Chris Bonington staddur á Ibizafirði

Home Umræður Umræður Almennt Chris Bonington staddur á Ibizafirði

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44695
    0304724629
    Meðlimur

    Hitti gamla jálkinn Chris Bonington á höfninni í síðustu viku ásamt Robin nokkrum Knox-Johnston sem var fyrstur til að sigla einsamall kringum jörðina án viðkomu. Þeir voru að koma frá Grænlandströndum en vegna ísaðstæðna komust þeir ekki í land. Þá vantaði eitthvað að gera í nokkra daga og við Búbbi björguðum smá skemmtiprógrammi fyrir gömlæu jaxlana og ungus strákana í áhöfninni á skútunni. Byrjað var í kjötsúpuferð á Hesteyri þar sem allir urðu helv. mjúkir og mikið sungið. Síðan var kíkt í Hrafnfjörð og við Búbbi eltum þá á ,,Skuldinni“ sem er skútan hans og félaga. Þeir fóru á Drangajökul og kíktu á Gýgjarsporshamarinn sem því miður var of blautur til klifra. Við skildum við þá í Hrafnfirði og sigldum heim. Sannarlega Jolly bunch of lads þarna á ferð.

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.