Vellirnir

Home Umræður Umræður Almennt Vellirnir

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45248
  2005774349
  Meðlimur

  Bara til þess að koma aftur inn umræðunni eftir að Halli drap hana alveg niður.

  Eins og þeir sem gerskt þekkja þá er alls ekkert hægt að kvarta undan umgengni ÍFLM á Hnappavöllum.
  Einar humar stóð sig líka með prýði seinasta vor þegar hann hélt námskeið í klettaklifri.
  Ég býð líka spenntur eftir að leiðsögumenn framtíðarinnar fari að setja upp úrval af góðum byrjendaleiðum.

  Málið með Hnappavelli er hinsvegar það að klettarnir eru á einkalandi. Það eru ekki allir klettarnir sem eru jafnir þegar kemur að því að setja upp nýjar leiðir. Sumir eru á gráu svæði vegna friðlands í Salthöfða.
  Salthöfði var á sínum tíma settur á náttúruminjaskrá svo að hann yrði ekki sprengdur í mola og nýttur sem grjótnáma.

  Bændurnir hafa leyft okkur að vera þar endurgjaldslaust (þannig að við förum nú varla að rukka fyrir gistingu eða eitthvað annað þar).

  Það hefur verið gengið vel um Hnappavelli hingað til, með mjög leiðinlegum undantekningum hinsvegar.
  Þeir sem hafa sótt Vellina stífast hafa verið þeir sem hafa gætt þess að Vellirnir liðu ekki fyrir umferð um svæðið (með margra rúmmetra ruslflutningum þaðan á drasli sem hefur verið skilið eftir).

  Það hafa helst verið þeir sem sækja Vellina sjaldan sem hafa gengið illa um.

  Það verður því að umgangast Hnappavelli af virðingu.
  Það þýðir engan göslarahátt þar, æða til og bora eða eitthvað þannig.

  Hnappavellir eru ekkert í leynum.
  Allir sem klifra vita af Völlunum.
  Við sem höfum verið þar sem mest höfum reynt að halda öllu umtali „low profile“ um Vellina, þannig að þeir sem eru að klifra komi þangað, en þeir sem eru bara að fara í tjaldútilegu sæki þá heldur Skaftafell heim.

  Það hefur gengið vel hingað til og gengur vonandi áfram.

  Hjalti Rafn.

  #49132
  2806763069
  Meðlimur

  Hraeddur um ad eg verdi ad hryggja Kristinu med thvi ad eg se ekki haettur ad klifra i klettum, amk geri eg litid annad thessa dagana. Fyrir mig hefur thad hinsvegar litid upp a sig a Islandi thar sem eg er fastur i ad klifra alltaf somu 10 leidirnar i mjog svo takmorkudum klettum landsins, hef ekki tima til ad klifra nog til ad baeta mig og ekki nennu til ad setja upp eigin leidir (nota frekar timan til ad klifra somu 10 leidirnar einusinni enn). Eg er hinsvegar theirar skodunar ad Isalp og klifursamfelagid se a miklum villugotum med nyttingu a Hnappavollum og ad thessi hraedsla vid ad styggja baendurnar se meira osk einhvera klifrara um ad hafa svaedid utaf fyrir sig. Stadreyndin er su ad thetta er rok rassgat og rigningarbaeli og thad verdur aldrei neitt stor vandamal med of mikid af folki. Hins vegar er mikid af onyttum moguleikum a svaedinu og min skodun er su ad menn hafi verid alltof ragir vid ad nema ny lond. Audvitad verdur slikt ad gerast i samradi vid landeigendur, en hefur einhver spurt tha hvort their hafi eitthvad a moti frekari uppbyggingu, hefur einhver t.d. bodist til ad greida fyrir notkunn a landinu med hoflegum tjaldstaedagjoldum gegn thvi ad tryggja umgengisrett? Hefur einhver talad vid natturuverndarrad um takmarkada nytingu a Salthofdasvaedinu? Eg veit ekki hvada forsendur eru fyrir hendi i fridun Salthofdans en eg gaeti vel truad ad thar se ok ad bora a vissum arstimum ef klifrarar virda lokanir yfir varptiman (eda hvad thad nu er).

  Thvi midur er eg ekki sammala morgum af vinum minum (og fyrverandi vinum minum) um thad ad Hnappavellir se einhver heilagur stadur fyrir elituna. Eins og eg sagdi sidast tel eg ad thetta aetti ad vera eitt af helstu verkefnum stjornarinnar, thad er ad tryggja umgengni og frekari uppbyggingu a Hnappavollum.

  IFLM munu aldrei nyta Hnappavelli sem tjaldstaedi (ef fra er talinn ein trussferd sem fer tharna i gegn) thar sem vedur og adstada er svo miklu betri i Skaftafelli. Hinsvegar er theim sem ferdast med IFLM eda koma a namskeid velkomid ad gista thar sem their vilja.

  Audvitad er umgengni vandamal sem verdur ad taka a en eg se ekki hvad thad hefur med thad ad gera ad einhver selji ferdir a svaedid, serstaklega thar sem allir atvinnuadilar sem mogulega eiga hlut ad mali eru i fararbroddi hvad umgengni vid natturu landsins vardar.

