Frummaðurinn og Batman

Home Umræður Umræður Almennt Frummaðurinn og Batman

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44933
  0801667969
  Meðlimur

  Batman umræðan hefur orðið til að rifja ýmislegt upp. Orð eins og kvikmyndagerð, landeigendur, mikill hiti (eldur), hlutverk í kvikmyndum o.s.fr. vekja upp gamlar minningar.

  Seinni part þess merka sumars 1980 áttu að fara fram upptökur á stórmyndinni “Leitin að eldinum” (einhver frummannamynd) í landi Stóru-Merkur undir Eyjafjöllum. Búið var að semja við landeigendur um einhverja lúsar-leigu af landinu. Allt var þetta stórt í sniðum. Búið var að finna flugvallarstæði og flytja átti fíla, ljón, apa og fleiri kvikindi á svæðið. Það var meir að segja búið að semja um heykaup því einn fíll átti að sögn að torga tonni af heyi á dag.

  Ég veit ekki betur en afa hafa litist vel á viðskiptin en ömmu leist ekkert á ljón og alls kyns kvikindi æðandi þarna um allt því sauðféð væri í stórhættu. Ættingjar mínir höfðu sumir hverjir fengið hlutverk í myndinni sem frummenn. Hlutverkið fólst í því að húka einhvers staðar á klettasnös daginn út og daginn inn. Eðlilega höfðu menn ekki hátt um slíkt hlutverk sem líklega fékkst meir út á útlitið en leikhæfileika. Ekkert varð úr myndatökum vegna verkfalls leikara í BNA. Á sama tíma og myndatökur áttu að fara fram gaus Hekla með miklum látum. Hvaða skilaboð það voru veit enginn.

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.