Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45406
    1709703309
    Meðlimur

    Vildi bara láta vita að undirritaður fór á skíði í Bláfjöll á laugardaginn. Þar mátti finna ekki ófrægari menn en Tómas „hinn danska“ Grönvaldt Júlíusson og Geir „rennur sér hratt á bretti“ Gunnarsson. Vildi bara benda fólki á sem fer í fjöllin að þeir eru mjög liðtækir við barnapössun á skíðasvæðum sunnan heiða.

    En annars þá var skíðafærið mjög gott en betra væri að fá smá skot af snjó til að gera þetta ljómandi og tala ekki um áhyggjulausara því skíða þurfti af varfærni hvort sem væri innan eða utan brauta.

    Vill að lokum hvetja þá sem einhvern áhuga hafa á að fjárfesta í árskorti að gera það tímalega. Árskortið er fyrir alla ÍSALPara sem greitt hafa árgjaldið og þá gildir einu hvort félagar stunda svigskíði, telemark, snjóbretti eða þoturass.

    Með kveðju,

    Stefán

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.