Ísklifuraðstæður 2015-2016

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2015-2016

  • Höfundur
    Svör
  • #58809
    Otto Ingi
    Participant

    Ég og Daníel Másson fórum á rúntinn í dag. Ætluðum að athuga hvort Birkitréið væri dottið inn í aðstæður. Við komumst aldrei alla leið því það var þungfært inn kaldadal vegna snjóa. Við vorum á 35″ Patrol og hefðu eflaust getað hjakkað okkur alla leið en vorum ekki með skóflu og nenntum ekki að standa í því að festa okkur.

    Keyrðum Uxahryggjaveg, Dragveg og Hvalfjörð til baka. Það virtist smá ís vera að byrja myndast í Villingadal, þarf samt töluvert lengri tíma. Sáum engan ís í Hvalfirði.

    #58894

    Tom King einfór í dag ÍSALP-leiðina á suður fés Hrútfjallstinda. Reportar að snjórinn hafi verið soddan krap og sökk upp að hné sumsstaðar. Hann reyndi einnig að einfara Scottsleið en fannst fossinn heldur blautur og þunnur eins og er. Toppnum var því miður ekki náð vegna mikilla sprungna og lélegs færis, því ákvað hann að niðurklifra leiðina og endaði aftur á bílaplaninu við Hafrafell (hann mælti reyndar sterklega gegn Hafrafellsaðkomu líka sökum þess hve jökullinn hefur hörfað.)

    Geta einhverjir vitringar staðfest að þetta sé fyrsta einferð upp leiðina?

    #58940
    Robbi
    Participant

    Fórum ég, Ottó og Guðjón upp í Villingadal í dag. Þar voru allar leiðir í topp aðstæðum, grunsamlega mikill ís sem tekur vel á móti tryggingum. Klifrðuðum 2 megin leiðirnar til vinstri og fyrir miðju gili. Eðal stöff, WI4-ish.

    Báðar leiðirnar er hægt að klifra einhvert lengst uppeftir í e-u brölti. Hægramegin er WI3 sem fer lengst uppeftir og er með fullt af litlum höftum sem gæti hentað vel fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu sport í fjölspanna klifri.

    Þette lúkkar verf frá veginum, ekki láta blekkjast…

    Góðar stundir.

    Robbi

    #58946
    Arnar Jónsson
    Participant

    Ég, Óðinn og Gummi skelltum okkur í Kjósina að leit að ís. Fórum í Áslák sem var frekar grárlegur og opinn efst. Klifruðum hann ekki alla leið vegna þess og tókum svo smá toprope sesjon. Það er slatti af ís á svæðinu og vonandi lifir hann hlákuna af.

    #58956
    Otto Ingi
    Participant

    Hér má sjá myndir frá því að ég, Robbi og Guðjón fórum í Villingadal um helgina.
    Einnig uppfærði ég upplýsingarnar um villingadal á isalp síðunni, sjá hér

    #59040
    Matteo
    Keymaster

    Haehae,
    Thorsteinn og Eg farid i Mulafjall i dag. Eg leid „Thor is back“ (FF, sja nya leidina) og Thorsteinn leid pitch1.
    Matteo

    #59148
    Siggi Tommi
    Participant

    Fórum nokkrir í Brynjudal um liðna helgi (29. nóv).
    Þar voru allar leiðir að detta í aðstæður þannig að núna eftir aðra frostaviku er nokkuð ljóst að flestar ísleiðir (nema helst Snati og einstaka aðrar) eru komnar í bullandi aðstæður.
    Fyrir þá sem ekki vita, þá er norðurhlíð Brynjudals (ofan Ingunnarstaða og skógræktarinnar) algjört gósenland fyrir ís- og mixklifur. Leiðir af öllum kalíber, frá WI2 upp í WI5+ og verið að byggja upp mixklifur þar undanfarið.
    Það var kominn vísir að tópó af svæðinu og þær upplýsingar að finna hér á isalp.is.

