Einfarar

Home Umræður Umræður Klettaklifur Einfarar

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45213
  1102892949
  Meðlimur

  Eitt sem ég hef verið að hugsa.
  Ég hef verið að lesa mikið um menn sem stunda sína útivist einir. Klifra, bæði í klettum og ís og eru einnig í almennri útivist mikið einir.

  Þá verð ég að upplýsa fáfræði minni og spyrja, hvernig eru menn að tryggja sig þegar þeir eru að klifra? Eru einhverjar sérstakar pælingar á bakvið einsmanns ferðalög?

  #50556
  Siggi Tommi
  Participant

  Ég skellti mér nú í sólóklifur í Munkanum um daginn. Henti upp toprope og notaði Grigri til að tryggja mig. Var með lítinn júmmara sem backup. Þurfti svo að toga inn slaka gegnum Grigri-ið í nánast hverri hreyfingu.
  Ekki gáfulegasta setup í heimi en virkaði þó ágætlega þrátt fyrir paufið. Betra en að sleppa klifri vegna félagaskorts þann daginn…

  Svo eru til svona Grigri-like sjálftryggigræjur sem t.d. gaurar í sóló-stigaklifri eru að nota (hægt að fiffa Grigri þannig að það geri þetta sama en það veikir Grigi-ið). Þá er hægt að leiða spönn með línuna fasta neðst og þetta júnit (sem er þá fast við klifrarann) fæðir út jafnóðum en ef rykkur kemur á línuna þá á það að læsa. Svo þarf að síga niður úr næsta stansi til að hreinsa tryggingar og síðasta akkeri og svo júmma sig upp aftur.
  Hef ekki prófað þetta sjálfur en hef séð einhverja pistla um þetta. Gummi dúllari og aðrir stigamenn kunna þetta kannski.

  Annars eru örugglega til góðir molar um svona á spjallsíðunum á rockclimbing.com og fleiri klifursíðum.
  Mæli alla vega því að menn kynni sér þetta rækilega áður en farið er að leggja sig í stórhættu við fikt með svona gizmo.

  Svo er náttúrulega hægt að sólóa fyrir alvöru (þ.e. án línu) en það er bara fyrir nöttkeis… Þá er heldur ekkert að kunna annað en að detta ekki! :)

  #50557
  Sissi
  Moderator

  Ég hef hitt einhverjar steikur í útlöndum sem stunda svona, en bara af því að þeir eiga enga vini.

  Áður en þú ferð að kaupa grigri og bora það út mæli ég með að þú reynir að eignast vini.

  Það er líka frítt.

  Þegar þú ert búinn að því getur þú svo keypt þér fleiri vini og tekið þá með þegar þú og vinur þinn farið út að klifra.

  Þá verður sko gaman!

  Þið vinirnir getið líka fengið ykkur hnetur, en ég vara þig við; Þær eru afskaplega þungar í maga.

  Með beztu kveðju,
  Sizmeister

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.