Ski patrol óskast í Bláfjöll

Home Umræður Umræður Almennt Ski patrol óskast í Bláfjöll

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45391
    0801667969
    Meðlimur

    Skíðagæslumaður (ski-patrol) óskast í Bláfjöll.

    Vantar mann eða konu mér til halds og trausts. Er í stuttu máli að leita að einstaklingi sem getur staðið á skíðum og hefur einhverja reynslu af fjallamennsku.

    Helsta verksvið skíðagæslumanns:

    Í fyrsta lagi að sjá til þess að skíðaleiðir séu sem öruggustar. Í þessu felst m.a. að útlínumerkja brautir og fjarlægja eða merkja slysagildrur.

    Í öðru lagi að sinna slysum sem verða á svæðinu.

    Þessi vinna fer að mestu fram á skíðum og því er þokkaleg eða góð skíðakunnátta lykilatriði.

    Þarf að geta byrjað sem fyrst en ráðningatími er til 1 maí.

    Skilyrði er að viðkomandi sé þokkalegur skíðamaður.

    Góð þekking í fyrstu hjálp æskileg.

    Reynsla í fjallamennsku og spottavinnu æskileg.

    Reynsla af vélsleðanotkun æskileg.

    Þekking á snjóflóðamati og snjóflóðaleit æskileg.

    Fjallið er bratt og getur verið ísað. Það getur því þurft brodda, axir og línu við að komast að fólki í sjálfheldu eða við að kom slösuðum niður.

    Viðkomandi þarf helst að geta framkvæmt björgun úr stólalyftu. Slíkt fer fram með venjulegum fjallabjörgunarbúnaði og því enn og aftur reynsla af spottavinnu æskileg.

    Vélsleðanotkun er mikil. Svæðið er bæði stórt og oft þarf að fara um mikið brattlendi við erfiðar aðstæður. Þetta er einn hættulegasti hluti starfsins.

    Slasaðir eru oftast fluttir á skíðaskel niður úr Fjallinu (sjá Björgun 1.tbl. 2007) og því skíðakunnátta nauðsynleg.

    100% vinna og reyndar vel það.

    Upplýsingar gefur Árni yfirpatrol síma 862-5559, (netfang arnialf@vortex.is).

    #52249
    Goli
    Meðlimur

    Talandi um hættulegasta hluta starfsins, þá er ótrúlegt að sjá viðvarandi hjálmleysi á vélsleðum á skíðasvæðum, reyndar um allan heim. Og þeir sem myndu segjast vera með hjálma eru flestir með kjálkalaus pottlok sem verja andlit og kjálka nákvæmlega ekki neitt. Skamm skamm.

    Annars var svolítið skondið að sjá formann Ísalp renna sér á einskíðung í Bláfjöllum. Á sama tíma sást til stjórnarmanns í Brettafélaginu á þelamerkurbúnaði….

    #52250
    0703784699
    Meðlimur

    …..óska hér með eftir mynd af fyrrverandi formanni brettafélags íslands á skíðum eða öðrum skíðabúnaði….sárvantar eina slíka.

    Já nú eru breyttir tímar og formaður ísalp fylgist greinlega vel með……

    kv.Himmi

    #52251
    Sissi
    Moderator

    Síðan eru TAT liðar óðum að hætta á telemark og færa sig nær æskilegu rennsli – sagan segir að þeir séu farnir að litast um eftir einhverju aðeins meira challenge – hliðarrennslistóli þá helst.

    Allt er í heiminum hverfult og stund þíns fegursta frama… og allt það.

    Siz

    #52252
    0801667969
    Meðlimur

    Réttmæt gagnrýni hjá Góla. Vandamálið er hversu óþjáll ekta sleðahjálmur eða hjálmur með kjálka er í flestri vinnu. Ef einhver veit um hjálm gefur öryggi sleðahjálms en er þjálli væri ábendingin vel þegin.

    Kv. Árni Alf.

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.