    #59150
    Siggi Tommi
    Participant

    Ný mixklifurleið lét dagsins ljós í Brynjudal um liðna helgi (29. nóv 2015).
    Ber hún heitið Þyrnigerðið og er einhvers staðar í kringum M8 eða M8+ (hugsanlega fræðilega M9?).
    Nánari upplýsingar koma um leiðina í leiðaskráningu á næstu dögum en ég læt teaser myndaalbúm duga í bili.
    https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/YrnigerIM8IBrynjudal#

    Nokkrar leiðir til viðbótar eru í vinnslu í Brynjudalnum og er vona á að áður en veturinn er allur verði komið veglegt mixklifursvæði þarna með fjölbreyttri flóru erfiðleika og karaktera…

    #59161
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég, Baldur, Robbi og Kartrín gerðum góða ferð í Eyjafjöllin sunnudaginn 6 des. 2015. Fórum „Skoruna“ í fínum aðstæðum. Smá tvist með hola snjóskel í hluta fyrstu spannar og extra mjúkum mosa í restina. Annars bara sól, logn, blautur ís og frábær félagsskapur.
    kv.P

    #59162
    Bergur Einarsson
    Participant

    Fórum nokkur úr Hafnarfirði í Tvíburagilið í Búahömrum gær. Mikið af ís í gilinu og innri og ytri Tvíburafossarnir í fínum aðstæðum, aðeins snjóskel sumstaðar á ytri fossinum en ekki til vandræða. Töluvert af skafsnjó í öllum giljum þó að lítill snjór væri almennt á svæðinu. 55° dálítið hvítar að sjá en fórum ekki upp að þeim.

    Kveðja,

    Bergur

    #59163

    Hefur einhver séð norðurhlíðar Skarðsheiðar nýlega?

    #59190
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór með Guðjóni Snæ og Haraldi Erni í Skálagil í Haukadal í dag 12. des ´15 í blíðskaparveðri.
    Góður slurkur af ís en heldur í þynnri og kertaðri kantinum mv. oft áður.
    Fórum „Fyrsta barn ársins“ og „Brasilian Gully“ hægra megin í gilinu.
    Ísinn mjög harður og þurr í gaddinum (-8°C).
    Vatn að seytla í báðum leiðum svo þetta er enn að byggjast upp.

    Sýndist vera slatti af ís í Austurárdal þegar við keyrðum framhjá en maður sér bara í efsta hlutann af þilinu.
    Vænti þess að Single Malt og co séu í bullandi líka (gleymdi að kíkja þeim megin við veginn).

    Set nokkrar myndir á https://picasaweb.google.com/hraundrangi á eftir.

    #59192

    Fórum hópur í Múlafjall í gær. Flottur ís þó sumstaðar sé bleyta og kertað.
    Stígandi, Íste og fleiri leiðir í flottum aðstæðum.

    Ági

    #59249
    orris
    Participant

    Vorum fjögur sem vorum nokkra daga í Arnarfirði um síðustu helgi (10-14 des.). Hellingur af ís út um allt og fínustu aðstæður en var samt sem áður að seytla smá vatn úr ýmsum leiðum. Var hins vegar komin hláka þegar við fórum til baka suður á mánudeginum en ef það hlýnar ekki of mikið þá ætti þessi ís ekki að fara langt. Nóg af dóti til að leika sér í.

    Læt 3 myndir fyglja;

    Fyrsta myndin er af leiðinni Musculus, næsta mynd á eftir er af Skotfélaginu. Síðasta myndin er af gili sem er í fjallshlíðinni rétt fyrir utan Bíldudal. Við höfum ekki fundið neinar upplýsingar um þessa leið og væri gaman ef einhver hér hefði kannski einhverjar upplýsingar um leiðina? Gilið er bara nokkrum mínútum eftir að maður keyrir í gegnum bæinn og er áberandi mest af ís í því af öllum hinum giljunum.

