Upptökur á batman í skaftafelli

Home Umræður Umræður Almennt Upptökur á batman í skaftafelli

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46447
    Robbi
    Participant

    Ég var á vappi ásamt félögum mínum í Skaftafelli um helgina. Planið var að fara inneftir svínafellsjökli og upp á hrútsfjallstinda. Þegar við lögðum í hann, keyrðum inn afleggjarann hjá svínafellsjökli þá mætir ökkur einhver maður sem segist vera öryggisvörður og við megum ekki fara lengra,ALLUR jökullinn sé lokaður vegna upptöku á nýjustuy Batmanmyndinni og við verðum að snúa við, okkur til mikillar gremju. En við sættum okkur ekki við þetta og spurðum hvort að hann hefði einhver uppáskrifuð plögg frá sýslumanni um að almenningur mætti ekki fara um svæðið. Hann sagði örugglega, en hann væri ekki með neitt á sér, og í þakkabót þá var hann ekki einkennisklæddur og síndi okkur ekki neitt skírteini um að hann væri einhver öryggisvörður. Þetta fannst okkur frekar loðið allt saman. Við sögðumst ætla að labba áfram, en vera umburðarlyndir og taka stóran sveig fram hjá öllu batteríinu, en þá var okkur hótað lögsókn. Þá fengumj við númerið hjá e-um „öryggisfulltrúa“ sem við rifumst við , og á endanum létum við undan og snérum við. Við þurftum að taka á okkur krók frá freysnesi til að komast inn á jökul. Eftir allt umstangið og og krókinn sem við tókum á okkur þá sáum við fram á að við þyrftum að fara niður í myrkri og vonda veðrinu sem var spáð um kvöldið svo að við snérum við.
    En við héldum samt ótrauðir áfram ,þótt við sæum ekki fram á að komast á topp, og fórum upp hafrafell og eltum hrygginn þangað til að tími væri kominn til að snúa við vegna þröngra tímamarka. Þrátt fyrir það var steikjandi hiti, heiðskýrt og logn…en skjótt skipast veður í lofti og við létum skynsemina ráða.
    Hér með lýsi ég yfir óánægju minni yfir þessum yfirgang, að banna almenningi að ganga um ógirt landsvæði, þar af í þjóðgarði landsins og skv.12.gr. lög nr.44 frá 1999 þá:

    „12. gr. Réttindi og skyldur almennings.
    Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi.“(http://www.althingi.is/lagas/nuna/1999044.html)

    Einnig höfðu Batmanmenn hulið upplýsingaskiltið sem benti á afleggjarann að Svínafellsjökli, sem er að sj´ðalfsögðu bannað með lögum.
    Með Batmankveðjum:
    Róbert hinn reiði.

    #48527
    Robbi
    Participant

    önnur lagagrein svona til viðbóta
    14. gr. Umferð gangandi manna.
    Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.
    robbi

    ps.ég veit ekki betur en svínafellsjökull teljist sem óræktað land,en… maður spyr sig.

    #48528
    Ólafur
    Participant

    Menn hafa nú snúið við af fjöllum áður af ýmsum ástæðum en þetta er sennilega með því betra sem ég hef heyrt…snérum við vegna þess að við lentum í Batman :)

    En svona grínlaust þá er þetta umhugsunarvert fyrir auma útivistarmenn. Það er sjálfsagt að sýna svona löguðu tillitsemi en geta menn virkilega lokað heilu jöklunum fyrir gangandi vegfarendum? Þetta stefnir náttúrulega í óefni þegar ekki minni menn en Bond og Batman eru orðnir reglulegir gestir í Öræfum.

    Hvað segir nýskipaður Dómari um svona?

    -Jókerinn

    #48529
    2806763069
    Meðlimur

    Hvað segir nýskipaður blaðafulltrúi Ísalp um þetta, er þetta ekki fréttaefni?

    Kvikmynda pakk, gersamlega óþolandi, en hvað gerir maður á þynku dögum án þess?

    #48530
    Karl
    Participant

    Það getur vel verið að þessir menn hafi haft umboð frá sýslumanni til að meina mönnum för um jökulinn.

