Re: svar: Ýringur

#50840
Gummi St
Participant

Takk fyrir þetta Olli !

þetta er búið að standa aðeins í okkur, og nú er bara spurningin um að koma sér af stað og klára þetta dæmi. Hefði meiraaðsegja verið til í það í dag ef ég hefði ekki verið á mjög skemmtilegu jólahlaðborði í gær…
en Það eru 2 leiðir sem við erum harðákveðnir í að klára í vetur, það eru Orion og Tríó sem við heimsóttum einnig aðeins í fyrra.

Svo er þetta með Gufunesturninn. Ég kom við þarna áðan og það er þunn ísræma sem nær alla leið upp, alveg vel hægt að leika sér í þessu! Hvernig kemst maður þarna inn svo maður geti skellt upp toprope-i til að leyfa nokkrum félögum að prufa ? Ísinn er nefnilega of þunnur til að leiða hann uppí topp…

kv. Gummi St.