Re: svar: Þurrtólun í RVK

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þurrtólun í RVK Re: svar: Þurrtólun í RVK

#50521
AB
Participant

Þú ættir að prófa Leirvogsgil. Það er fínt að æfa sig þar, traust berg en nokkuð erfiðar leiðir. Einhverjir boltar eru í berginu en þær gætu reynst varasamir enda nokkuð komnir til ára sinna. Hægt er að koma upp ofanvað á þægilegan hátt. Þarna fer enginn lengur til að klettaklifra svo líklega er þetta besti kosturinn í grennd við borgina.

Góða skemmtun!

AB

P.s.

Ef ske kynni að þú vitir ekki hvernig finna á svæðið þá er það í stuttu máli svona. Keyra Vesturlandsveg, beygja til hægri og keyra eftir malarvegi í austurátt meðfram suðurhlið Kistufells, Leirvogsgil er þá á hægri hönd. Eftir um 2 mínútna og 13 sekúnda akstur skal bifreið stöðvuð. Ganga niður gilið og leita að 7 m háu heillegu klettabelti.

Ekki er mögulegt að gefa nákvæmari leiðbeiningar, þessi lýsing er algjörlega fullkomin. Óje.