Mikilvæg lesning…….

Home Umræður Umræður Almennt Mikilvæg lesning…….

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45582
  Jokull
  Meðlimur

  Lesið og hafið í huga og mamma ykkar verður glaðari fyrir vikið……..

  Með tilkomu nýjustu kynslóðar snjóflóðaýla sem byggja eingöngu á stafrænni tækni hafa komið upp nokkur vandamál sem hafa ber í huga því annars er hætt við að það væri jafn gagnlegt að vera með brauðrist um hálsinn eins og snjóflóðaýli.
  Það fyrsta er að þessir nýju ýlar eru mjög viðkvæmir fyrir segulsviði hverskonar.
  Þetta þíðir að öll önnur rafmagnstæki svo sem símar, talstöðvar og jafnvel skíða passar með segulrönd geta truflað eða rofið sendinguna. Yfirleitt er nægilegt að vera með þessa hluti vel aðskilda á líkamanum en betra að taka ekki áhættu og vera með slökkt á símum og öðrum rafmagnstækjum. Annar lúmskur sökudólgur er nýjasti og flottasti útivistarfatnaðurinn sem oft er með litla segla sem halda rennilásum og vösum lokuðum eða niðri. Í prófunum lærðra fjallaleiðsögumanna í Kanada var þetta jafnvel meira vandamál heldur en rafmagnstæki.
  Að lokum er rétt að minnast á nýjasta en jafnframt stærsta vandamálið í dag, og það eru nýju ofur rafhlöðurnar sem að eiga að endast miklu lengur en þær gömlu og eru yfirleitt auglýstar sem sérstaklega gerðar fyrir stafrænar myndavélar t.d Duracell ® PowerPix ™
  Þessar rafhlöður eru einfaldlega of sterkar og auka strauminn í ýlinum það mikið að hann heyrir ekki lengur í sjálfum sér svona til að einfalda þetta aðeins. Best er að nota venjuleg alkaline batterí sem fást í öllum búðum og alls ekki rafhlöður sem hægt er að hlaða eða byggja á lithium eða Oxyride tækni. Ég vona að þessar upplýsingar reynist ykkur gagnlegar.

  Bestu fjallakveðjur úr Skíðadal

  Jökull Bergmann
  Fjallaleiðsögumaður

  #50830
  Jokull
  Meðlimur

  Við þett má svo bæta að tíðnin í gömlum ýlum td Ortovox F1 og náttúrlega gamla F2 (skamm skamm ef þið eruð enn með steingerfing sem líftryggingu) breytist eða víkkar með tímanum sem gerir það að verkum að nýjustu ofurtölvu ýlarnir greina þá ekki þar sem þeir eru stilltir mjög nákvæmlega inn á sína 457 kHz tíðni.
  Þannig að áður en haldið er á fjöll er best að prófa hvort allir ýlarnir í hópnum greini hvorn annann bæði í sendingu og á móttöku því oft gera þeir bara annað hvort ef eitthvað af ofangreindum vandamálum er á ferðinni.

  PS: Hér í Skíðadal kyngir niður púðri……..

  JB

  #50831
  2806763069
  Meðlimur

  Jebb! Kannski maður fari bara út í búð og kaupi sér eins og 30m af rauðu snæri og dragi það svo alltaf á eftir sér. Það messar engin segull við það!

  #50832

  Einnig eiga víst LED höfuðljós að trufla ýla. En ég hef ekki gert vísindalega könnun á því.

  Allir í ísklifur á morgun!!!!!

  ági

  #50833
  2401754289
  Meðlimur

  eru ekki vel flestir enn með gamla gula Pípps hvort sem er?
  Hvernig er 3 loftneta tækið þitt að virka í segulsviði nútímans Jökull???

  #50834
  Karl
  Participant

  Jökull skrifar;
  „Með tilkomu nýjustu kynslóðar snjóflóðaýla sem byggja eingöngu á stafrænni tækni hafa komið upp nokkur vandamál sem hafa ber í huga því annars er hætt við að það væri jafn gagnlegt að vera með brauðrist um hálsinn eins og snjóflóðaýli.“

  Síðan kemur langur listi yfir venjulega og sjálfsagða hluti sem ekki eiga samleið með þessum nýju ýlum.

  Skv. minni heimspeki er mikið vænlegra að eyða vandamálum frekar en að vera til eilífðar að kljást við vandann.

  Ég get því ekki betur séð að út úr skrifum Jökuls megi lesa það að einfaldast sé að nota áfram eldri gerðir frekar en vangæfa nútímaýla sem vilja vera einir í heiminum og án farsíma og greiðslukorta.

  Tek undir þetta með Freon að Píppsinn blífur…..

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.