Re: Yringur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifurræktin Re: Yringur

#50450
2806763069
Meðlimur

Ýringur var í topp aðstæðum, sjaldan klifrað betri ís! Fór ásamt Atla Þór. Fór í fyrsta skipti líka efsta haftið (upp á brún) sem einnig er hægt að mæla með, fyrir þá sem hafa verið að taka vítamínin sín og gera upphífingarnar!

Annars virðist meira og minna allt sem snýr í norður vera í topp aðstæðum og því ástæðulaust að fara norður á skíði um páskana!

Hvernig lítur annars Skarðsheiðin út, þeir sem fóru í Haukadalinn fyrir viku ættu að geta sagt okkur það? Einhverjar áberandi hvítar línur?

Svo hlakka ég til að heyra af afrekum amk tveggja gengja á Hrútafellstindum um helgina.

Að lokum tips dagsins; skellið hnetusetti í tryggingapakkann. Þegar engin snjór er fyrir er ótrúlega algengt að maður geti skellti inn hnetur hér og þar!

Kveðja,
Softarinn