Hetjudáðirnar framundan

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hetjudáðirnar framundan

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46620
    Skabbi
    Participant

    Nú er farið að rigna og útlit fyrir að svo verði áfram næstu vikuna. Þá er ekkert annað gera en að láta hugann reika til komandi vetrar og allra hetjudáðanna sem bíða. Merkilegt hvað kjarkurinn vex hratt þegar ekkert útlit er fyrir klifur á næstunni…

    Palli startaði þræði fyrir nokkrum vikum með svipuðum pælingum. Svo óheppilega vildi til að þann dag fór Ísland á hausinn og flestir hafa líklega átt öðrum hnöppum að hneppa. Allavega var fátt um svör.

    Einhverjir bestu klifurdagar sem ég hef átt undanfarna vetur voru ferðirnar í Glymsgil. Leiðirnar þar eru svo yfirmáta kúl og ferðalagið upp svo skemmtilegt að orð fá því vart lýst. Í fyrra fór ég Hval I með Berndt Broskalli. Við gerðum aðra tilraun til að ganga inn gilið síðar um veturinn en þá var svo mikið í ánni að við komumst lítt áleiðis. Stefnan í vetur er að komast allavega einusinni innúr og klifra Hval II, sem ennþá formfegurri en Hvalur I.

    Á leiðinni heim af Ísfestivalinu í febrúar fengum við smá nasasjón af ísleiðunum í Berufirði. Það eru hrikalegar línur líka. Ég held að ég sé ekkert að ljúga þegar ég segi að einungis 3 leiðir hafa verið klifraðar í Berufirðinum og nóg er eftir. Ég ætla að róa því öllum árum að komast austur aftur í vetur.

    Reyndar finnst mér fjölspanna ísklifur alveg einstök skemmtun, markmið vetrarins ætti því kannski helst að vera að þefa upp löngu leiðirnar frekar en að plampa sem oftast upp brekkuna í Múlafjalli.

    Hvað með þig, hvaða háleitu markmið hefur þú sett þér fyrir veturinn?

    Allez!

    Skabbi

    #53209

    Ég horfi til Öræfajökuls.

    Eftir að hafa verið mikið á Svínafellsjökli í sumar og glápt á Hrútfjallstinda, sýnist mér sem það sé alveg hægt að gera nýjar leiðir þar. Í það minnsta má búa til ný afbrigði af eldri leiðum. Ég býst þess vegna við því að stefna austur í febrúar/mars.

    Einnig væri mjög gaman að komast á Skarðatind, þó að það væri bara eftir hefðbundnu leiðinni upp úr Morsárdal.

    Kv. Ági

    #53210
    0112873529
    Meðlimur

    Jamm það er klárlega málið að fara aftur austur í Berufjörðinn en það sem er efst á listanum hjá mér er N/vestur hlíðarnar undir Eyjafjallajökli á leið inn á Þórsmörk. Fórum þarna í Mars Apríl á þessu ári og klifruðum tvær leiðir í Stakkholtsgjá. En á þessum tíma voru aðstæður ekki góðar, frekar þunnur ís. En það er allt morandi í flottum leiðum þarna og umhverfið spillir ekki fyrir. Planið er að fara þarna í janúar og vera yfir helgi. Væri gaman að fá bara sem flesta í mörkina. Það væri bara stemmari að fjölmenna t.d. í Skagfjörðsskála og grilla góðan mat og svoleiðis,,,,,,,,.

    Kv Danni G

    #53211
    2806763069
    Meðlimur

    Ef ég segði ykkur hvað er á stefnuskránni yrði ég að drepa ykkur!

    kv.
    Hardcore

    P.s.
    Hver er þessi Chuck Norris og afhverju er hann að þykjast vera ég?

    http://www.chucknorrisfacts.com/

    #53212
    Sissi
    Moderator

    Er möguleiki að fá svona Hardcore-bol? Ég tek 3, einn Hardcore vs. Skeletor og tvo með vélbyssu.

    #53213
    gulli
    Participant

    Já, Ívar er klárlega okkar Chuck Norris. Þetta gæti verið gaman …

    Þessi:
    Chuck Norris invented black. In fact, he invented the entire spectrum of visible light. Except pink. Tom Cruise invented pink.

    Yrði þá:
    Ívar Hardcore fann upp svartan. Í rauninni þá fann hann upp allt litasviðið. Nema bleikan. Björk Hauksdóttir fann upp bleikan.

    #53214
    Robbi
    Participant

    Hahahaha.
    Ívar hardcore lætur lauk fara að gráta.
    Tek undir með honum, ef ég segði ykkur það þá þyrfti ég sennilega að senda Chuck Norris á ykkur.

    Væri samt alveg til í að skella mér í Berufjörðinn. Nóg að gera þar.
    robbi

    #53215
    Skabbi
    Participant

    Vá!

    Það virðist e-ð stórkostlegt vera í uppsiglingu hjá þeim Chuck Norris og Kung-Fu Kid.

    Get ekki beðið eftir tröllasögum hlöðnum testósteroni, hringspörkum og mannhæðarháum valköstum.

    Heads will role!

    Skabbi – sem óttast um eigið líf…

    #53216
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég svolítið á Skabba línu.
    Hangandi á annari á smá klettasnös og klóra sér í hnakkanum með hinni að velta fyrir sér hvað á að gera næst er ekki minn stíll. Ég er ísklifrari og vil helst hafa nóg af honum og því lengra því betra.

    Skaftafell, Kaldakinn, Eyjafjöllin. Ef það væri ekki svona dj. langt að keira á þessa staði færi ég þangað engöngu.

    Ég er kannski bara orðin gamall og latur.

    kv.
    Palli

    #53217
    Anonymous
    Inactive

    Chuck Norris er nú orðinn aldargamall og hrumur fyrverandi töffari frá lögreglufasistaríkinu Texas. Hef nú ekki mikla trú á að hann sé góður í ísklifri. Hann er sennilega „on ice“ núna framyfir eigin útför. Ég er illa fjarri góðu gamni og verð það fram að jólum. Það er verið að gera við skemmdir í öxlinni (eða framhásingunni eins og einn nefndi það)þannig að ég verð að láta mér nægja að lesa um ykkur kappanna í pistlunum hér. Svo strákar og stelpur:keep ’em coming!!!!!
    Gaman að vita að Robbi og Íbbi séu með góðar og stórar hugmyndir. Það verður gaman að heyra þegar þeir ákveða að hrinda þeim í framkvæmd.

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.