Telemarkhelgin

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Telemarkhelgin

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45893
    0704685149
    Meðlimur

    Sæl öll sömul,
    Við bíðum í eftirvæntingu eftir ykkur.
    Hér í dag rann upp föstudagurinn með sól og blíðu.
    Hlíðarfjall opnar kl. 11:00 í dag þar er -1°C sól og logn.
    Það er nægur snjór í Hlíðarfjalli.
    Hittumst í brekkunum upp úr 17:00 og svo byrjar stökkkeppnin kl. 19:00 við Strýtuskálann.
    Stebbi „ekki formaður“ vann í fyrra þannig að allir geta unnið.

    Með Tele-Swing og Stökk-Zoom-kveðjum
    Bassi og Böbbi.

    #47833
    Goli
    Meðlimur

    Flott er að heyra. Hvað er opið langt fram á kvöld (við sem komum úr borg óttans eigum erfitt með að verða komin kl 19…spurning hvort norðanmenn séu svona hræddir við samkeppni að sunnan)?

    Annað: er einhver sem á telemarkplastskó í stærð ca 45 til láns eða sölu? Mér er sagt að menn á leðurskóm séu að deyja út, og það væri gaman að geta keppt á jafnréttisgrundvelli…..

    Annars hóta ég því að taka snjóbrettið með – sem skiptir kannski ekki öllu máli enda á hvorugt nokkuð sameiginlegt með fjallamennsku ….

    #47834
    0704685149
    Meðlimur

    Keppnin stendur alveg til 21:00 og menn geta tekið þetta á sálfræðinni, stokkið sigurstökkið korterí níu. Þetta eru engir ólympíuleikar…og þó.

    Hey…þú veist að þú átt rétt á tveimur veikindadögum í mánuði!!! eins og einhver auglýsti.

    Leggja af stað tímalega…og keyra varlega, löglega en þó ákveðið. EKKI STOPPA Í SJOPPU Né til að létta á sér – bara vera með plastdúnk í bílnum með nógu víðugati til að spræna í.
    Það er ekki nema 2 1/2 tími að keyra til Akureyrar þótt það taki í heildina 4 tíma…Því þú ert alltaf 1 1/2 tíma að koma þér út úr Reykjvík.

    kveðja
    Bassi og Böbbi

    #47835
    0704685149
    Meðlimur

    Athugið þið sem eruð enn í Reykjavík…þið þurfið að fara að leggja af stað ef þið ætlið að ná endann á stökkkeppninni…

    Það er hægt að hlusta á viðtal við okkur á Rás 1, rás allra landsmanna á þessari vefslóðinni http://www.ruv.is/utras eða bara að hlusta á hann endurtekinn í kvöld kl. 19:30 á Rás 1.

    …það voru blammeringar…

    kv.
    Bassi og Böbbi

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.