Tröllaskagaklifur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Tröllaskagaklifur

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46093
    Siggi Tommi
    Participant

    Sælt veri fólkið.

    Fór ásamt Jökli B, Freysa og Tryggva (Þórðar?) í Búrfellshyrnu í morgun. Gífurleg hlýindi og töluverð flóðahættu fældu okkur frá. Freysi og Tryggvi fóru þó íshaftið í Ormapartý (WI4+) en sigu svo niður enda mjög vafasamt að fara upp á topp í þessu færi.
    Við heimamaðurinn fórum í mixgilið góða í Skíðadal (Þverárgil). Ætluðum að bolta 2 af leiðunum þar (M7 og M8 ?, sem eru bara með toppakkeri) en bensínrokkurinn fór ekki í gangi, bölvaður.
    Létum okkur því nægja að vaða leiðirnar ofan nokkrum sinnum og var það tóm hamingja og pumpa dauðans. Reddaði alla vega deginum, þó ævintýrafaktorinn væri ekki sérlega hár.

    Sjá annars nánar um það á:
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/MixklifurSkAdal#

    Einnig var ég að henda inn myndum úr Ólafsfjarðarmúlanum á öðrum í jólum. Áhugavert „nýtt“ svæði, sem býður upp á gríðarlega möguleika.
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/LafsfjarArmLi26Des2008#

    #53495
    Gummi St
    Participant

    flott hjá ykkur !

    líst vel á þessar D-gráður :)

    kv. Gummi St.

    #53496
    AB
    Participant

    Skemmtilegar myndir. Bergið í Þverárgili lítur vel út.

    Kveðja,

    AB

    #53497
    Sissi
    Moderator

    Hlíðarfjall búið að vera fínt síðustu daga, prýðis púdder í Strýtunni seinnipartinn hjá okkur Gunna TAT-ara.

    S

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.