Nördar í Ísalp

Home Umræður Umræður Almennt Nördar í Ísalp

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44768
    2502614709
    Participant

    Þetta er nú meiri nördasíðan menn geta eytt mörgum klukkustundum í að skrifa um skóstærðir, skíðabindingar og ísaxarblöð. Þetta er frábært, en eru engar klifurfréttir. Ég kemst ekki á fundinn í kvöld en mér finst við ættum að samþykkja ályktun gegn uppbyggðum Kjalvegi. Hugsið ykkur bara ef þetta yrði að veruleika og þið þyrftuð að taka upp veskið – kannski á fjallatrukk í leit að ævintýrum. Það er reyndar ánægjulegt að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessum ósköpum samkv. könnunum. Við eigum að hrekja flóttann (og vera í sigurliðinu!) Í svona ályktun ætti einnig að leggja til að sprengja um núverandi brýr á Seyðisá sem voru settar niður fyrir misgáning. Áður fóru þarna um hamingjusamir túristar í rútum og margir að fara yfir óbrúaða ár í fyrsta sinn á ævinni. Það var ekki fyrr búið að byggja þessar brýr en bændur fyrir norðan vildu opna pylsusjoppu á Hveravöllum. Sem betur fer tókst að afstýra því. Vegurinn er eftir sem áður varla fólksbílafær – það er ekki samræmi í þessu annað hvort þarf að laga veginn Nei eða sprengja brýrnar. Endurheimta þannig ósnortna náttúru eða þannig.

    baráttukveðjur
    kípit ríl – písát

    #51120
    0311783479
    Meðlimur

    Ég er sammála Ingvari með að Ísalp ætti að álykta gegn þessum fáránlegu hugmyndum með Kjalveg.

    Ég á ekki heimangengt en eggja menn til að taka af skarið með þetta!

    mbk.
    Halli

    #51121
    0801667969
    Meðlimur

    Um leið og ályktað gegn nýjum Kjalvegi mætti álykta gegn uppbyggum vegi inn á Þórsmörk. Sá vegur er mun lengra komin en uppbygging Kjalvegar. Ég skrifaði grein í Moggann fyrir þremur árum um þetta og síðan hafa framkvæmdir legið niðri.
    Enginn hefur samt treyst sér til að álykta gegn því að uppbygging vegarins verði kláruð. Þessi hraðbraut inn á Þórsmörk er enn á áætlun enda búið að úthluta til hans fé en ekki eyða því öllu. Ég held að það væri klúbbnum til sóma og eftir að álykta gegn uppbyggðri hraðbraut inn á Þórsmörk með tilheyrandi landspjöllum.

    Kv. Árni Alf.

    #51122
    0506824479
    Meðlimur

    Ég vil sjá fólsbílafæra vegi út um allt á hálendinu, þá geta ráðamenn þjóðarinnar ekki sagt að enginn geti komist á staðinn og því allt í lagi að virkja. Uppi eru hugmyndir að virkja bæði Langasjó og Hverasvæði að fjallabaki, það yrði aldrei gert ef þorri þjóðarinnar gæti farið á fjölskyldbílnum sínum á staðina.

    Mér finnst að það ætti að banna jeppa umferð á sumum fjöllum, s.s. Eyjafjallajökli, hraðbrautartraffikin þar er ömurleg á sólríkum vetrardögum. Einnig ætti að takmarka jeppaumferð á Þórsmerkursvæðinu áður en það verður spólað út af druknum jeppaköllum

    Svo kalla jeppakallar sig fjallamenn, sem mér finnst til háborinnar skammar.

    Í þjóðgörðum í Canada og USA er malbikaðir vegir út um allt, ég get ekki séð að það sé að spilla náttúrunni.

    m.k
    Doddi

    #51123
    2911596219
    Meðlimur

    Ég er svolítið sammála síðasta ræðumanni. Það er að segja, hvernig væri að afmarka ökuleiðir um náttúruperlur okkar Íslendinga og þá er ekki vitlaust að malbika þær.

    Þetta fyrirkomulag virðist vera víða erlendis þar sem menn vilja ekki spilla náttúrunni með óheftri umferð ölutækja og þar með halda náttúrunni og lífríkinu í sem næst sínu upprunalega formi.

    … ekki spillir fyrir svona hugmyndum að það eru kosningar framundan og sumir stjórnmálaflokkar eru nánast í því að kaupa sér áframhaldandi stjórnarsetu með fjárframlögum hingað og þangað í samfélaginu – því ekki til svona þarfra málefna sem náttúruvernd er!

    Eru menn ekki annars búnir að fá uppí kok af þessari gegndarlausu virkjunaráformum og svo maður tali nú ekki um allt það peninga-flóð sem allar þessar athuganir og rannsóknir kosta samfélagið. Væri ekki nær að nota þá peninga í td. landgræðslu og náttúruvernd – eða kannski setja Ómar Ragnarson á launaskrá hjá Landsvirkjun …

    kv. GHS

    #51124
    0801667969
    Meðlimur

    Er malbika á vegi hérlendis þá er kannski lágmarkskrafa að þeir hverfi ekki árlega vegna leysinga. Auk þess er venjulega lágmarkskrafa um að þeir séu færir allt árið. Til að þetta sé hægt þarf að byggja þá upp hafa þá mjög háa. Á mörgum svæðum hérlendis þarf gríðarlega varnargarða til að stýra jökulám og öðru leysingavatni. Þetta eru því mikil mannvirki sem krefjast náttúruspalla. Svona uppbyggða vegi þarf víða ekki erlendis auk þess sem þykkur skógur hylur vegina. Uppbyggður vegur hérlendis er einfaldlega landskemmd.

    Nóg í bili.

    Árni Alf.

    #51125
    2911596219
    Meðlimur

    … þá förum við bara í það að gróðursetja meira – ekki rétt?

    Kanski að það verði til þess að við getum hulið öll þessi álver sem eiga að rísa á næstu árum – eftir því sem núverandi stjórnarliðar vija!

    kv. GHS

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
  • You must be logged in to reply to this topic.