Fjallaferðir í Ekvador

Home Umræður Umræður Almennt Fjallaferðir í Ekvador

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45258
    0312487369
    Meðlimur

    Á tímabilinu 29.des. sl. til 16. janúar ferðuðust þeir Ari Trausti Guðmundsson, Árni Árnason og Orri Magnússon um Ekvador til þess að klífa fjöll sem nóg er af í landinu. Þeir byrjuðu á Cerro Cotacatchi (15 km göngu umhverfis öskjuna Quiochoca, upp í 3.700 m hæð) og Imbabura (eldfjall, 4.600 m) norðan við Quito. Því næst kom að Guagua Pichincha, eldfjalli sem gaus 1998-2000 en það er 4.900 m hátt. Þá var haldið suður fyrir Quito og norðurtindur Illiniza klifinn, 5.160 m (létt klettaklifur) og þaðan haldið á Cotopaxi sem er virk, jökulþakin eldkeila, 5.897 m. Klifið er á nóttu upp sprunginn og misbrattan jökul (allt að 50-60°) og tók ferðin upp og niður úr skála í 4.700 m rúmar 7 klst.
    Lokatakmarkið var svo Chimborazo, hæsta fjall Ekvador (6.310 m). Þar eru tveir skálar og er sá hærri í um 5.000 m. Aðstæður voru fremur erfiðar og glær ís á mestum hluta leiðarinnar. Upp- og niðurferðin tók 11 klst og ofan af tindinum sáust ekki aðeins mörg hæstu fjöll landsins heldur líka tvö eldgos; í fjöllunum Tungurahua og Sangay. Með í för voru ýmist Julio Mesias sem er atvinnufjallamaður og hefur klifið nokkra þekkta tinda í Himalaya, Ölpunum og S-Ameríku eða Roberto Guiterrez sem einnig er atvinnufjallamaður og oft leiðsögumaður með erlendum eða innlendum hópum.
    Þremenningarnir skipulögðu ferðina sjálfir.

    #48345
    0309673729
    Participant

    Til hamingju með tindana. Það er virkilega gaman að heyra hvað hinir eldri og reyndari félagar í Ísalp taka sér fyrir hendur. Einnig ágætis tilbreyting að heyra um fleira en ísklifurbrölt og telemarkrennsli hér á síðunni.

    með kveðju
    Helgi Borg

    #48346
    0405614209
    Participant

    Til hamingju með ferðalagið og tindana. Það væri nú aldeilis gaman og fróðlegt ef það væri hægt að fá ykkur til að hafa eins og eina myndasýningu hjá Ísalp???

    Kveðja
    Halldor formaður

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.