Þríhnúkar / Þríhnúkar ehf

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnúkar / Þríhnúkar ehf

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45419
  Karl
  Participant

  Hellarannsóknarfélagið gerði þessa athugasemd við umhverfismatsskýrslu Þríhnúka ehf:

  Athugasemd vegna framkvæmda við Þríhnúkagíg
  Posted on 23/09/2012 by Arnar
  Hellarannsóknafélag Íslands skilaði sínum athugasemdum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Þríhnúkagíg á föstudaginn síðastliðinn. Textann má sjá hér fyrir neðan.

  Varðandi framkvæmdir við Þríhnúkagíg

  Hellarannsóknafélag Íslands er alfarið á móti fyrirhuguðum framkvæmdum Þríhnúka ehf. í Þríhnúkagíg og nágrenni. Óafturkræfar aðgerðir sem þessar á einstökum náttúrufyrirbærum eru að okkar mati óásættanlegar og ekki á nokkurn hátt hægt að réttlæta. Við sjáum þetta einfaldlega ekki sem verndunaraðgerð.

  Þríhnúkagígur er einstakt jarðfræðifyrirbæri á heimsvísu og það er okkar skoðun að fyrirhuguð jarðgöng í gíginn séu ekkert annað en náttúruspjöll af verstu gerð. Jarðgöng sem boruð yrðu inn í ósnortið hraunið og inn í hellinn væri ekki hægt að taka til baka. Þetta einstaka svæði yrði því aldrei samt aftur sem og Þríhnúkagígurinn sjálfur. Við í Hellarannsóknafélaginu eigum það öll sameiginlegt að þykja vænt um náttúruna. Þess vegna er stefna okkar sú að skilja við einstök náttúrufyrirbæri sem Þríhnúkagíg eins og við tókum við þeim fyrir komandi kynslóðir.

  Við viljum einnig lýsa yfir áhyggjum af spillingu ósnortinna, nærliggjandi svæða sem kunna að verða fyrir skaða við framkvæmd Þríhnúka ehf. Vegir sem fyrirhugað er að leggja að gígsvæðinu er ætlað að liggja yfir Strompahraunið, sem inniheldur fjölda merkilegra hraunhella og er hraunið enn ekki fullkannað. Því gæti skaði við vegagerð á svæðinu orðið óbætanlegur fyrir þessa hella. Bæði þá sem þekktir eru og þá sem eru ókannaðir.

  Hellarannsóknafélagið er hlynnt því að vernda verði Þríhnúkagíg en við fullyrðum að fyrirhugaðar framkvæmdir Þríhnúka ehf. er ekki rétta leiðin. Við eigum aðeins einn Þríhnúkagíg og okkur ber skylda til að fara vel með hann en ekki draga úr gildi hans með óafturkræfum aðgerðum.

  Virðingafyllst:

  Guðni Gunnarsson
  Sigurður Sveinn Jónsson
  Arnar Logi Elfarsson“

  Tenglar:
  http://speleo.is/athugasemd-vegna-framkvaemda-vid-thrihnukagig/

  http://www.facebook.com/pages/Hellaranns%C3%B3knaf%C3%A9lag-%C3%8Dslands-Icelandic-speleological-society/180132597363

  #57881
  Karl
  Participant

  Þetta höfðu Samtök Útivistarfélaga að segja um sama mál.

  „Á fundi Samút þann 19. september 2012 var samþykt að gera athugasemdir við umhverfismatsskýrslu Þríhnúka ehf vegna framkvæmda við Þríhnúka.
  Umhverfismatsskýrsluma má sjá hér http://vso.is/frettir/Frettir-2012/2012-08-07-Trihnukar.html