    Það hefur hinsvegar enginn rétt til að taka sér slíkt lögregluvald og og því ekki nauðsynlegt að hlíta slíkum tilmælum nema að viðkomandi sýni með óyggjandi hætti fram á raunverulega tilvist slíks ferðabanns.
    Einfaldast er að hringja í viðkomandi lögregluembætti og fá upplýsingar frá fyrstu hendi. Ef lögreglan staðfestir ekki meint ferðabann og „verðirnir“ eru ókurteisir, er sjálfsagt og ÆSKILEGT að virða farartálma þeirra engu og halda áfram för.
    Að öðru leyti er sjálfsagt að taka fult tillit til þeirra sem fást við kvikmyndagerð, -en þeir verða að kunna sig eins og aðrir og framvísa gögnum frá sýslumanni ef þeir ætla að hafa í frammi e-h annað ein vinsamleg tilmæli

    #48531
    1410815199
    Meðlimur

    Lenti í þeim fyrir um 2 vikum síðan. Þá í nákvæmlega eins gaur og Robbi og félagar lentu í.

    Einhver jólasveinn hljóp útúr húsbíl og sagðist hafa lokað jöklinum allri almennri umferð.
    Það varð úr að við fórum upp að jöklinum fyrir ofan Freysnes og gengum í raun fyrir ofan settið hjá Batman og co. En það var samt allt í lagi!
    Maður nennir nú ekki að gera mikið mál úr þessu en maður ætti í raun að gera það. Það er með öllu ólíðandi að einhverjir einkaaðilar meini ferðafólki aðgang að svæði sem er almenningur og ógirt. Hvort sem landeigendur hafi veitt þeim eitthvert leyfi til að mynda eður ei.

    Hvað um það þeir eru farnir og koma vonandi ekkert aftur.

    #48532
    Siggi Tommi
    Participant

    Þetta er hið fáránlegasta mál og ég ekki sáttur við að vera bolað þarna burt.
    Að einhver öryggisfulltrúi hóti að senda á mann her lögfræðinga frá Holviðarhæðum af því einhverjir peningakallar hafi borgað yfir 100 millur fyrir að mynda á okkar auma landi. Auðvitað er það hið besta mál að menn komi hingað með peninga og vonandi eykur þetta áhuga erlendis á landinu, en háttalag þessara plebba var alveg út af kortinu.
    Síðan þegar maður reynir að rengja þetta þá svarar liðið bara með því að við séum bara fífl að þurfa endilega að fara upp á þessum ákveðna stað, að það sé nóg af öðrum fjöllum og jöklum á landinu. Síðan fannst guttanum alveg sjálfsagt að ég veldi mér bara einhverja aðra helgi til að tölta þarna upp því þeir voru jú þarna BARA í 4 vikur!!
    Frekar dularfullt allt saman…
    Kannski reiðir íslenskir fjallamenn verði næsti óvinaher blóðsugumannsins!

    #48533
    2806763069
    Meðlimur

    Stjórn Ísalp ætti að setja sig í samband við Sagafilm vegna þessa máls og óska eftir skýringum. Fáist ekki fullnægjandi skýringar á hiklaust að leka þessu í fréttamiðlana, ef þeir hafa ekki þegar fengið áhuga á málinu, og gera mál úr þessu. Þetta er alveg óviðunandi tillitsleysi sé þetta gert án leyfis auk þess sem spurning er hvort yfir höfuð er hægt að banna svona hluti.

    Hvernig litu annars Hrútfellstindar út. Ég segi enn og aftur að það er gott að fá fréttir af aðstæðum hér á síðunni, ekki síst þegar viðfangsefnin eru eins langt í burtu og Hrútfellstindar.

    #48534
    1902834109
    Meðlimur

    Ég veit ekki betur að Róbert hafði líka samband við sýslumanninn á Höfn sem kannaðist ekkert við að hafa veitt leyfi fyrir lokun á þessu tilgreinda svæði

    #48535
    Anonymous
    Inactive

    Já svona er kaninn algerlega óþolandi með endalausan yfirgang. Ég legg til að við fjölmennum austur og bara löbbum í breiðfylkingu upp jökul bara til að sýna þeim að þetta sjálfskipaða vald þeirra dugir ekki hér á landi þó svo að það virki annars staðar. Ég legg til að byrjaði verði að ganga þar sem umræddum jólasveini hefur verið plantað. Það er alveg víst að ekki mun ég berja þessa filmu augum he he.
    Það er kannski hægt að sýna þeim í verki hvaða land er „land of freedom“
    Olli kanavinur! (enda búinn að eyða 8 árum æfinnar í þessu guðsvolaða landi.)