  Eg vona ad klifursamfelagid se satt vid thad sem IFLM leggur til eins og stendur til uppbyggingar klifurs a islandi og vona ad sama skapi ad i framtidinni muni thessi atvinnugrein dafna og leggja enn meira til. Thad er einnig min osk sem frekar erfidur felagi i Isalp ad stjorning taki upp vidraedur vid landeigendur a Hnappavollum og Fagurholsmyri og reyni ad tryggja sama og aukin umgengisrett um svaedid svo thad geti nyst fleirum en bara elitunni. Thegar thad er komid i gegn er eg viss um ad IFLM verdur til i ad skoda beina styrki til uppbyggingar a byrjenda og kennslusvaedum. Eg hef thegar eitt sveadi i huga sem vaeri fullkomid en er nuna inni a fridlistu landi.

  Thad er hinvegar rett hja Hrappi ad eg eyddi allt of miklum tima i tolvunni og aetti frekar ad vera uti i solinni ad prila.

  #49133
  Hrappur
  Meðlimur

  Lestu síðasta póstinn á hinnu umræðusíðunni og hættu svo þessu þvaðri Ívar

  #49134
  0703784699
  Meðlimur

  Gat nú ekki setið á mér lengur og ekki lagt orð í belg hér…..

  Ég var að reyna að leita að gömlum þræði hér á Ísalp þar sem Ívar talaði um að klifur væri jaðarsport og það ætti ekki að auglýsa það og reyna að auka þann fjölda sem nú þegar stundar sportið. Því miður fann ég þráðinn ekki eftir drjúga leit, en mér sýnist félagi minn hann Ívar vera að skipta hér um skoðun svo um munar, sem er kannski gott.

  Sem víkur að spurningu minni, viljum við framþróun í sportinu og þá fleiri iðkendur eða ekki?

  Gimp

  #49135
  3008774949
  Meðlimur

  Spurning hvort Ívar fái nafnbótina Ragnar Reykás?

  #49136
  1709703309
  Meðlimur

  Eða John F. Kerry.

  #49137
  0405614209
  Participant

  Demúkrati???

  #49138
  Leifur
  Meðlimur

  Smá sögulegur bakgrunur inn í annars fróðlega umræðu. Í gegnum tíðina hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn oft boðist til þess að kosta boltun á auðveldum leiðum á Hnappavöllum. Ég hef nokkrum sinnum rætt þetta við Björn Baldursson og minnst á þetta við Stefán Smárason og nokkra aðra áhugasama klifrara. Gott ef ekki var einhvertímann fest kaup á nokkrum boltum og augum í þessum tilgangi. Ekkert hefur en orðið úr þessum áformum af vel skiljanlegum ástæðum þar sem áhugi manna liggur í klifurleiðum sem eru í þeirra eigin getu.
  Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru í mjög góðu sambandi við Hnappavallabændur og höfum við haft samráð við þá frá því að við fórum fyrst með námskeið á Hnappavelli 1997.
  Þar sem fjallamennska er einn af hornsteinum í tilveru Íslenskra fjallaleiðsögumanna erum við að sjálfsögðu opnir til umræðu um þetta mál sem önnur.

  Kveðja Leifur Örn Svavarsson, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum

  #49139
  Hrappur
  Meðlimur

  gott þetta var nú það eina sem ég var að velta fyrir mér. Það var samnt abygilega holl umræða um umgengni og ábyrgð klifrara og ,,annara“ á Völlunum. þessi umræðusíða er nátúrlega til að menn ræði saman (á málefnalegum grundvelli) um okkar hjartans mál (fjallamennsku og klifur) og ég veit svosem manna best hvað fjallamen og klifrarar hafa sterka tilhnegingu til sjálstæðis (að gera hlutina á eiginn forsendum óháðir reglum annara). Ég byrjaði þessa fyrirspurn á því hvor ég væri í einhverju rugli einsog venjulega og einsog venjulega þá reyndist það vera raunin. Ég vil alls ekki að þeir starfsmenn Fjallaleiðsögumanna ,sem hafa miskilið það sem ég var að tala um, taki því þannig að ég og við hinir sem hafa tekið undir með sjónarmiðum mínum séum á móti þeim. Ég held að þeir viti það nú innnst inni. Þetta var nú bara þannig mál að það þurfti að vera á hreynu á hvers ábyrgð þessi starfsemi væri stunduð. Ef Fjallaleiðsögumenn eru menn til a’ standa undir eigin ábyrgð (einsog Leifur Örn segir) þá óska ég þeim velfarnaðar í starfi og megi þeir draga sem flest á hina fögru Velli-Hnappa. Það eina sem við förum framá er að menn séu opnir fyrir umræðu og skoðana skiptum um þessi mál á sæmilega ´siviliseruðum grundvelli.

  Góðar stundir

  #49140
  1110734499
  Meðlimur

  og lýkur hér með sögu þessari.

  #49141
  0309673729
  Participant

  Það væri ekki ónýtt að fá fleiri léttar leiðir á Vellina til að hlúnkast upp. Í boði ÍFLM að sjálfsögðu.

  kveðja
  Helgi Borg

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
 • You must be logged in to reply to this topic.