  Þessa athugasemd okkar verður að skoðaí ljósi þess að almannaréttur er og hefur alltaf verið okkar stærsta hagsmunamál.
  Samtök Útivistarfélaga taka ekki afstöðu til þeirra verklegu framkvæmda sem lýst er í skýrslunni en telja einkavæðingu af þessu tagi ganga gegn almannrétti og orka tvímælis um ráðstöfun lands í almannaeigu.
  Vert er að minna á að Samút lagðist á sínum tíma gegn áformum um einkaveg og einkarétt á akstri upp á Heklu og einnig lagðist Samút gegn einkaframkvæmd á nýjum Kjalvegi sem falið hefði í sér akstursbann/takmarkanir á eldri leiðum. Þessar tvær hugmyndir heftu ferðafrelsi þeirra sem ferðast á eigin bílum en höfðu ekki áhrif á þá sem ferðast á eigin vélarafli eða á vélsleðum.
  Áform Þríhnúka ehf. ganga lengra en fyrrnefndar hugmyndir um einkavæðingu aðgengis að Þjóðlendum og koma alfarið í veg fyrir ferðir allra annara en þeirra sem kaupa aðgöngumiða að hellinum af þessu einkafyrirtæki. Slíkar hömlur á ferðafrelsi eru sérstaklega alvarlega þegar um er að ræða eina helli landsins af þessari gerð.
  SAMÚT leggjast því gegn fyrirhuguðum framkvæmdum Þríhnúka ehf og beina því til Forsætisráðuneytis að setja almennar reglur um atvinnustarfsemi innan þjóðlendna og tryggja þar almannarétt.
  Þjóðlendur heyra undir Forsætisráðuneytið en í raun vantar í stjórnkerfið aðila sem kemur fram sem virkur fulltrúi þjóðarinnar (eigenda) -Þar þyrfti Samút að eiga fulltrúa!

  Erindi til Skipulagsstofnunar

  Samtök Útivistarfélaga, SAMÚT, gera athugasemd við áform Þríhnúka ehf um framkvæmdir fyrirtækisins við Þríhnúka.

  Samrit er sent Forsætisráðuneyti og Þjóðlendunefnd.

  Um verkefnið:
  Einkafyrirtækið Þríhnúkar ehf. hefur lag fram skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra aðkomuleiða, skoðunarsvæða og þjónustusvæða við Þríhnúkagíg í Bláfjallafólkvangi.
  Fyrirhugaðar framkvæmdir miða að því að auðvelda aðkomu ferðamanna og selja ferðir í hellinn. Áform fyrirtækisins auðvelda aðkomu að svæðinu en loka fyrir frjálsa för í hellinn og um gígbarminn fyrir aðra en þá sem greiða einkafyrirtækinu Þríhnúkum ehf. gjald fyrir skoðunarferðir.
  Þríhnúkagígur og Þríhnúkahellir eru innan þjóðlendu og því eign þjóðarinnar allrar.

  Athugasemdir Samút eru eftirfarandi:

  1. Ráðstöfun á þjóðlendu til einkaaðila.
  Samút telja að ekki eigi að ráðstafa svæðum innan Þjóðlendna til einkafyrirtækis sem fái við það einokunaraðstöðu til að selja aðgang að viðkomandi svæði. Marka þarf skýrar almennar reglur um þjóðlendur sem hafi það að markmiði að einstakir fossar, fjallstindar, hellar og aðrir eftirsóttir staðir á þjóðlendum séu opnir almenningi og umferð og aðgengi sé ekki bundin við einstakt fyrirtæki þar sem slíkt geti falið í sér n.k. einkavæðingu viðkomandi landsvæðis og það lokist öðrum en þeim sem greiði viðkomandi fyrirtæki uppsett verð fyrir aðgengi.
  2 Takmörkun á almannarétti:
  Þær framkvæmdir og sá rekstur sem fyrirhugaður er á vegum Þríhnúka ehf. takmarkar frjálsa för almennings þar sem aðgengi er bundið því að kaupa ferð hjá aðila í einokunaraðstöðu.
  Slíkar takmarkanir eru ekki réttlætanlegar á landi í þjóðareign og brýnt að almannaréttur sé án undantekninga á Þjóðlendum.

  Niðurstaða:
  Samtök Útivistarfélaga telja brýnt að settar verði skýrar reglur um ráðstöfun landsvæða á þjóðlendum og þar verði almannaréttur í heiðri hafður.
  Samtök Útivistarfélaga leggjast því gegn þessum framkvæmdum.

  #57883
  0801667969
  Meðlimur

  Ánægjulegt að sjá að enn sé til fólk með sómatilfinningu fyrir náttúrunni sem þorir að tjá sig.

  Fyrrverandi og núverandi kauphallardrengir forðast hins vegar sviðsljósið.

  Það sem veldur hins vegar miklum vonbrigðum er hvað leiðsögumenn og aðilar í ferðaþjónustu þora lítið að segja sína skoðun.

  http://www.isalp.is/forum/5-almennt/13305-trihnjukagigur-enn-i-frettum.html

  Kv. Árni Alf.

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.