    Hún byrjar á ca 30m háu hafti með stóru kerti, svo eftir það er mikið af stöllum og mislöngum fossum uppá topp. Vorum búin að klifra og brölta ca. 280m upp gilið þegar við ákváðum að snúa við útaf myrkri og áttum alveg örugglega um 100-150m eftir uppá topp á fjallinu.

    #59265
    Jonni
    Keymaster

    Ég og Tómas vorum að ræða um þessa neðstu leið, skv upplýsingum finnst mér líklegt að þetta sé Skuggabaldur

    #59267
    Robbi
    Participant

    Brynjudalur 18 des:

    Kjaftfullt ís í léttari leiðunum inni við skórækt norðan megin í dalnum. Lítill sem engin ís upp á brún þegar komið er upp úr leiðunum og erfitt að setja upp top rope eða toppa upp úr leiðunum. Brattari leiðir eru þynnir og kertaðar í byrjun en fitna mikið þegar ofar dregur.

    Nálaraugað: Frekar þunnt
    Snati: Vantar kertið, spikaður að ofan
    Kópavogsleiðin (kertið vinstra megin við hana): Virtist vera í æðstæðum úr fjarska,furðu mikill ís þar á ferð.
    Ýringur: Megin haftið leit út fyrir að vera feitt. Lítill sem enginn ís í neðripart í gilinu
    Leiðin á móti Óríon leit út fyrir að vera í aðstæðum, veit ekki með óríon
    Nóngil í Reynivallaháls: Fínar aðstæður í aðal höftunum uppá topp, þynnri ís í giljabröltinu. Leit út fyrir að vera bara í fínum overall aðstæðum.

    Ef þér fannst þessi þráður gagnlegur og telur að hann hefði kanski aðstoðað þig við að velja þér stað til að klifra á um helgina, hentu þá í sambærilegan póst næst þegar þú ferð einhvert að klifra…

    Maður gerir ekki neitt fyrir neinn, sem gerir ekki neitt fyrir neinn!

    Góðar stundir og gleiðilegt klifur.

    Robbi

    #59313

    Ég og Ági kíktum f. ofan skógræktina í Brynjudal á Þorláksmessu.
    Lýsing Robba hér að ofan er bara nokkuð lýsandi fyrir aðstæðurnar.
    Ísinn var flottur en þunnur efst í leiðunum sem við klifruðum.

    #59324
    Bergur Einarsson
    Participant

    Fórum orginalinn í 55 gráðunum í dag en hann er í leiðinda aðstæðum, hver skelin utan á annarri. Varla nægjanlega sterkar til að halda manni en samt nægjanlega þykkar til að það var bölvað mau á hreynsa þær ofan af. Betri ís ofan við stallinn en mikið vatn á ferðinni og um að gera að njóta þess betur að fara þessa klassík þegar ísinn er skárri. Það voru víst svipaðar skelaja-aðstæður í Nálarauganu.

    #59325

    Ekki er öll von úti í Búahömrum þar sem tvíburagil var í solid aðstæðum í gær. Neðri fossinn var mjög feitur og ekkert að ama.
    Enn nóg pláss til að komast að mix leiðunum og efri fossinn var flottur líka.

    Kv. Þorsteinn

    #59326

    Ég og Magnús Blöndal fórum í 3. jólaklifrið í dag. Stefnan hafði verið tekin á Brynjudal en á leiðinni var okkur litið upp í Búhamra. Það sáum við 55° í að virtist fínum aðstæðum og skelltum okkur þangað í staðinn. Sáum fljótlega spor sem sennilega eru eftir Berg og co. Leiðin sem við klifruðum var nokkuð beint að augum (sjá mynd).

    Klifrið var ekki ósvipað og Bergur lýsti þ.e. maus að finna ís sem tók vel á móti skrúfum, snjór undir ísnum og blautt á köflum.

    Kv. Arnar

    #59329
    Otto Ingi
    Participant

    Ég, Robbi og Katrin fórum í Grafarfoss og Kókostréið í dag. Allt í príma aðstæðum.

