Re: svar: Þríhnjúkahellir

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnjúkahellir Re: svar: Þríhnjúkahellir

#51670
2806763069
Meðlimur

Ég fór einu sinni þarna niður með nokkrum góðum félögum. Þeir voru með ágætis tengingu inn í björgunarsveitirnar og voru með eitthvað af static línum. Ekki samt alveg eins mikið og Robbi og félagar þannig að við þurrftum að binda saman tvær línur til að ná niður.

Einhvernvegin fer það alltaf þannig að ég er sendur niður fyrstur þegar þarf að prófa eitthvað (eða síðastur þegar fjarlægja þarf allar auka tryggingar úr akerum).

Við vorum búnir að æfa okkur í að komast yfir hnútinn á niðurleiðinni og mín aðferð var einfaldlega að færa mig yfir í júmmarana og taka sigtólið og koma því fyrir fyrir neðan hnútinn. Því næst setjast aftur í sigtólið og kippa júmmurunum með áður en ég kláraði niður.

Þetta var allt saman einfalt mál og gekk hratt og vel. Sigtólið sem ég notaði var svokallaður Alpi sem virkar þannig að lítil skrúfa á hliðinni stjórnar hraðanum (viðnáminu). Þegar ég færði Alpann var hann stilltur á stopp. Ég kom mér fyrir hangandi í honum og byrjaði að minka viðnámið.
Af einhverjum ástæðum var mér litið á línuna sem kom út úr Alpanum.

Mér til skelfingar, sem ég létt í ljós með hræðslu öskri, sá ég að í stað þess setja Aplann á 90m af línu sem ná alla leið niður hafði ég sett hann á um 50cm sem stóðu út úr hnútnum sem tengdi línurnar tvær.
Hefði ég ekki tekið eftir þessu hefði ég fengið 50cm sig og 90m frjálst fall með lendingu sem er vægast sagt ekki spennandi.

Þetta er svona eitt af þessum tilfellum þegar einhver smá heppni eða tilviljun kemur í veg fyrir að mistök hafi alvarlegust afleiðingarnar. Á endanum verður þetta svo góð saga!

Sem betur fer hefur svona tilfellum fækkað um leið og klifurárunum fjölgar.

kv.
Sófacore