Skessuhorn

Home Umræður Umræður Almennt Skessuhorn

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47184
    2410854309
    Meðlimur

    Hi
    Hvernig er að ganga á Skessuhorn. Er spes leið upp. Hvar á ég að leggja bílnum, hvar á ég að fara upp
    :)

    #52959
    Björk
    Participant

    Bendi á bók Ara Trausta þar er hægt að finna góða lýsingu á þessu.
    Góða skemmtun.

    #52960
    Sissi
    Moderator

    Keyrir Draghálsinn úr Hvalfirðinum EÐA keyrir göngin og heldur áfram í austur í staðinn fyrir að taka Borgarfjarðarbrúna.

    Frá vegi 507 er hægt að leggja við bæinn Horn (skv Ara Hrausta bók) eða sneika sér aðeins nær inn á línuveg sem er þarna, við höfum gert það yfirleitt.

    Síðan tekur þú stefnuna ca. á Katla, sem eru svona smá for-tindar norður undir Skessuhorninu, finnur þægilega leið t.d. austan megin í þeim upp eða eitthvert gilið.

    Því næst gengur þú undir horninu vestan megin inn í krikann þar þangað til þú ert kominn framhjá klettabeltunum og við blasir frekar straight forward brekka í austur upp á toppahrygginn. Gengur hann svo út á brún að lítilli vörðu, og með smá heppni uppskerðu meeega fínt útsýni á einum fallegasta fjallstoppi landsins.

    Sömu leið til baka, aðrar niðurleiðir gætu mögulega endað í þyrlu.

    Menn leiðrétta mig ef þeir telja einhverjar útfærslur þægilegri, t.d. til að sleppa við ána í byrjun.

    Nokkrar myndir úr NA hryggnum (5 stjörnur amk í góðu veðri – vetrarleið) http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=157687

    Nokkrar myndir úr austurhlíðinni (sjaldan farið – vetrarleið)http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=155962

    Er því miður ekki búinn að fara leiðir í NV fésinu en það er hægt að skoða súper myndir af því á gallerýinu hjá Sigga Tomma og Palla. Þeirri leið hefur verið lýst sem „góðum degi á fjöllum“ af mönnum sem þekkja vel til / kjósa styttri setningar fremur en lengri öfugt við mig.

    Þar er ekki gaman að vera að sumri, þó Palli haldi kannski öðru fram. Ja, nema ef hægt væri að úða fjallið með einhverskonar tonnataki fyrst.

    Have fun!

    Sissi

    #52961
    Sissi
    Moderator

    Björk, þetta er nú eins og að segja „bendi á einhvern sem veit eitthvað um þetta“, drengurinn væri væntanlega búinn að teygja sig í bókahilluna ef hann á „Íslensk fjöll“ þar.

    Ef ekki er hann alltof latur til að fara á þennan hól hvort sem er.

    ;)

    #52962
    Björk
    Participant

    Sissi minn þú varst nú bara að svara til að geta bent á myndir frá fyrri afrekum :)

    En já mjög gott svar hjá þér, takk fyrir það.

    En allavega mæli allavega með bókinn hans Ara Trausta ef mönnum finnst gaman að fara á fjöll.

    #52963
    Sissi
    Moderator

    Hemm, ég myndi varla kalla þessar leiðir afrek, annars væri vefurinn plasteraður af afreksmyndum af mér á öðrum hornum, svo sem Þverfellshorni nú eða horni Bankastrætis og Skólavörðustígs.

    Gaman að þessum myndum svona til glöggvunar á aðstæðum og skemmtunar, frábærir myndatextar náttúrulega auk þess sem ég er afar myndarlegur (það finnst öllum það sko). Seriously, ótrúlega myndarlegur.

    Um helgina ætlum við félagarnir samt að láta afrek verða að veruleika (eða að minnsta kosti hefja afrek) sem lengi verður í minnum haft. Meira um það síðar.

    Með vinsemd og virðingu,
    Sissi

    #52964
    Sissi
    Moderator

    Jæja, spennan magnast. Verkið er langt á veg komið og lítur allt enn sem komið er mjög vel út. Ísalparar og björgunarsveitarmenn leggjast á eitt að massidda!

    SF

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
  • You must be logged in to reply to this topic.