Skráning á leiðinni Saurgat Satans

Home Umræður Umræður Klettaklifur Skráning á leiðinni Saurgat Satans

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45682
  0309673729
  Participant

  Vel að verki staðið drengir. Gaman að fá fleiri góðar fjölspanna leiðir í flóruna. Fín leiðarlýsing.

  Ég lagaði aðeins skráningu á leiðinni sem félagi minn í vefnefnd setti inn. Lagaði bæði texta og mynd, sérílagi myndina. Ómögulegt að ágætlega unnin mynd með áletruðum upplýsingum sem Hrappur sendi inn skuli ekki njóta sín.

  Ég tek undir orð Óla Ragga að það er óþarfi að velja svona subbuleg nöfn á góðar leiðir. Það er ekki víst að menn verði jafn stoltir af nafngiftinni þegar tímar líða. Ég geng svo langt að mæla með að þeir félagar endurskíri leiðina.

  kveðja
  Helgi Borg

  #48960
  2005774349
  Meðlimur

  Vegna skrifa Óla R. og Helga B. fann ég mig tilneyddan til þess að slá inn nokkrar línur.

  Ég held að menn séu almennt að misskilja nafnið sem leiðinni var gefið, Saurgat Satans.

  Ég hef það eftir áræðanlegum heimildum (ég þekki bæði Hrapp og Rafn ágætlega), að nafnið lýsi leiðinni mjög vel, sem algerum sparigrís Andskotans (sbr. seðla og auragat Satans, saurgat stytt).

  Ég óska þeim til hamingju með leiðina og smart nafn, og hvet þá til þess að láta tilmælin hér að ofan sem vind um eyru þjóta.

  Bestu kveðjur,

  HRG, útsendari Andskotans.

  #48961
  Hrappur
  Meðlimur

  ‘eg þakka Helga umbætur á leiðarvísinum og hvað nafnið varðar
  þá virðist komin sú hefð að því lélegri sem leiðin er því flottara er nafnið. Ég fylgi þessari hefð auðmjúklegast og í anda þeira öfugmæla sem leiðarnöfn lýsa fékk þessi leið nafn við hæfi.

  #48962
  Hrappur
  Meðlimur

  Non, Je Ne Regrette Rien

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.