Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn – aftur Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

#51969
Smári
Participant

Að sjálfsögðu vega orð eins meira en annars! Það fer þó ekki eftir því hver maðurinn er heldur hvaða orð hann segir (skrifar). Í þessu samhengi finnst mér orð Ara Trausta vega mjög þungt.

Skálinn er að grotna niður og Ísalp (félagar Ísalp) hafa sýnt að þeim er ekki treystandi fyrir skálanum, sorgleg staðreynd en skálinn væri betur á sig kominn ef við hefðum staðið okkur.

Þess vegna finnst mér að þeir sem beri tilfinningar til skálans og svæðisins ættu að samþykja söluna til þess að þessi sögufrægi skáli komist í hendur góðra manna sem geta tryggt framtíð hans á svæðinu.

Ég minni enn og aftur á að skálinn verður ekki seldur án þess að aðgangur Ísalp félaga sé tryggt.

Hverju höfum við þá að tapa, ef við höfum fullan að gang að skálanum (betri skála).

Lyklarnir eru meira að segja geymdir hjá FÍ og hafa verið það síðan 2005 ef ég man rétt.

Tryggjum góðan skála í Tindfjöllum með greiðum aðgangi Ísalp félaga.

Smári