    #59334
    Siggi Tommi
    Participant

    Gleymdi víst að setja inn myndir frá Brynjudalnum í síðustu viku (22. des).
    Býst ekki við að þessi stutti hlákusprettur hafi breytt miklu um aðstæður þar.
    Gaddurinn yfir jóladagana sennilega frekar bætt í frekar en hitt.

    1. mynd: Séð yfir Nálaraugað, Snata og co.
    2. mynd: Ýringur. Þunnur neðst en stóra haftið og höftin uppi í góðum gír.
    3. mynd: Ofan skógræktarinnar. Allt í bullandi þar. Pilsnerinn er stóri pillarinn, sem við klifruðum 22. des í skemmtilegum (en snúnum) aðstæðum.
    4. mynd: Pilsnerinn (WI5) er pillarinn til vinstri. Kópavogsleiðin er heldur þunn í kverkinni fyrir miðri mynd. Porter og Stout síðan þunnar til hægri. Ófarinn speni með mixbyrjun svo til hægri.

    • This reply was modified 8 years, 3 months síðan by Siggi Tommi.
    #59340
    Siggi Tommi
    Participant

    4. mynd: Pilsnerinn (WI5) er pillarinn til vinstri. Kópavogsleiðin er heldur þunn í kverkinni fyrir miðri mynd. Porter og Stout síðan þunnar til hægri. Ófarinn speni með mixbyrjun svo til hægri.

    Attachments:
    #59445
    Robbi
    Participant

    Múlafjall, Brynjudalur og Grafarfoss 29.des 2015.

    Múlafjall:
    Nægur ís og ekki mikið breyst síðan í jólaklifrinu. Ísinn er mjög blautur og lélegur til vþræðinga í toppinn. Mikið af snjó við brúnina og í leiðum sem eru í litlum halla.

    Mömmuleiðin: Þunnur ís í kverkinni í byrjun og hægt að klippa í bolta á lykil stöðum. Tæpur ís um miðbik en skánar þegar ofar dregur og þykkur í toppinn.
    Íste: Nær niður
    Pabbaleiðin: Byrjunarkertið orðið þynnra en vel klifranlegt
    Léttu leiðirnar eru feitar
    Rísandi og stígandi: Nægur ís séð frá veginum.

    Brynjudalur:
    Ennþá ís séð úr fjarska og að öllum líkindum hægt að klifra léttari leiðirnar
    Ýringur: Þunnur ís í byrjunarhöftum og eins og það væri rennsli í höftunum. Efsta haftið lúkkaði gott en kertað. Blá toppur efst í fjallinu leit út fyrir að vera í fínum aðstæðum
    Óríon: Kertið leit ú fyrir að vera spik feitt, óvitlaust að bíða eftir meira frosti samt.

    Grtafarfoss:
    Orginallinn er í rusli og rennandi vatn
    Miðjan er ekki mikið breytt en hætta á slæmri skel um miðbik, kertið í toppinn ennþá í lagi
    Vinstra afbrigði: fyrri partur (40m) blönduð af mjúkum og skeljuðum ís. Efri partur með mikilli skel og mjúkum ís, ís eitthvað farinn að losna frá klettinum á möfum stöðum og erfitt að tryggja.

    Góða skemmtun.

    Robbi

    • This reply was modified 8 years, 3 months síðan by Robbi.
    #59503
    Sissi
    Moderator

    Múlafjall 3. janúar

    Mikill snjór, fórum bæði afbrigðin af Rísanda undirritaður, Skabbi, Árni Stefán, Jonni og Kamil. Frekar furðulegur ís að auki, frauð, holt og spes hér og þar. Einnig var seinni spönnin í vinstra afbrigðinu ekki vel frosin. Hengja á toppnum hægra megin. Samt alltaf gaman. Fullt af ís en Múlafjall gæti alveg þegið rigningu í einn dag eða svo.

    Sissi

    Rísandi í Múlafjalli

    Attachments:
25 umræða - 1 til 25 (af 59)
  • You must be logged in to reply to this topic.