Minnum á preppkvöld á morgun

Home Umræður Umræður Almennt Minnum á preppkvöld á morgun

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45517
  1908803629
  Participant

  Við minnum á preppkvöld sem verður annað kvöld, miðvikudag 6. desember kl. 20:00 í klifurhúsinu.

  Þar geta menn og konur fengið fræðslu um meðferð skíða, ísaxa, ísskrúfa, brodda og hvaðeina.

  Gauti í Útilíf mun gefa okkur innsýn í allt sem skiptir máli varðandi skíðin, mætir með nokkur sýnishorn af mismunandi skíðum, segir frá því hvernig á að brýna og vaxa skíði og býður félagsmönnum að spreyta sig á skíðum undir leiðsögn – en hann mun koma með „æfingaskíði“ sem hægt er að fikra sig áfram með.

  Siggi Tommi ísklifrari mun síðan fjalla um allt sem snýr að ískifrinu og hér er hugsanlega tækifæri fyrir mannskapinn að taka með sér sinn búnað og brúka hann eitthvað í framhaldi af fræðslu og leiðsögn.

  Svo má ekki gleyma að á morgun er vikulegt BÍSklifur og því um að gera að samtvinna þetta allt saman og eiga góða stund með fjallavinahópi.

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.