.

    Þessar þrjár leiðir sjást frá vegi.

    „Jólagestir“ WI3/4, 25m
    Ingvar og Jón Yngvi

    „Koffín“ WI4, 10m
    Stymmi

    12.des 2010
    Gegnt leiðunum „Single malt og appelsín“ og „Single malt on the rocks“
    er lítill snotur sumarbústaður sem stendur undir gili sem heitir Selgil. Þar er fallegur 20m. frífallandi foss sem var að myndast. Við hliðina á honum klifum við upp úr gilinu og nefndum þá leið

    „Kökuboð“ WI 3+, 18 metrar
    (af því að það var afmælisdagur)
    Jón, Ingvar

    Því næst gengum við örstuttan spotta til norðurs í Bjargagil.
    Þar fundum við foss sem byrjaði á ca. 6m. hafti, þaðan var svell upp að aðalfossinum. Hægra megin við aðalfossinn var aftur á móti þunn, mjó og pínu tæknileg ísrenna sem við varð fyrir valinu.

    „Pilsner“ WI4+, 30 metrar?
    Freysi, Stymmi, Ingvar, Jón kringlugil.jpg

    in reply to: Fall í Grafarfossi #56173
    Freyr Ingi
    Participant

    Hvað er Ívar að ana ykkur útí eiginlega?

    Gott að heyra að ekki fór verr.

    Er það samt rétt skilið að þú hafir dottið í 10cm ísskrúfustubb?
    Vel gert hjá þeim stutta!

    Og… hvar er þetta kerti eiginlega miðað við Orginalinn?

    Kv,

    Freysi

    in reply to: Aðstæður í hlíðarfjalli #56172
    Freyr Ingi
    Participant

    Það gerist nú ekki á hverjum degi að Veðurstofan sjái ástæðu til að gefa út snjóflóðaviðvörun.

    Það eitt og sér segir okkur það, alla leið heim í stofu, að það séu sketsí aðstæður.

    Gangið hægt um gleðinnar dyr og ekki láta ykkur detta í hug að fara út í snjó án hinnar heilögu þrenningar!

    Freysi survival_curve.gif

    in reply to: Umgengni við ísfossa #56142
    Freyr Ingi
    Participant

    Stubbur#2 Picture_100.jpg

25 umræða - 51 til 75 (af 252)