    #48536
    2806763069
    Meðlimur

    Auk þess ætti það að vera réttmæt krafa okkar að kvikmyndafyrirtækin létu hagsmunaraðila eins og leiðsögufyrirtækin, Ísalp og landsbjörgu vita og sendu fréttatilkynningar á helstu heimasíður sem tengjast þessu sporti hafi þeir yfir höfuð einhvern lagalegan rétt til að meini aðgang að svæðunum. Og hvort eð er ef þeir vilja vinsamlegast biðja fólk að halda sig fjarri.

    #48537
    Siggi Tommi
    Participant

    Ívar: Hrútsfjallstindar litu mjög vel út verð ég að segja. Þekki reyndar ekki mikið til leiðanna þarna upp þannig að ég hef ekki mikinn samanburð.
    Fórum þarna í mars í fyrra líka og snjórinn undir 1000m er mun minni nú en þá. Fyrir ofan 1000m (fórum upp á 1170m tindinn upp frá Hafrafelli, ofan Sveltisskarðs) var sæmilega hart hjarn (ekki ís) og á köflum var kominn vindbarin skel af foksnjó ofan á, en það var óvíða eitthvað að ráði. Er að stefna á að setja inn myndir á Mínar síður á næstu dögum – líklega betra að þú dragir eigin ályktanir af því sem þú sérð þar enda stefnir þú væntanlega á brattari leiðir en við fórum.
    Þó við höfum ekki farið nema rúmlega hálfa leið upp, þá var þetta samt alveg brilliant ferð, veðrið eins og best verður á kosið og perlur Öræfa skörtuðu sínu fegursta bæði í tungl- og sólskini. Fylgist með myndunum þegar þær koma ef þetta vekur áhuga…

    #48538
    Siggi Tommi
    Participant

    Varðandi breiðfylkingu öreiganna, þá verð ég að syrgja Olla með því að tökum lauk þarna á laugardaginn og þeir verða þessa viku að ganga frá. Þeir verða því væntanlega farnir um næstu helgi…
    Synd og skömm! :)

    #48539
    1410693309
    Meðlimur

    Næst þegar þegar meðlimum ÍSALP verður meinuð umferð um óbyggt land eða hótað lögsókn af því tilefni ættu þeir að hafa samband við einhvern hinni fjölmennu lögfræðideild klúbbsins. Ég veit að a.m.k. um einhverja lögfræðinga sem myndu glaðir taka til varna í málsókn, eins og þeirri sem Róbert lýsti að sér hafi verið hótað.
    Kv. SM

    #48540
    1709703309
    Meðlimur

    Heil og sæl,

    Ég hafði samband við sýslumannsembættið á Höfn engin leyfi voru gefin út þar enda ekki í þeirra verkhring þar sem það eru landeigendur sem ráða þessu. Þeir eru í þessu tilviki Þjóðgarðurinn Skaftafell og Svínfellingar, þ.a.m. rekendur Hótels Skaftafell, Freysnesi. Eftir að hafa rætt við hótelstýruna þar sem segist vera einn af eigendum þessa lands sem liggur þarna. Hún segir að það hafa verið hægur vandi að fá leyfi til að fara þarna um með leyfi frá þeim. Varðandi framkomu öryggisvarðanna þá hafa þeir þurft að beina fólki í lakkskóm þarna í burtu og blaðamönnum sem hafa viljað vera þarna á svæðinu. Sorglegt er því þegar fólki í heiðvirðum tilgangi gengur þarna um. ´

    Það kom þó fram í samtali við hótelstýruna að alskonar uppákomur hafa átt sér stað þarna og blaðamenn puntað sig upp sem ferðalanga í þeim eina tilgangi að komast inná svæðið. Ferðahópar hafa verið að fara þarna með leiðsögumönnum og það var ekki ætlun landeigenda að meina almennu göngufólki um gönguleiðina þarna upp. Nánari lagatúlkun læt ég aðra um.

