Preppkvöld Utanbrautarbandalagsins

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Preppkvöld Utanbrautarbandalagsins

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46509
    0808794749
    Meðlimur

    Minni á spennandi viðburð á morgun, miðvikudagskvöld.
    Preppkvöld hins nýstofnaða Utanbrautarbandalags ÍSALP.

    Allir að mæta með rennslisgræjurnar sínar og svo undirbúum við dótið undir veturinn.
    Straujárn og vax í boði klúbbsins.
    Kidd Magg skíðakempa ætlar að vera með sýnikennslu í preppi.
    Heli ski vidjó frá Jökli Bergmann mun rúlla á breiðtjaldi.
    Kók og popp á borðum.
    Skíðaslúður og leynileiðir ræddar.

    Mæli með að allir mæti, því ef ekki gætuð þið verið að missa af einhverju sögulegu!

    #53218
    Gummi St
    Participant

    Hvernig var svo ??

    frekar svekktur að missa af þessu, en ég er nú bara staddur á Melrakkasléttu þannig að ég komst ekki.. :(

    #53219
    0808794749
    Meðlimur

    það er kannski lítið að marka hvað mér fannst, enda frekar hlutdræg… en þetta var rosalegt.

    Veit ekki hver smitaðist ekki af andrúmsloftinu sem var mettað vaxgufum og púðurdraumum!

    Kiddi Magg útskrifaði dágóðan slatta af prepphæfu liði.
    Skíði og bretti komu inn í misjöfnu ástandi en fóru öll smurðari og slípaðri út.
    Plön vetrarins voru rædd og græjur skoðaðar.

    Ég er að segja ykkur það: Þetta var sögulegt!

    #53220
    0708815359
    Meðlimur

    Ég er ekkert rosalega hlutdræg en ég er samt sammála Sveinborgu! Þetta var rosalega hressandi. Bæði fyrir menn og rennslisbúnað.

    Maður átti bara erfitt með að hemja sig af æsingi eftir að hafa bónað skíðin undir dyggri leiðsögn Kristins Magnússonar… Takk fyrir hjálpina manni, greinilegt að þarna býr margra ára fagmennska að baki.

    Mikil stemming, mikil gufa, mikið vax og stálflísar á flugi…

    Meiri snjó meiri snjó meiri snjó…

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.