    Kv.
    Stefán

    #48541
    2806763069
    Meðlimur

    ég segi enn og aftur að Ísalp ætti að taka þessi mál upp við Saga film og gegna þannig hlutverki sínu sem hagsmunarsamtök fjallamanna.

    Alveg dæmigerður yfirgangur í þessu kvikmyndaliði alltaf hreint

    #48542
    Siggi Tommi
    Participant

    Fyrir áhugasama, þá er ég búinn að setja ferðasöguna inn á Mínar síður. Slatti af myndum fyrir þá sem hafa gaman af því, allt af mikið af texta fyrir leslata en vonandi gaman fyrir einhverja….

    #48543
    0311783479
    Meðlimur

    klassa pistill Siggi !
    -kv.
    Halli

    #48544

    Þið getið lesið um atburðarrásina í æsifréttamiðlinum DV í dag, miðvikudag. Hún er frekar bjögðuð og töluverður hluti greinarinnar er tekinn HÉÐAN. Passið hvað þið segið. Það gæti farið lengra en þið haldið.

    Kv. Ágúst

    #48545
    Hrappur
    Meðlimur

    Jah mönum er svo heit í hamsi að það verða engir jöklar eftir fyrir útlenda dóna að ráðskast með

    #48546
    0808624159
    Meðlimur

    Ágætu ÍSALP-félagar.
    Þjóðgarðsvörður langar að leggja orð í belg og upplýsa ykkur um málið frá hendi þjóðgarðsins og Öræfinga. Það boðar ekki mikla gæfu fyrir félagsmenn að vera með æsing útaf þessu máli.
    Þegar gengið er á Hrútfellstinda þá er farið inn í þjóðgarðinn, Hafrafell er innan þjóðgarðs, einnig lítill hluti Svínafellsjökuls, vestasti hluti Hrútfellstinda er einnig innan innan þjóðgarðsins.
    Fyrst aðilar byrja að vitna í lög og reglur þá er rétt að geta þess að í 5 gr. reglugerðar um þjóðgarðinn í Skaftafelli, „þá er getið um að garðurinn er opinn gestum allt árið. ………. 1.júní-15.sept, fyrir utan þann tíma ber gestum að gera þjóðgarðsverði aðvart þegar þeir koma……….
    Þjóðgarðurinn í Skaftafelli gaf Sagafilm leyfi til kvikmyndatöku í gamalli grjótnámu við rætur Hafrafells. Landeigandi í Freysnesi gaf Sagafilm leyfi til að kvikmyndatöku í sínu landi.
    Ef Róbert og félagar hefðu haft samband við þjóðgarðsvörð áður en þeir hyggðust ganga á fjallið þá hefði undirritaður verið hjálplegur til að ræða við starfsmenn Sagafilm og leyst úr þeirra vandræðum. Svínafellsjökull var ekki lokaður fyrir umferð.
    Síðastliðna tvo mánuði hafa félagsmenn úr Landsbjörg (frá Höfn og Kára í Öræfum) unnið við öryggisgæslu við Hafrafell, fyrir Sagafilm. þannig að Landsbjargarmenn hafa verið á staðnum.
    Eftir viku þá verður búið að taka leikmyndina niður og aðgengi að Hrútfellstindum „greiðfær“. Þeir sem hyggjast ganga á fjallið ættu að hafa þá reglu að hafa samband við þjóðgarðsvörð og björgunarsveitina Kára í Öræfum, áður en þeir ganga á fjallið. Björgunarsveitarmenn úr Kára og frá Höfn hafa þurft að hjálpa Alpaklúppsfélögum niður Svínafellsjökul eftir slys (fyrir tveim að þrem árum síðan var slæmt fótbrot hjá Ísalp félaga í Svínafellsjökli).

    Þegar allir verða búnir að fá nóg af Batman. þá óska ég eftir að félagsmenn ræði um: öryggismál á fjöllum. Í undirbúningsnefnd að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, þá hefur verið rætt um öryggismál á jöklinu og jaðri hans. Ég spyr félagsmenn í ÍSALP hvernig á að haga öryggismálum á jöklinum og þegar gengið er á fjöll að vetri til? Á að vera einhverskonar „tilkynningarskylda“. þá til Landsbjargar, eða til þeirrar björgunarsveitar sem er á landsvæðinu? Til þjóðgarðsvarðar ef fjallið er innan þess svæðis sem hann hefur umsjón með. Hver er ykkar skoðun á þessu máli? Er þörf á betra öryggi fyrir útivistarfólk? Eiga aðrar reglur að gilda fyrir erlendagesti en okkur heimamenn? Á að borga tryggingu til að fá leyfi til að fara inn í þjóðgarðinn? Eru ÍSALP félagar of „góðir“ til að láta vita af sínum ferðum?

    Óskað er eftir málefnanlegri umræðu.

    kveðja Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli og formaður Slysavarnarfélagsins Kára í Öræfum.

    #48547
    Anonymous
    Inactive

    Sæll Ragnar! Jú alltaf alveg sjálfsagt að hreinsa loftið ekki er vanþörf á því í þetta skiptið.
    Eg segi það nú sem stjórnarmaður í Ísalp að það sé sjálfsagt að láta menn vita hvert fyrirhugað er að fara áður en farið er á fjöll. Þetta er nokkur sem margir trassa. En hvern á að láta vita?, klifurfélaga heima í Reykjavík eða þjóðgarðsvörð eða Landsbjörg?? Við Ísalparar erum margir hverjir frekar vanir ferðamenn þó svo að þar inn á milli séu undir og óvanir ferðamenn. Ég persónulega hef oftast látið félaga mína eða fjölskyldumeðlimi vita af fyrirhuguðum ferðum mínu og ef þetta er ferð á vegum Ísalp er það á vef Ísalp hvert menn ætla. Eftir því sem ég hef heyrt frá þeim aðilum sem hlut áttu að máli þá var alls ekki ætlunin hjá fólki því sem þeir töluðu við á staðnum að hleypa þeim á jökulinn. Það var ausið í þá svívirðingum um að þeir væru nú meiri asnarnir að finna ekki eitthað annað fjall að fara á því það væri nóg af þeim á Íslandi. Ég hefði nú persónulega bara labbað þarna í gegn þrátt fyrir hótanir viðkomandi aðila. Það er alltaf hægt að reyna að bæta öryggi útivistafólks og persónulega held ég að besta aðferðin til þess sé að fræða fólk og gera það færara um að bjarga sér á fjöllum heldur en boð og bönn. Það er alveg á hreinu að ef farið verður út í tryggingu til að fá leyfi til að fara inn í þjóðgarðinn þá megið þið bara eiga hann. Það verður mjög áhrifarík aðferð til að fækka fólki á staðnum ef það er það sem þið viljið. Ég held að Ísalparar séu ekki of góðir að láta vita af ferðum sínum ég held að það séu all flestir hópar sem þarna fara um sem geri það án þess að tilkynna sérstaklega mönnum á staðnum um ferðir sínar. Ég vil benda á að á hverju vori fara fjölmargir hópar á Hvannadalshnjúk án leiðsögumanns og mér er til efs að þeir tilkynni það til þjóðgarðsvarðar. Þarna eru á ferðinni hjálparsveitarmenn og hópar með reyndu ferðafólki og í sumum tilfellum óreyndir fjallamenn.
    Kveðja Olli

    #48548
    0405614209
    Participant

    Jæja.

    Umræðan er komin í gang og það er gott. Ég vil byrja á að benda mönnum á að það er auglýstur dagskrárliður hjá Ísalp 31.mars undir yfirskriftinni „Félagsfundur – umræðukvöld: Slys á fjöllum – umræður og fyrirbyggjandi aðgerðir“. Eflaust verða einhverja umræður á fundinum um Skálafellsjökulsmálið og það er bara fínt.

    Hitt er svo annað að þegar farið er út í „lokanir“ á svæðum þá finnst mér eðlilegt að slíkt sé auglýst á einhvern hátt og viðkomandi félögum send tilkynning. Menn geta verið búnir að undirbúa leiðangra í langan tíma og koma svo að lokuðum dyrum og mæta engum skilningi.

    Auðvitað láta menn sína nánustu vita af því hvað verið er að fara að gera og reyna sem best að fara eftir ferðaplaninu. Hitt er svo annað að menn geta svo verið að þvælast um og leita að t.d. ísklifurleiðum og þá er erfitt að vera að hringja út og suður til að tilkynna t.d. þjóðgarðsverði eða öðrum um að hætt sé við að fara í þennan dal og stefnan sé að fara frekar í þetta eða hitt gilið.
    Um stærri leiðangra eins og t.d. skíðaleiðangra á Vatnajökul er sjálfsagt að láta vita um og tilkynna fyrirhugaða leið og hvernig fjarskiptum verður hagað.

    Það fara líklega nokkurhundruð manns á Hvannadalshnúk á hverju ári – göngumenn, vélsleðamenn og jeppamenn – það er ógjörningur að fylgjast með þessu og ætlast til þess að menn tilkynni ferðina og svo tilkynni aftur þegar þeir eru komnir niður. Þetta yrði einfaldlega of flókið í framkvæmd.

    Menn verða auk þess að vera það ábyrgir fyrir því sem þeir eru að gera að vera ekki að þvælast í leiðir eða fjöll sem eru þeim ofviða. Það þarf ekki opinbert eftirlit eða aðra stjórnsýslu til að ákveða slíkt fyrir menn.

    Gjaldtaka fyrir aðgengi að hálendinu eitthvað sem við eigum ekki einu sinni að byrja að tala um.

    Með bestu kveðju
    Halldór Kvaran
    formaður Ísalp

    #48549
    1709703309
    Meðlimur

    Það hefði nú ekki verið mikið mál að senda upplýsingar um lokunina (eða takmarkað aðgengi) á ÍSALP og Slysavarnafélagið Landsbjörg.

    Er vanur að láta vini vita ef ég er að fara á fjöll.

    Kv.
    Stefán

    #48550
    Ólafur
    Participant

    Þetta eru athyglisverðar spurningar sem þjóðgarðsvörður veltir upp.

    Sjálfur hefur maður þvælst nokkuð oft um á Öræfajökli með hinum og þessum, bæði á Hvannadalshnjúk og Hrútfjallstinda. Ég hef ekki vitað til þess að hingað til hafi menn tilkynnt þjóðgarðsverði um hvort þeir séu að koma eða fara. Tek undir með Halldóri að slíkt væri bæði flókið og erfitt í framkvæmd. Menn eru að leggja af stað á ýmsum tímum sólarhrings og breyta ferðaplani fram á síðustu stund. Hinsvegar lætur maður að sjálfsögðu alltaf einhvern vita af ferðum sínum (þarf nú varla að taka það fram). Satt að segja hefur GSM líka aukið öryggi manna á fjöllum töluvert þótt ekki sé hægt að treysta að maður sé alltaf í GSM-sambandi.

    Ég er algjörlega mótfallinn öllum hugmyndum um tryggingafé fyrir þá sem ganga á fjöll í þjóðgarðinum, hvort heldur fyrir íslendinga eða útlendinga. Björgunarsveitir hafa ekki farið í manngreinarálit hingað til hvort bjarga þurfi Íslendingi eða útlendingi, hvort það sé fótbrotinn fjallamaður eða jeppakall með bilaðan bíl. Held að það væri óheillaspor. Svo veltir maður fyrir sér hversvegna maður ætti að þurfa að borga tryggingu fyrir að ganga á Hvannadalshnjúk en ekki Esjuna?

    Mér finnst hinsvegar eðlilegt að sé vinsælum útivistarsvæðum lokað tímabundið af einhverjum ástæðum þá sé það tilkynnt á einhvern formlegan hátt. T.d. til Landsbjargar og Samtaka útivistarfélaga. Það ætti að koma í veg fyrir svona leiðindi eins og komu upp við Svínafellsjökul. Menn geta þá líka skipulagt ferðir sínar með hliðsjón af því.

    -órh (sem kallar sig Jókerinn skv DV)

25 umræða - 1 til 25 (af 26)
  • You must be logged in to reply to this topic.